

Varnaðarorð um hagstjórn
Ekki meir, ekki meir
Ég hef fengið nóg af efnahagslegri óstjórn. Ég vil ekki að börnin mín sem eru að koma undir sig fótunum þurfi að ganga í gegnum slíkt. Ég geri þá kröfu að Alþingi, ríkisstjórn og Seðlabanki beiti öllum stjórntækjum í efnahagsmálum og beinum og óbeinum áhrifum af festu til að koma í veg fyrir enn einn fyrirsjáanlegan efnahagsskell.
Hagvöxtur fer á flug
Fyrirliggjandi hagtölur og spár sýna að hagkerfið hefur tekið vel við sér. Hagvöxtur hér á landi í fyrra var meiri en í öðrum vestrænum ríkjum (3,3%). Því sama er spáð í ár (3,7% samkvæmt Seðlabankanum) og á næsta ári (3,9%). Í nýjustu spá Landsbankans er reyndar gengið enn lengra og spáð 5,5% hagvexti á næsta ári. Slíkur vöxtur er langt fyrir ofan það sem önnur vestræn ríki geta búist við.
Reynslan sýnir að væntingar og hegðun almennings, fyrirtækja og stjórnmálamanna breytast hratt á uppgangstímum í okkar fámenna landi. Þess vegna vaxa neysla og fjárfesting iðulega hraðar en spáð er. Líklegt er að svo verði einnig á þessu vaxtarskeiði. Því ætti engum að koma á óvart þó hagvöxtur fari yfir 4% bæði í ár og á næsta ári.
Déjà vu
Við höfum oft verið í þessari hagvaxtarstöðu áður. Og spárnar núna sýna að fylgikvillarnir verða þeir sömu og áður: Vaxandi einkaneysla, minnkandi sparnaður, versnandi viðskiptajöfnuður, hækkandi verðbólga og hækkandi vextir. Einnig má búast við vaxandi óróleika á vinnumarkaði og sjást þess þegar glögg merki. Samkvæmt spá OECD mun okkur takast á næsta ári að velta Mexíkó úr sessi með næsthæstu verðbólgu meðal aðildarríkjanna (Tyrkland trónir mun ofar). Við verðum þá komin á gamalkunnan stað: Sú vestræna þjóð sem verst tök hefur á verðbólgu.
Fjármálaráðherra skilur og vill
Af endurteknum orðum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra má ráða að hann áttar sig vel á stöðu og horfum í efnahagsmálum. Þá hefur hann ítrekað rætt um nauðsyn þess að beita aga við hagstjórn. Í Morgunblaðinu 24. maí er haft eftir honum að brýnt sé að gæta áfram aðhalds í ríkisfjármálum á næstu árum og tryggja að fjármál ríkisins ýti ekki undir verðbólgu. Hann sagði réttilega: „Við getum á mjög skömmum tíma sveiflast úr samdráttarskeiði yfir í þess háttar uppgangstíma, að við þurfum að fara að gæta að okkur, að valda ekki beinlínis verðbólgu með því að slaka á aðhaldinu.“
Tími athafna
Í þessu samhengi er ástæða til að rifja upp orð Bjarna á ársfundi Seðlabankans í mars: „...tímabært að við förum að búa okkur undir að vinna á móti þenslu til að tryggja varanlegan stöðugleika.“ Bjarni hlýtur að meina það sem hann segir. Því segi ég: Fjárlagafrumvarpið sem Bjarni leggur fram á Alþingi eftir þrjá mánuði verður að sýna myndarlegan afgang að frátöldum tekjum af hugsanlegri eignasölu og arðgreiðslu frá bönkum. Það verður að stíga á vaxtarbremsurnar, ekki til að nauðhemla heldur til að hægja á. Allt annað er efnahagslegur glannaskapur.
Jafnframt vona ég að í fjárlagafrumvarpinu komi fram staðfastur og vaxandi metnaður ríkisstjórnarinnar til hvers kyns skipulagsúrbóta og hagræðingar í ríkisrekstri. Þá er ekki síður mikilvægt að ríkisvaldið beiti öllum sínum úrræðum til að ýta enn frekar undir samkeppni og aukna framleiðni á öllum sviðum þjóðfélagsins. Það er vænlegasta leiðin til að tryggja að við ráðum við öran hagvöxt ár eftir ár án þess að allt fari úr böndunum. Þannig komast lífskjör hér á landi í fremstu röð og geta verið þar til langframa.
Skoðun

Hvað er markaðsverð á fiski?
Sverrir Haraldsson skrifar

Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda
Anna Karen Svövudóttir skrifar

Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt
BIrgir Dýrfjörð skrifar

Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað?
Valentina Klaas skrifar

Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti
Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar

Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna
Berit Mueller skrifar

Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Þakkir til starfsfólk Janusar
Sigrún Ósk Bergmann skrifar

Mun gervigreindin senda konur heim?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Frá, frá, frá. Fúsa liggur á
Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Nokkur orð um stöðuna
Dögg Þrastardóttir skrifar

Kynbundinn munur í tekjum á efri árum
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

#blessmeta – þriðja grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins?
Berglind Halla Elíasdóttir skrifar

Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara!
Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar

Feluleikur Þorgerðar Katrínar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ráðalaus ráðherra
Högni Elfar Gylfason skrifar

Spólum til baka
Snævar Ingi Sveinsson skrifar

Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis
Erna Bjarnadóttir skrifar

Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna
Birna Ösp Traustadóttir skrifar

Sæluríkið Ísland
Einar Helgason skrifar

Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna
Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar

Stormurinn gegn stóðhryssunni
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Kallið þið þetta fjölbreytni?
Hermann Borgar Jakobsson skrifar

Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu
Pétur Jónasson skrifar

Réttlætið sem refsar Jóni
Hjálmar Vilhjálmsson skrifar

Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum
Kristján Blöndal skrifar

Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár
Katrín Matthíasdóttir skrifar