Lífið

Söngkeppni Samfés í beinni á Vísi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Söngkeppni Samfés, SamFestingurinn 2014, fer fram klukkan 13 í dag og verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á Popp Tíví, Oz-inu og hér á Vísi.

Dansleikur SamFestingsins fór fram í gær með pompi og prakt í Laugardalshöll og mættu rúmlega 4500 ungmenni á aldrinum 13-16 ára. Páll Óskar Hjálmtýsson og Retro Stefson léku fyrir dansi og var mikið fjör í höllinni.

Hægt er að miðla myndum frá keppninni með Vísi með því að nota merkinguna #visir eða #samfes. Einnig er hægt að senda myndir á netfangið ritstjorn@visir.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.