Opið bréf til forsætisráðherra Kjartan Geirsson skrifar 10. júní 2014 00:00 Ef skuldaleiðréttingin er réttlætismál, hvar er þá mitt réttlæti, herra Sigmundur Davíð? Ég kaus Framsóknarflokkinn í síðustu alþingiskosningum vegna þess að sá flokkur lofaði mestu þegar kom að því að leiðrétta verðtryggðar skuldir heimilanna. Mér leist ágætlega á þær tillögur sem kynntar voru í nóvember síðastliðnum þó svo að ég hafi verið á þeirri skoðun að það réttasta í stöðunni væri að leiðrétta einungis lán þeirra sem keyptu fasteign á árunum 2005-2009. Það er nefnilega eini hópurinn sem varð fyrir forsendubresti, þar sem eignaverð lækkaði á tímum óðaverðbólgu á þessu tímabili. Skuldaleiðréttingin hefur hins vegar tekið töluverðum breytingum síðan hún var fyrst kynnt til sögunnar. Það átti að leiðrétta tímabilið frá 2007-2010 og leiðréttingin átti að taka til þess hluta verðbólgu sem fór yfir 4,8% á þessu tímabili. Síðan þá hafa ansi mörg lauf fallið af fallega Framsóknartrénu. Leiðréttingartímabilið hefur verið stytt í tvö ár auk þess sem fallið hefur verið frá vísitöluviðmiðinu (4,8%) og 80 milljarða hámark sett á niðurfellinguna sem þýðir að leiðrétting hvers og eins skerðist ef yfir 92% skuldara sækja um. Ákveðið var að fara „almenna leið“ í nafni sanngirni, jafnræðis og réttlætis. En þegar niðurstöður umsækjenda verða birtar í haust er ég hræddur um að margir þeir sem gerðu sér væntingar um skuldaleiðréttingu muni vakna upp við vondan draum. Fólki er mismunað eftir hjúskaparstöðu auk þess sem lánsveðshluti fólks er ekki leiðréttur þar sem veðið hvílir á annarri eign. Einnig geta þeir sem eru búsettir erlendis og hafa selt sína eign eða greitt upp sín lán ekki sótt sína leiðréttingu þar sem hún er framkvæmd í gegnum skattkerfið. Skuldaleiðréttingarfrumvarpið tilgreinir „heimili“ í stað þess að horfa á lántaka/skuldara í hverju tilviki fyrir sig. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort um er að ræða skyldmenni sem búa saman, hjón eða sambúðarfólk. Lögin eru samt skýr að því leyti að sambúð veitir engan rétt né skyldur yfir eignum og skuldum sambýlisaðila líkt og í hjónabandi. Samt sem áður er réttur sambúðarfólks til skuldaleiðréttingar skertur vegna maka og hafi einstaklingur verið í sambúð á árunum 2008-2009 í heild eða hluta, en er í annarri sambúð í lok árs 2013, þá getur viðkomandi lent í tvöfaldri skerðingu. Árið 2008 var ég í skráðri sambúð en þrátt fyrir að mín fyrrverandi sambýliskona hafi aldrei verið skráð fyrir eigninni né skuldinni er henni veitt skattaívilnun og minn réttur til leiðréttingar skertur á móti. Við vorum einungis skráð í sambúð þetta eina ár og er þá von að ég spyrji: Hver var hennar forsendubrestur? Seinnihluta ársins 2013 hóf ég sambúð að nýju. Samkvæmt frumvarpinu er ég og mín nýja sambýliskona skráð sem „heimili“. Við það skerðist minn hlutur enn og aftur og í þetta skipti niður í núll á þeim forsendum að sambýliskonan fékk 110% leiðréttingu árið 2011, löngu áður en við kynntumst. Ég spyr aftur: Hvað kemur það mér við að sambýliskona mín hafi fengið leiðréttingu áður en ég kynntist henni? Hvaða máli skiptir hjúskaparstaða mín núna, 5-6 árum eftir leiðréttingartímabilið, og þá sérstaklega þar sem hún hefur breyst frá leiðréttingartímabilinu auk þess sem einungis er um sambúð að ræða? Ég á ekkert tilkall til íbúðar núverandi sambýliskonu minnar, hvorki nú né við fráfall eða sambúðarslit, samt er réttur minn skertur vegna þessa. Mín lán hafa hækkað yfir 50% á níu árum og er eignin mín verulega yfirveðsett í dag. Ég spyr því: Hvernig er hægt að kalla þetta almenna aðgerð ef einstaklingar eins og ég, sem þurfa hvað mest á niðurfellingu að halda, eru skildir eftir vegna galla í útfærslu á meðan fólk sem borgar auðlegðarskatt fær sína leiðréttingu að hjúskaparskilyrðum uppfylltum? Hvar er mitt jafnrétti, mín sanngirni og mitt réttlæti í þessum aðgerðum, hæstvirtur forsætisráðherra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ef skuldaleiðréttingin er réttlætismál, hvar er þá mitt réttlæti, herra Sigmundur Davíð? Ég kaus Framsóknarflokkinn í síðustu alþingiskosningum vegna þess að sá flokkur lofaði mestu þegar kom að því að leiðrétta verðtryggðar skuldir heimilanna. Mér leist ágætlega á þær tillögur sem kynntar voru í nóvember síðastliðnum þó svo að ég hafi verið á þeirri skoðun að það réttasta í stöðunni væri að leiðrétta einungis lán þeirra sem keyptu fasteign á árunum 2005-2009. Það er nefnilega eini hópurinn sem varð fyrir forsendubresti, þar sem eignaverð lækkaði á tímum óðaverðbólgu á þessu tímabili. Skuldaleiðréttingin hefur hins vegar tekið töluverðum breytingum síðan hún var fyrst kynnt til sögunnar. Það átti að leiðrétta tímabilið frá 2007-2010 og leiðréttingin átti að taka til þess hluta verðbólgu sem fór yfir 4,8% á þessu tímabili. Síðan þá hafa ansi mörg lauf fallið af fallega Framsóknartrénu. Leiðréttingartímabilið hefur verið stytt í tvö ár auk þess sem fallið hefur verið frá vísitöluviðmiðinu (4,8%) og 80 milljarða hámark sett á niðurfellinguna sem þýðir að leiðrétting hvers og eins skerðist ef yfir 92% skuldara sækja um. Ákveðið var að fara „almenna leið“ í nafni sanngirni, jafnræðis og réttlætis. En þegar niðurstöður umsækjenda verða birtar í haust er ég hræddur um að margir þeir sem gerðu sér væntingar um skuldaleiðréttingu muni vakna upp við vondan draum. Fólki er mismunað eftir hjúskaparstöðu auk þess sem lánsveðshluti fólks er ekki leiðréttur þar sem veðið hvílir á annarri eign. Einnig geta þeir sem eru búsettir erlendis og hafa selt sína eign eða greitt upp sín lán ekki sótt sína leiðréttingu þar sem hún er framkvæmd í gegnum skattkerfið. Skuldaleiðréttingarfrumvarpið tilgreinir „heimili“ í stað þess að horfa á lántaka/skuldara í hverju tilviki fyrir sig. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort um er að ræða skyldmenni sem búa saman, hjón eða sambúðarfólk. Lögin eru samt skýr að því leyti að sambúð veitir engan rétt né skyldur yfir eignum og skuldum sambýlisaðila líkt og í hjónabandi. Samt sem áður er réttur sambúðarfólks til skuldaleiðréttingar skertur vegna maka og hafi einstaklingur verið í sambúð á árunum 2008-2009 í heild eða hluta, en er í annarri sambúð í lok árs 2013, þá getur viðkomandi lent í tvöfaldri skerðingu. Árið 2008 var ég í skráðri sambúð en þrátt fyrir að mín fyrrverandi sambýliskona hafi aldrei verið skráð fyrir eigninni né skuldinni er henni veitt skattaívilnun og minn réttur til leiðréttingar skertur á móti. Við vorum einungis skráð í sambúð þetta eina ár og er þá von að ég spyrji: Hver var hennar forsendubrestur? Seinnihluta ársins 2013 hóf ég sambúð að nýju. Samkvæmt frumvarpinu er ég og mín nýja sambýliskona skráð sem „heimili“. Við það skerðist minn hlutur enn og aftur og í þetta skipti niður í núll á þeim forsendum að sambýliskonan fékk 110% leiðréttingu árið 2011, löngu áður en við kynntumst. Ég spyr aftur: Hvað kemur það mér við að sambýliskona mín hafi fengið leiðréttingu áður en ég kynntist henni? Hvaða máli skiptir hjúskaparstaða mín núna, 5-6 árum eftir leiðréttingartímabilið, og þá sérstaklega þar sem hún hefur breyst frá leiðréttingartímabilinu auk þess sem einungis er um sambúð að ræða? Ég á ekkert tilkall til íbúðar núverandi sambýliskonu minnar, hvorki nú né við fráfall eða sambúðarslit, samt er réttur minn skertur vegna þessa. Mín lán hafa hækkað yfir 50% á níu árum og er eignin mín verulega yfirveðsett í dag. Ég spyr því: Hvernig er hægt að kalla þetta almenna aðgerð ef einstaklingar eins og ég, sem þurfa hvað mest á niðurfellingu að halda, eru skildir eftir vegna galla í útfærslu á meðan fólk sem borgar auðlegðarskatt fær sína leiðréttingu að hjúskaparskilyrðum uppfylltum? Hvar er mitt jafnrétti, mín sanngirni og mitt réttlæti í þessum aðgerðum, hæstvirtur forsætisráðherra?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun