Semjum strax við læknana Þórir Stephensen skrifar 16. desember 2014 07:00 Læknaverkfallið verður nú æ alvarlegra og þjóðfélagið mun ekki standast það álag og það ástand sem hér verður eftir áramótin, verði af þeim hertu aðgerðum sem þá eru boðaðar. Hver heilvita maður hlýtur að sjá, að þá er allt öryggi horfið, mannslífin að veði og heilsufar allt. Nógu erfitt verður að vinna upp það sem þegar hefur verið slegið á frest og enda vafasamt að það takist án mannskaða. Stjórnvöld neita enn að semja við læknastéttina af ótta við, að almennt launaskrið fylgi í kjölfarið með þeim hætti, að ekki verði við ráðið. Mér finnst sú afstaða ekki hæfa í svona máli. Ein af frumskyldum ráðamanna gagnvart borgurum landsins er að þeir njóti góðrar og öruggrar læknisþjónustu, að heilbrigðiskerfið sé eins öruggt og unnt er. Það hlýtur að teljast til þeirra réttinda sem eru nánast óendanlega mikils virði. Aðrar launastéttir hljóta að skilja, að heilbrigði einstaklingsins, hver sem hann er, verður ekki metið til fjár. Gott heilbrigðiskerfi og þjónusta metnaðarfullrar læknastéttar, sem sífellt sækir sér meiri menntun og innleiðir dýrmætar tækninýjungar, eru kjarabót sem við höfum sennilega aldrei metið sem skyldi. Það yrði ekki gott afspurnar, ef henni yrði fórnað vegna þess að aðrar stéttir gætu ekki horft á hag heildarinnar og ekki síst þeirra sem mest líða hverju sinni okkar á meðal. Íslenskir læknar, og sá mannauður sem fylgir þeim í hæfu hjúkrunarliði og aðstoðarmönnum öðrum, er á heimsmælikvarða. Það er erfitt fyrir okkur, hina almennu borgara að horfa upp á, að þeir skuli ekki hafa kjöraðstæður hvað húsnæði og tækjabúnað snertir. Okkur blæðir stundum, er við sjáum milljarða fara í gæluverkefni einstakra þingmanna á meðan fjöregg heilbrigðisþjónustunnar, Landspítalinn, fúlnar úti í horni. Okkur finnst því vera mikið sanngirnismál, að laun læknastéttarinnar séu þannig, að hún geti vel við unað. Ég hygg, að æðimargir taki undir með mér, er ég skora hér á stjórnvöld að þekkja nú sinn vitjunartíma og gefa þjóðinni það í jólagjöf, að hún megi áfram búa við öryggi í þessum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Læknaverkfallið verður nú æ alvarlegra og þjóðfélagið mun ekki standast það álag og það ástand sem hér verður eftir áramótin, verði af þeim hertu aðgerðum sem þá eru boðaðar. Hver heilvita maður hlýtur að sjá, að þá er allt öryggi horfið, mannslífin að veði og heilsufar allt. Nógu erfitt verður að vinna upp það sem þegar hefur verið slegið á frest og enda vafasamt að það takist án mannskaða. Stjórnvöld neita enn að semja við læknastéttina af ótta við, að almennt launaskrið fylgi í kjölfarið með þeim hætti, að ekki verði við ráðið. Mér finnst sú afstaða ekki hæfa í svona máli. Ein af frumskyldum ráðamanna gagnvart borgurum landsins er að þeir njóti góðrar og öruggrar læknisþjónustu, að heilbrigðiskerfið sé eins öruggt og unnt er. Það hlýtur að teljast til þeirra réttinda sem eru nánast óendanlega mikils virði. Aðrar launastéttir hljóta að skilja, að heilbrigði einstaklingsins, hver sem hann er, verður ekki metið til fjár. Gott heilbrigðiskerfi og þjónusta metnaðarfullrar læknastéttar, sem sífellt sækir sér meiri menntun og innleiðir dýrmætar tækninýjungar, eru kjarabót sem við höfum sennilega aldrei metið sem skyldi. Það yrði ekki gott afspurnar, ef henni yrði fórnað vegna þess að aðrar stéttir gætu ekki horft á hag heildarinnar og ekki síst þeirra sem mest líða hverju sinni okkar á meðal. Íslenskir læknar, og sá mannauður sem fylgir þeim í hæfu hjúkrunarliði og aðstoðarmönnum öðrum, er á heimsmælikvarða. Það er erfitt fyrir okkur, hina almennu borgara að horfa upp á, að þeir skuli ekki hafa kjöraðstæður hvað húsnæði og tækjabúnað snertir. Okkur blæðir stundum, er við sjáum milljarða fara í gæluverkefni einstakra þingmanna á meðan fjöregg heilbrigðisþjónustunnar, Landspítalinn, fúlnar úti í horni. Okkur finnst því vera mikið sanngirnismál, að laun læknastéttarinnar séu þannig, að hún geti vel við unað. Ég hygg, að æðimargir taki undir með mér, er ég skora hér á stjórnvöld að þekkja nú sinn vitjunartíma og gefa þjóðinni það í jólagjöf, að hún megi áfram búa við öryggi í þessum málum.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun