Lífið

Jack White leikur nýtt efni

Tónlistarmaðurin Jack White kom fram í spjallþættinum The Tonight Show hjá Jimmy Fallon í gærkvöldi og lék þar tvö ný lög. Hann lék lögin Lazaretto og Just One Drink en myndbönd af flutningi Whites eru hér að neðan.

Þá kom hann einnig fram í The Tonight Show í síðasta mánuði þegar hann tók upp lagið Crazy eftir Willie Nelson með Neil Young og vakti það uppátæki mikla athygli.

Önnur sólóplata Whites, sem ber titilinn Lazaretto er komin út og hefur hann þegar tilkynnt þrjár tónleikadagsetningar í Bretlandi í nóvember.

Jack White "Lazaretto" ~ Jimmy Fallon's Tonight... by HumanSlinky





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.