Varnaðarorð um hagstjórn Finnur Sveinbjörnsson skrifar 10. júní 2014 00:00 Efnahagsbatinn hér á landi sem hófst fyrir nokkrum misserum verður sífellt öflugri. Við höfum því miður sjaldnast kunnað fótum okkar forráð við slíkar aðstæður – við höfum viljað njóta góðærisins í botn. Kröftugum efnahagsbata hefur því fylgt sársaukafullur skellur. Slíkt er sjaldnast utanaðkomandi breytingum að kenna. Við höfum verið sjálfum okkur verst með slælegri hagstjórn.Ekki meir, ekki meir Ég hef fengið nóg af efnahagslegri óstjórn. Ég vil ekki að börnin mín sem eru að koma undir sig fótunum þurfi að ganga í gegnum slíkt. Ég geri þá kröfu að Alþingi, ríkisstjórn og Seðlabanki beiti öllum stjórntækjum í efnahagsmálum og beinum og óbeinum áhrifum af festu til að koma í veg fyrir enn einn fyrirsjáanlegan efnahagsskell.Hagvöxtur fer á flug Fyrirliggjandi hagtölur og spár sýna að hagkerfið hefur tekið vel við sér. Hagvöxtur hér á landi í fyrra var meiri en í öðrum vestrænum ríkjum (3,3%). Því sama er spáð í ár (3,7% samkvæmt Seðlabankanum) og á næsta ári (3,9%). Í nýjustu spá Landsbankans er reyndar gengið enn lengra og spáð 5,5% hagvexti á næsta ári. Slíkur vöxtur er langt fyrir ofan það sem önnur vestræn ríki geta búist við. Reynslan sýnir að væntingar og hegðun almennings, fyrirtækja og stjórnmálamanna breytast hratt á uppgangstímum í okkar fámenna landi. Þess vegna vaxa neysla og fjárfesting iðulega hraðar en spáð er. Líklegt er að svo verði einnig á þessu vaxtarskeiði. Því ætti engum að koma á óvart þó hagvöxtur fari yfir 4% bæði í ár og á næsta ári.Déjà vu Við höfum oft verið í þessari hagvaxtarstöðu áður. Og spárnar núna sýna að fylgikvillarnir verða þeir sömu og áður: Vaxandi einkaneysla, minnkandi sparnaður, versnandi viðskiptajöfnuður, hækkandi verðbólga og hækkandi vextir. Einnig má búast við vaxandi óróleika á vinnumarkaði og sjást þess þegar glögg merki. Samkvæmt spá OECD mun okkur takast á næsta ári að velta Mexíkó úr sessi með næsthæstu verðbólgu meðal aðildarríkjanna (Tyrkland trónir mun ofar). Við verðum þá komin á gamalkunnan stað: Sú vestræna þjóð sem verst tök hefur á verðbólgu.Fjármálaráðherra skilur og vill Af endurteknum orðum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra má ráða að hann áttar sig vel á stöðu og horfum í efnahagsmálum. Þá hefur hann ítrekað rætt um nauðsyn þess að beita aga við hagstjórn. Í Morgunblaðinu 24. maí er haft eftir honum að brýnt sé að gæta áfram aðhalds í ríkisfjármálum á næstu árum og tryggja að fjármál ríkisins ýti ekki undir verðbólgu. Hann sagði réttilega: „Við getum á mjög skömmum tíma sveiflast úr samdráttarskeiði yfir í þess háttar uppgangstíma, að við þurfum að fara að gæta að okkur, að valda ekki beinlínis verðbólgu með því að slaka á aðhaldinu.“Tími athafna Í þessu samhengi er ástæða til að rifja upp orð Bjarna á ársfundi Seðlabankans í mars: „...tímabært að við förum að búa okkur undir að vinna á móti þenslu til að tryggja varanlegan stöðugleika.“ Bjarni hlýtur að meina það sem hann segir. Því segi ég: Fjárlagafrumvarpið sem Bjarni leggur fram á Alþingi eftir þrjá mánuði verður að sýna myndarlegan afgang að frátöldum tekjum af hugsanlegri eignasölu og arðgreiðslu frá bönkum. Það verður að stíga á vaxtarbremsurnar, ekki til að nauðhemla heldur til að hægja á. Allt annað er efnahagslegur glannaskapur. Jafnframt vona ég að í fjárlagafrumvarpinu komi fram staðfastur og vaxandi metnaður ríkisstjórnarinnar til hvers kyns skipulagsúrbóta og hagræðingar í ríkisrekstri. Þá er ekki síður mikilvægt að ríkisvaldið beiti öllum sínum úrræðum til að ýta enn frekar undir samkeppni og aukna framleiðni á öllum sviðum þjóðfélagsins. Það er vænlegasta leiðin til að tryggja að við ráðum við öran hagvöxt ár eftir ár án þess að allt fari úr böndunum. Þannig komast lífskjör hér á landi í fremstu röð og geta verið þar