Opið bréf til forsætisráðherra Kjartan Geirsson skrifar 10. júní 2014 00:00 Ef skuldaleiðréttingin er réttlætismál, hvar er þá mitt réttlæti, herra Sigmundur Davíð? Ég kaus Framsóknarflokkinn í síðustu alþingiskosningum vegna þess að sá flokkur lofaði mestu þegar kom að því að leiðrétta verðtryggðar skuldir heimilanna. Mér leist ágætlega á þær tillögur sem kynntar voru í nóvember síðastliðnum þó svo að ég hafi verið á þeirri skoðun að það réttasta í stöðunni væri að leiðrétta einungis lán þeirra sem keyptu fasteign á árunum 2005-2009. Það er nefnilega eini hópurinn sem varð fyrir forsendubresti, þar sem eignaverð lækkaði á tímum óðaverðbólgu á þessu tímabili. Skuldaleiðréttingin hefur hins vegar tekið töluverðum breytingum síðan hún var fyrst kynnt til sögunnar. Það átti að leiðrétta tímabilið frá 2007-2010 og leiðréttingin átti að taka til þess hluta verðbólgu sem fór yfir 4,8% á þessu tímabili. Síðan þá hafa ansi mörg lauf fallið af fallega Framsóknartrénu. Leiðréttingartímabilið hefur verið stytt í tvö ár auk þess sem fallið hefur verið frá vísitöluviðmiðinu (4,8%) og 80 milljarða hámark sett á niðurfellinguna sem þýðir að leiðrétting hvers og eins skerðist ef yfir 92% skuldara sækja um. Ákveðið var að fara „almenna leið“ í nafni sanngirni, jafnræðis og réttlætis. En þegar niðurstöður umsækjenda verða birtar í haust er ég hræddur um að margir þeir sem gerðu sér væntingar um skuldaleiðréttingu muni vakna upp við vondan draum. Fólki er mismunað eftir hjúskaparstöðu auk þess sem lánsveðshluti fólks er ekki leiðréttur þar sem veðið hvílir á annarri eign. Einnig geta þeir sem eru búsettir erlendis og hafa selt sína eign eða greitt upp sín lán ekki sótt sína leiðréttingu þar sem hún er framkvæmd í gegnum skattkerfið. Skuldaleiðréttingarfrumvarpið tilgreinir „heimili“ í stað þess að horfa á lántaka/skuldara í hverju tilviki fyrir sig. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort um er að ræða skyldmenni sem búa saman, hjón eða sambúðarfólk. Lögin eru samt skýr að því leyti að sambúð veitir engan rétt né skyldur yfir eignum og skuldum sambýlisaðila líkt og í hjónabandi. Samt sem áður er réttur sambúðarfólks til skuldaleiðréttingar skertur vegna maka og hafi einstaklingur verið í sambúð á árunum 2008-2009 í heild eða hluta, en er í annarri sambúð í lok árs 2013, þá getur viðkomandi lent í tvöfaldri skerðingu. Árið 2008 var ég í skráðri sambúð en þrátt fyrir að mín fyrrverandi sambýliskona hafi aldrei verið skráð fyrir eigninni né skuldinni er henni veitt skattaívilnun og minn réttur til leiðréttingar skertur á móti. Við vorum einungis skráð í sambúð þetta eina ár og er þá von að ég spyrji: Hver var hennar forsendubrestur? Seinnihluta ársins 2013 hóf ég sambúð að nýju. Samkvæmt frumvarpinu er ég og mín nýja sambýliskona skráð sem „heimili“. Við það skerðist minn hlutur enn og aftur og í þetta skipti niður í núll á þeim forsendum að sambýliskonan fékk 110% leiðréttingu árið 2011, löngu áður en við kynntumst. Ég spyr aftur: Hvað kemur það mér við að sambýliskona mín hafi fengið leiðréttingu áður en ég kynntist henni? Hvaða máli skiptir hjúskaparstaða mín núna, 5-6 árum eftir leiðréttingartímabilið, og þá sérstaklega þar sem hún hefur breyst frá leiðréttingartímabilinu auk þess sem einungis er um sambúð að ræða? Ég á ekkert tilkall til íbúðar núverandi sambýliskonu minnar, hvorki nú né við fráfall eða sambúðarslit, samt er réttur minn skertur vegna þessa. Mín lán hafa hækkað yfir 50% á níu árum og er eignin mín verulega yfirveðsett í dag. Ég spyr því: Hvernig er hægt að kalla þetta almenna aðgerð ef einstaklingar eins og ég, sem þurfa hvað mest á niðurfellingu að halda, eru skildir eftir vegna galla í útfærslu á meðan fólk sem borgar auðlegðarskatt fær sína leiðréttingu að hjúskaparskilyrðum uppfylltum? Hvar er mitt jafnrétti, mín sanngirni og mitt réttlæti í þessum aðgerðum, hæstvirtur forsætisráðherra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ef skuldaleiðréttingin er réttlætismál, hvar er þá mitt réttlæti, herra Sigmundur Davíð? Ég kaus Framsóknarflokkinn í síðustu alþingiskosningum vegna þess að sá flokkur lofaði mestu þegar kom að því að leiðrétta verðtryggðar skuldir heimilanna. Mér leist ágætlega á þær tillögur sem kynntar voru í nóvember síðastliðnum þó svo að ég hafi verið á þeirri skoðun að það réttasta í stöðunni væri að leiðrétta einungis lán þeirra sem keyptu fasteign á árunum 2005-2009. Það er nefnilega eini hópurinn sem varð fyrir forsendubresti, þar sem eignaverð lækkaði á tímum óðaverðbólgu á þessu tímabili. Skuldaleiðréttingin hefur hins vegar tekið töluverðum breytingum síðan hún var fyrst kynnt til sögunnar. Það átti að leiðrétta tímabilið frá 2007-2010 og leiðréttingin átti að taka til þess hluta verðbólgu sem fór yfir 4,8% á þessu tímabili. Síðan þá hafa ansi mörg lauf fallið af fallega Framsóknartrénu. Leiðréttingartímabilið hefur verið stytt í tvö ár auk þess sem fallið hefur verið frá vísitöluviðmiðinu (4,8%) og 80 milljarða hámark sett á niðurfellinguna sem þýðir að leiðrétting hvers og eins skerðist ef yfir 92% skuldara sækja um. Ákveðið var að fara „almenna leið“ í nafni sanngirni, jafnræðis og réttlætis. En þegar niðurstöður umsækjenda verða birtar í haust er ég hræddur um að margir þeir sem gerðu sér væntingar um skuldaleiðréttingu muni vakna upp við vondan draum. Fólki er mismunað eftir hjúskaparstöðu auk þess sem lánsveðshluti fólks er ekki leiðréttur þar sem veðið hvílir á annarri eign. Einnig geta þeir sem eru búsettir erlendis og hafa selt sína eign eða greitt upp sín lán ekki sótt sína leiðréttingu þar sem hún er framkvæmd í gegnum skattkerfið. Skuldaleiðréttingarfrumvarpið tilgreinir „heimili“ í stað þess að horfa á lántaka/skuldara í hverju tilviki fyrir sig. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort um er að ræða skyldmenni sem búa saman, hjón eða sambúðarfólk. Lögin eru samt skýr að því leyti að sambúð veitir engan rétt né skyldur yfir eignum og skuldum sambýlisaðila líkt og í hjónabandi. Samt sem áður er réttur sambúðarfólks til skuldaleiðréttingar skertur vegna maka og hafi einstaklingur verið í sambúð á árunum 2008-2009 í heild eða hluta, en er í annarri sambúð í lok árs 2013, þá getur viðkomandi lent í tvöfaldri skerðingu. Árið 2008 var ég í skráðri sambúð en þrátt fyrir að mín fyrrverandi sambýliskona hafi aldrei verið skráð fyrir eigninni né skuldinni er henni veitt skattaívilnun og minn réttur til leiðréttingar skertur á móti. Við vorum einungis skráð í sambúð þetta eina ár og er þá von að ég spyrji: Hver var hennar forsendubrestur? Seinnihluta ársins 2013 hóf ég sambúð að nýju. Samkvæmt frumvarpinu er ég og mín nýja sambýliskona skráð sem „heimili“. Við það skerðist minn hlutur enn og aftur og í þetta skipti niður í núll á þeim forsendum að sambýliskonan fékk 110% leiðréttingu árið 2011, löngu áður en við kynntumst. Ég spyr aftur: Hvað kemur það mér við að sambýliskona mín hafi fengið leiðréttingu áður en ég kynntist henni? Hvaða máli skiptir hjúskaparstaða mín núna, 5-6 árum eftir leiðréttingartímabilið, og þá sérstaklega þar sem hún hefur breyst frá leiðréttingartímabilinu auk þess sem einungis er um sambúð að ræða? Ég á ekkert tilkall til íbúðar núverandi sambýliskonu minnar, hvorki nú né við fráfall eða sambúðarslit, samt er réttur minn skertur vegna þessa. Mín lán hafa hækkað yfir 50% á níu árum og er eignin mín verulega yfirveðsett í dag. Ég spyr því: Hvernig er hægt að kalla þetta almenna aðgerð ef einstaklingar eins og ég, sem þurfa hvað mest á niðurfellingu að halda, eru skildir eftir vegna galla í útfærslu á meðan fólk sem borgar auðlegðarskatt fær sína leiðréttingu að hjúskaparskilyrðum uppfylltum? Hvar er mitt jafnrétti, mín sanngirni og mitt réttlæti í þessum aðgerðum, hæstvirtur forsætisráðherra?
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun