Hundleið á hræðsluáróðrinum Iris Edda Nowenstein skrifar 16. desember 2014 14:49 Ég var trúlaust barn í grunnskóla á Íslandi. Ég man ennþá mjög skýrt eftir því hvað mér fannst skrítið að þurfa að vera tekin út úr tíma eftir því hvort ég/fjölskyldan mín tryði á kristinn Guð eða ekki, því það var ekki hægt að hafa kennsluna hlutlausa gagnvart því. Mér fannst ótrúlega furðulegt að svona persónulegt mál eins og trúarsannfæring mín væri dregin fram og opinberuð fyrir bekkjarfélögum og ég skilin útundan í skólastarfinu á grundvelli hennar, því skólastarfið var litað af trú meirihlutans. Þegar kristin„fræðsla“ var í gangi (þar sem kristni var kennd eins og um sjálfsagðan sannleik væri að ræða) sat ég frammi á gangi að lita. Stundum fékk ég reyndar að vera á bókasafninu. Krökkunum fannst þetta skrítið og ég fékk alls konar athugasemdir og spurningar á borð við „Hva, trúirðu ekki á Guð? Það er bara eins og að trúa ekki á pabba sinn sko. Trúirðu kannski ekki á pabba þinn?“. Það var ákvörðun mömmu og pabba að taka mig út úr trúboðinu sem átti sér stað innan skólans, en úff hvað skólinn höndlaði það illa. Hvernig er það að sitja einn frammi á gangi og lita á skólatíma réttlætanlegt úrræði fyrir börn sem falla ekki inn í trúarmynstur meirihlutans? Ég var reyndar ekki alltaf sett fram á gang þegar trúboð átti sér stað í skólanum og var með bekknum í ýmsum heimsóknum presta, Gídeonfélagsins og fulltrúa ungmennastarfs kirkjunnar (foreldrar mínir voru ekki látnir vita af þessu). Einu sinni lét ég m.a.s. til leiðast eftir að einhver svona fulltrúi mætti í skólann og lofaði teiknimyndum og íspinnum hjá KFUK. Ég mætti þangað með hinum krökkunum eftir skóla en þegar stemningin var orðin ansi trúarleg sagði ein bekkjarsystir mín hátt og skýrt við stjórnandann þarna að „hún Iris, hún trúir sko ekki á Guð“. Ég fékk svo sem ekkert nema frekar illilegt augnaráð með frostpinnanum mínum en ég man mjög vel eftir því hvað mér fannst þetta neyðarlegt. Svo voru það kirkjuheimsóknirnar á aðventunni, fyrstu tvö árin fréttu foreldrar mínir reyndar bara ekkert af því að ég væri send í kirkju á þessum árstíma, enda hafði ég ekkert vit á því að útskýra það fyrir þeim fyrr en eftir heimsóknina í öðrum bekk, minnir mig. Þá kom ég ansi miður mín heim eftir að hafa orðið mjög ringluð í svona heimsókn. Piparkökurnar og svalinn voru náttúrulega mjög næs en síðan höfðu allir verið beðnir um að spenna greipar og fara með Faðir vorið og ég náttúrulega kunni það ekkert. Mér fannst frekar lélegt af foreldrum mínum að kenna mér ekki eitthvað sem öll börn kunnu, ég hefði bara setið þarna og horft í kringum mig án þess að geta gert það sem allir hinir gerðu. Foreldrar mínir kvörtuðu náttúrulega yfir þessu og fengu því framgengt að miði yrði sendur heim fyrir næstu kirkjuheimsóknir og börnum leyft að velja hvort þau færu með eða ekki. Næstu ár fór ég því ekki með, allur skólinn skellti sér í ferð þar sem boðið var upp á piparkökur og á meðan fékk ég einmitt að sitja eftir og... LITA! Það eru náttúrulega meira en ca. 15 ár síðan þetta var allt saman og ég hélt alltaf að þetta væri tengt ákveðnu reynsluleysi sem var á Íslandi á þeim tíma. Fólk væri bara ekki vant því að þurfa að taka tillit til annarrar trúar en kristni og ekki ennþá mótuð nægilega góð úrræði fyrir „hin börnin“. Það er ágætis tími liðinn og þetta virðist bara ennþá vera ömurlegt þrátt fyrir að stjórnkerfið hafi tekið aðeins við sér með reglum frá Mannréttindaráði og síðan viðmiðunarreglum frá Menntamálaráðuneyti. Skapaðar eru aðstæður þar sem börn eru tekin út úr skólastarfi meirihlutans á grundvelli trúar þeirra/foreldra og þeim ekki boðið upp á sambærilega skemmtun eða ferð. Í Langholtsskóla á að „ganga fylktu liði“ undir forystu eldri nemenda sem bera kyndla, leikrit sýnt, sungin jólalög og ég veit ekki hvað. Börnin sem verða eftir fá „skemmtilega stund“. Þvílíkar framfarir á 15 árum... Ég hef verið í grunnskóla í tveimur öðrum löndum þar sem meirihlutinn er kristinn, Frakklandi og Belgíu. Nálgunin þar er mjög ólík en í báðum tilvikum töluvert betri en á Íslandi. Í Frakklandi er algjör aðskilnaður skólakerfis og trúfélaga. Skólakerfið á að vera alveg hlutlaust og umfjöllun um trúfélög aðeins á grundvelli viðeigandi námsgreina (saga, samfélagsfræði, landafræði...) og þar er kristnin náttúrulega í stóru hlutverki vegna sögu og menningar landsins. Í Belgíu er einn tími á viku tileinkaður trúarlegri fræðslu, krakkarnir skiptast þá í hópa eftir trú og hljóta fræðslu frá sérhæfðum kennara (trúlaus börn fara í einhvers konar heimspekitíma). Í báðum löndum var ég í bekk með börnum úr fjölskyldum sem aðhylltust kristni, íslam og gyðingdóm auk þeirra trúlausu. Í Frakklandi varð ég engan veginn vör við þennan trúarlega mun í skólastarfinu og fékk bara að kynnast trú bekkjarfélaga minna um leið og ég kynntist þeim persónulega, þetta átti sér stað á þeirra forsendum og án þess að neinn væri í normalíseraðri valdastöðu út frá trúnni vegna afstöðu skólakerfisins. Í Belgíu var náttúrulega augljóst hver aðhylltist hvað út frá skiptingunni en jafningjagrundvöllurinn skapaðist þó einhvern veginn vegna þess að allir höfðu sambærileg úrræði. Og hey, í báðum löndum var jólahald hluti af skólastarfinu í samræmi við það sem tíðkast í þessum samfélögum. Það var jólaföndur, jólalög sungin, skólinn skreyttur með jólatré o.s.frv. Enginn stal jólunum þrátt fyrir aukinn jöfnuð. Ég er orðin svo hundleið á hræðsluáróðrinum sem fylgir kröfunum um sama jafnræðið hérna, svo ekki sé minnst á bullið um að engin mismunun sé í gangi því börn fá að vera eftir í skólanum að lita eða eiga „skemmtilega stund“. Það eru ekki sambærileg úrræði til, það er mismunun í gangi og það skapar aðstæður sem geta valdið börnum töluverðri vanlíðan. Og þó bætt sé úr þessu óréttlæti (sem stangast beinlínis á við Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna) þýðir það ekki að börn kristinna fái bara engin jól, að halda því fram er algjört rugl. Í gær sagði Hildur Sverrisdóttir í Kastljósi að síðasti meirihluti í borgarstjórn hafi viljað „banna jólaföndur og jólaböll“. Þetta er einfaldlega lygi og liður í því að hræða fólk um afleiðingar þess að hafa skýr mörk á milli kirkju og skóla. Það er vel hægt að hafa jólahald sem hluta af skólastarfinu án þess að hampa Þjóðkirkjunni umfram önnur trúfélög/trúleysi (eins og í t.d. Frakklandi og Belgíu). Að föndra, syngja jólalög og dansa í kringum jólatré hefur ekkert með trú að gera. Það er ekki undarlegt þar sem að jólin eru alls ekki kristin hátíð þó margir tvinni þetta saman í sínu veisluhaldi. Reyndar gera það furðulega fáir svona í ljósi þess hvað Íslendingar verða allt í einu rosalega „kristin þjóð“ þegar þessa umræðu ber á góma. Og þó Íslendingar væru upp til hópa virkir í Þjóðkirkjunni, litu á jólin fyrst og fremst sem hátíð fæðingar frelsarans og færu ekki bara í kirkju vegna skírna, brúðkaupa og jarðarfara - þá væri samt ekki réttlætanlegt að opinberar menntastofnanir mismunuðu börnum eftir trú og settu kristnina ofar öðrum trúarbrögðum í skólastarfi. Það er ekki hlutverk þeirra.Iris Edda birti pistilinn að ofan á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hún gaf Vísi góðfúslegt leyfi til þess að birta pistilinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég var trúlaust barn í grunnskóla á Íslandi. Ég man ennþá mjög skýrt eftir því hvað mér fannst skrítið að þurfa að vera tekin út úr tíma eftir því hvort ég/fjölskyldan mín tryði á kristinn Guð eða ekki, því það var ekki hægt að hafa kennsluna hlutlausa gagnvart því. Mér fannst ótrúlega furðulegt að svona persónulegt mál eins og trúarsannfæring mín væri dregin fram og opinberuð fyrir bekkjarfélögum og ég skilin útundan í skólastarfinu á grundvelli hennar, því skólastarfið var litað af trú meirihlutans. Þegar kristin„fræðsla“ var í gangi (þar sem kristni var kennd eins og um sjálfsagðan sannleik væri að ræða) sat ég frammi á gangi að lita. Stundum fékk ég reyndar að vera á bókasafninu. Krökkunum fannst þetta skrítið og ég fékk alls konar athugasemdir og spurningar á borð við „Hva, trúirðu ekki á Guð? Það er bara eins og að trúa ekki á pabba sinn sko. Trúirðu kannski ekki á pabba þinn?“. Það var ákvörðun mömmu og pabba að taka mig út úr trúboðinu sem átti sér stað innan skólans, en úff hvað skólinn höndlaði það illa. Hvernig er það að sitja einn frammi á gangi og lita á skólatíma réttlætanlegt úrræði fyrir börn sem falla ekki inn í trúarmynstur meirihlutans? Ég var reyndar ekki alltaf sett fram á gang þegar trúboð átti sér stað í skólanum og var með bekknum í ýmsum heimsóknum presta, Gídeonfélagsins og fulltrúa ungmennastarfs kirkjunnar (foreldrar mínir voru ekki látnir vita af þessu). Einu sinni lét ég m.a.s. til leiðast eftir að einhver svona fulltrúi mætti í skólann og lofaði teiknimyndum og íspinnum hjá KFUK. Ég mætti þangað með hinum krökkunum eftir skóla en þegar stemningin var orðin ansi trúarleg sagði ein bekkjarsystir mín hátt og skýrt við stjórnandann þarna að „hún Iris, hún trúir sko ekki á Guð“. Ég fékk svo sem ekkert nema frekar illilegt augnaráð með frostpinnanum mínum en ég man mjög vel eftir því hvað mér fannst þetta neyðarlegt. Svo voru það kirkjuheimsóknirnar á aðventunni, fyrstu tvö árin fréttu foreldrar mínir reyndar bara ekkert af því að ég væri send í kirkju á þessum árstíma, enda hafði ég ekkert vit á því að útskýra það fyrir þeim fyrr en eftir heimsóknina í öðrum bekk, minnir mig. Þá kom ég ansi miður mín heim eftir að hafa orðið mjög ringluð í svona heimsókn. Piparkökurnar og svalinn voru náttúrulega mjög næs en síðan höfðu allir verið beðnir um að spenna greipar og fara með Faðir vorið og ég náttúrulega kunni það ekkert. Mér fannst frekar lélegt af foreldrum mínum að kenna mér ekki eitthvað sem öll börn kunnu, ég hefði bara setið þarna og horft í kringum mig án þess að geta gert það sem allir hinir gerðu. Foreldrar mínir kvörtuðu náttúrulega yfir þessu og fengu því framgengt að miði yrði sendur heim fyrir næstu kirkjuheimsóknir og börnum leyft að velja hvort þau færu með eða ekki. Næstu ár fór ég því ekki með, allur skólinn skellti sér í ferð þar sem boðið var upp á piparkökur og á meðan fékk ég einmitt að sitja eftir og... LITA! Það eru náttúrulega meira en ca. 15 ár síðan þetta var allt saman og ég hélt alltaf að þetta væri tengt ákveðnu reynsluleysi sem var á Íslandi á þeim tíma. Fólk væri bara ekki vant því að þurfa að taka tillit til annarrar trúar en kristni og ekki ennþá mótuð nægilega góð úrræði fyrir „hin börnin“. Það er ágætis tími liðinn og þetta virðist bara ennþá vera ömurlegt þrátt fyrir að stjórnkerfið hafi tekið aðeins við sér með reglum frá Mannréttindaráði og síðan viðmiðunarreglum frá Menntamálaráðuneyti. Skapaðar eru aðstæður þar sem börn eru tekin út úr skólastarfi meirihlutans á grundvelli trúar þeirra/foreldra og þeim ekki boðið upp á sambærilega skemmtun eða ferð. Í Langholtsskóla á að „ganga fylktu liði“ undir forystu eldri nemenda sem bera kyndla, leikrit sýnt, sungin jólalög og ég veit ekki hvað. Börnin sem verða eftir fá „skemmtilega stund“. Þvílíkar framfarir á 15 árum... Ég hef verið í grunnskóla í tveimur öðrum löndum þar sem meirihlutinn er kristinn, Frakklandi og Belgíu. Nálgunin þar er mjög ólík en í báðum tilvikum töluvert betri en á Íslandi. Í Frakklandi er algjör aðskilnaður skólakerfis og trúfélaga. Skólakerfið á að vera alveg hlutlaust og umfjöllun um trúfélög aðeins á grundvelli viðeigandi námsgreina (saga, samfélagsfræði, landafræði...) og þar er kristnin náttúrulega í stóru hlutverki vegna sögu og menningar landsins. Í Belgíu er einn tími á viku tileinkaður trúarlegri fræðslu, krakkarnir skiptast þá í hópa eftir trú og hljóta fræðslu frá sérhæfðum kennara (trúlaus börn fara í einhvers konar heimspekitíma). Í báðum löndum var ég í bekk með börnum úr fjölskyldum sem aðhylltust kristni, íslam og gyðingdóm auk þeirra trúlausu. Í Frakklandi varð ég engan veginn vör við þennan trúarlega mun í skólastarfinu og fékk bara að kynnast trú bekkjarfélaga minna um leið og ég kynntist þeim persónulega, þetta átti sér stað á þeirra forsendum og án þess að neinn væri í normalíseraðri valdastöðu út frá trúnni vegna afstöðu skólakerfisins. Í Belgíu var náttúrulega augljóst hver aðhylltist hvað út frá skiptingunni en jafningjagrundvöllurinn skapaðist þó einhvern veginn vegna þess að allir höfðu sambærileg úrræði. Og hey, í báðum löndum var jólahald hluti af skólastarfinu í samræmi við það sem tíðkast í þessum samfélögum. Það var jólaföndur, jólalög sungin, skólinn skreyttur með jólatré o.s.frv. Enginn stal jólunum þrátt fyrir aukinn jöfnuð. Ég er orðin svo hundleið á hræðsluáróðrinum sem fylgir kröfunum um sama jafnræðið hérna, svo ekki sé minnst á bullið um að engin mismunun sé í gangi því börn fá að vera eftir í skólanum að lita eða eiga „skemmtilega stund“. Það eru ekki sambærileg úrræði til, það er mismunun í gangi og það skapar aðstæður sem geta valdið börnum töluverðri vanlíðan. Og þó bætt sé úr þessu óréttlæti (sem stangast beinlínis á við Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna) þýðir það ekki að börn kristinna fái bara engin jól, að halda því fram er algjört rugl. Í gær sagði Hildur Sverrisdóttir í Kastljósi að síðasti meirihluti í borgarstjórn hafi viljað „banna jólaföndur og jólaböll“. Þetta er einfaldlega lygi og liður í því að hræða fólk um afleiðingar þess að hafa skýr mörk á milli kirkju og skóla. Það er vel hægt að hafa jólahald sem hluta af skólastarfinu án þess að hampa Þjóðkirkjunni umfram önnur trúfélög/trúleysi (eins og í t.d. Frakklandi og Belgíu). Að föndra, syngja jólalög og dansa í kringum jólatré hefur ekkert með trú að gera. Það er ekki undarlegt þar sem að jólin eru alls ekki kristin hátíð þó margir tvinni þetta saman í sínu veisluhaldi. Reyndar gera það furðulega fáir svona í ljósi þess hvað Íslendingar verða allt í einu rosalega „kristin þjóð“ þegar þessa umræðu ber á góma. Og þó Íslendingar væru upp til hópa virkir í Þjóðkirkjunni, litu á jólin fyrst og fremst sem hátíð fæðingar frelsarans og færu ekki bara í kirkju vegna skírna, brúðkaupa og jarðarfara - þá væri samt ekki réttlætanlegt að opinberar menntastofnanir mismunuðu börnum eftir trú og settu kristnina ofar öðrum trúarbrögðum í skólastarfi. Það er ekki hlutverk þeirra.Iris Edda birti pistilinn að ofan á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hún gaf Vísi góðfúslegt leyfi til þess að birta pistilinn.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar