Lífið

Afhjúpandi ljósmyndasýning

Marín Manda skrifar
Erna Ómarsdóttir í hlutverki þolanda.
Erna Ómarsdóttir í hlutverki þolanda. Mynd/Ásta Kristjánsdóttir
Ásta Kristjánsdóttir opnar ljósmyndasýningu í samstarfi við Amnesty International kl. 17 á morgun í sýningarsalnum Gym&Tonic á Kex Hostel, Skúlagötu 28. 

„Allir eiga rétt á frelsi til ákvarðana um líf sitt og líkama. Víða eru þó margir sviptir þessum sjálfsákvörðunarrétti og sæta refsingu fyrir að nýta þann rétt. Í Úganda er fólk til dæmis sett á bak við lás og slá fyrir það eitt að elska einstakling af sama kyni.

Í El Salvador er fortakslaust bann við fóstureyðingum jafnvel þótt líf konu eða stúlku sé í húfi eða þungun afleiðing nauðgunar eða sifjaspells.

Þetta eru brot á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum sem kallast kyn- og frjósemisréttindi en milljónir sæta slíkum brotum á hverjum degi,“ segir Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari sem opnar ljósmyndasýninguna Minn líkami, mín réttindi í samvinnu við Íslandsdeild Amnesty International á Kexi Hosteli á morgun.

Sýningin er liður í herferð Amnesty International sem beinir sjónum að þessum réttindum fólks. Á sýningunni túlkar Ásta þær tilfinningar sem fólk upplifir þegar það sætir brotum á þessum réttindum sem lúta að kynferði, líkamanum, kynhneigð og frjósemi.

Þeir aðilar sem komu að þessu verkefni gáfu vinnu sína en í hlutverkum þolenda voru til dæmis Brynhildur Guðjónsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Erna Ómarsdóttir.- mm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.