Lífið

Tvær blökkukonur ráðnar til viðbótar

Leslie Jones
Leslie Jones
Fyrr í vikunni tilkynntu aðstandendur sjónvarpsþáttarins Saturday Night Live að Sasheer Zamata hefði gengið liðs við þáttinn. Hún er fyrsta blökkukonan sem ráðin hefur verið í SNL síðan Maya Rudolph hætti árið 2007.

Í dag tilkynntu aðstandendur að þau hefðu ráðið tvo nýja höfunda, en þær eru báðar blökkukonur.

Önnur þeirra er fyrrum fréttamaðurinn LaKendra Tookes og hin heitir Leslie Jones.

Þetta er talið mótsvar SNL við ásökunum um að mannleg fjölbreytni innan raða þáttarins sé ekki nægileg.

Hér að neðan má sjá uppistand frá LaKendru Tookes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.