til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Efnahagsbatinn hér á landi sem hófst fyrir nokkrum misserum verður sífellt öflugri. Við höfum því miður sjaldnast kunnað fótum okkar forráð við slíkar aðstæður – við höfum viljað njóta góðærisins í botn. Kröftugum efnahagsbata hefur því fylgt sársaukafullur skellur. Slíkt er sjaldnast utanaðkomandi breytingum að kenna. Við höfum verið sjálfum okkur verst með slælegri hagstjórn.Ekki meir, ekki meir Ég hef fengið nóg af efnahagslegri óstjórn. Ég vil ekki að börnin mín sem eru að koma undir sig fótunum þurfi að ganga í gegnum slíkt. Ég geri þá kröfu að Alþingi, ríkisstjórn og Seðlabanki beiti öllum stjórntækjum í efnahagsmálum og beinum og óbeinum áhrifum af festu til að koma í veg fyrir enn einn fyrirsjáanlegan efnahagsskell.Hagvöxtur fer á flug Fyrirliggjandi hagtölur og spár sýna að hagkerfið hefur tekið vel við sér. Hagvöxtur hér á landi í fyrra var meiri en í öðrum vestrænum ríkjum (3,3%). Því sama er spáð í ár (3,7% samkvæmt Seðlabankanum) og á næsta ári (3,9%). Í nýjustu spá Landsbankans er reyndar gengið enn lengra og spáð 5,5% hagvexti á næsta ári. Slíkur vöxtur er langt fyrir ofan það sem önnur vestræn ríki geta búist við. Reynslan sýnir að væntingar og hegðun almennings, fyrirtækja og stjórnmálamanna breytast hratt á uppgangstímum í okkar fámenna landi. Þess vegna vaxa neysla og fjárfesting iðulega hraðar en spáð er. Líklegt er að svo verði einnig á þessu vaxtarskeiði. Því ætti engum að koma á óvart þó hagvöxtur fari yfir 4% bæði í ár og á næsta ári.Déjà vu Við höfum oft verið í þessari hagvaxtarstöðu áður. Og spárnar núna sýna að fylgikvillarnir verða þeir sömu og áður: Vaxandi einkaneysla, minnkandi sparnaður, versnandi viðskiptajöfnuður, hækkandi verðbólga og hækkandi vextir. Einnig má búast við vaxandi óróleika á vinnumarkaði og sjást þess þegar glögg merki. Samkvæmt spá OECD mun okkur takast á næsta ári að velta Mexíkó úr sessi með næsthæstu verðbólgu meðal aðildarríkjanna (Tyrkland trónir mun ofar). Við verðum þá komin á gamalkunnan stað: Sú vestræna þjóð sem verst tök hefur á verðbólgu.Fjármálaráðherra skilur og vill Af endurteknum orðum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra má ráða að hann áttar sig vel á stöðu og horfum í efnahagsmálum. Þá hefur hann ítrekað rætt um nauðsyn þess að beita aga við hagstjórn. Í Morgunblaðinu 24. maí er haft eftir honum að brýnt sé að gæta áfram aðhalds í ríkisfjármálum á næstu árum og tryggja að fjármál ríkisins ýti ekki undir verðbólgu. Hann sagði réttilega: „Við getum á mjög skömmum tíma sveiflast úr samdráttarskeiði yfir í þess háttar uppgangstíma, að við þurfum að fara að gæta að okkur, að valda ekki beinlínis verðbólgu með því að slaka á aðhaldinu.“Tími athafna Í þessu samhengi er ástæða til að rifja upp orð Bjarna á ársfundi Seðlabankans í mars: „...tímabært að við förum að búa okkur undir að vinna á móti þenslu til að tryggja varanlegan stöðugleika.“ Bjarni hlýtur að meina það sem hann segir. Því segi ég: Fjárlagafrumvarpið sem Bjarni leggur fram á Alþingi eftir þrjá mánuði verður að sýna myndarlegan afgang að frátöldum tekjum af hugsanlegri eignasölu og arðgreiðslu frá bönkum. Það verður að stíga á vaxtarbremsurnar, ekki til að nauðhemla heldur til að hægja á. Allt annað er efnahagslegur glannaskapur. Jafnframt vona ég að í fjárlagafrumvarpinu komi fram staðfastur og vaxandi metnaður ríkisstjórnarinnar til hvers kyns skipulagsúrbóta og hagræðingar í ríkisrekstri. Þá er ekki síður mikilvægt að ríkisvaldið beiti öllum sínum úrræðum til að ýta enn frekar undir samkeppni og aukna framleiðni á öllum sviðum þjóðfélagsins. Það er vænlegasta leiðin til að tryggja að við ráðum við öran hagvöxt ár eftir ár án þess að allt fari úr böndunum. Þannig komast lífskjör hér á landi í fremstu röð og geta verið þar til langframa.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun