Neyðarþjónusta áfram og frestun læknis-meðferða til vors? Reynir Arngrímsson skrifar 9. desember 2014 07:00 Nú er þriðja lota verkfallsaðgerða lækna hafin. Öllum bráða- og neyðartilvikum hefur verið sinnt en yfir 500 aðgerðir á biðlistum hafa verið felldar niður. Ótal rannsóknum og yfir 2.000 dag- og göngudeildarkomum á Landspítalanum hefur verið frestað. Um 130 speglanir og 60 hjartarannsóknir, þræðingar og gangráðsaðgerðir hafa beðið. Langan tíma getur tekið að grynnka aftur á vandanum sem var þó talsverður fyrir. Læknum þykir miður að þurfa að grípa til slíkra aðgerða. Ekki var hægt að horfa upp á núverandi ástand og hnignun heilbrigðiskerfisins öllu lengur. Ábyrgð á þessu ástandi er alfarið hjá stjórnvöldum. Læknar biðu frá sl. áramótum og fram eftir sumri eftir að ríkið fengist til að setjast að samningaborðinu. Ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í þær sex vikur sem aðgerðir hafa staðið með hléum. Samninganefndin hefur ekki fengið raunverulegt umboð til að semja við lækna. Embættismenn fjármála sitja enn þversum. Hafa greinilega ekki kynnt sér ástand heilbrigðisþjónustunnar í aðdraganda verkfallsins og uppsafnað álag og vaxandi vanda vegna skorts á bæði sérfræðilæknum og almennum læknum.Endurnýjun nái jafnvægi Læknar munu ekki láta af kröfum sínum fyrr en leiðrétting á þróun launaliða til jafns við aðrar heilbrigðisstéttir hefur náðst. Tryggt sé að kjör í boði séu hvatning til íslenskra lækna um að flytjast heim. Endurnýjunin nái jafnvægi á ný. Að læknaflóttinn hætti og stöðugildum fjölgi. Allt annað væri ábyrgðarleysi. Dýrkeypt frestun á því óumflýjanlega. Til að leysa hnútinn þurfa læknar umtalsverða leiðréttingu á grunnlaunum. Landsmenn skilja það. Um það virðist almenn sátt í þjóðfélaginu. Samstaða lækna á ríkisstofnunum er eindregin. Læknar hafa boðað áframhaldandi aðgerðir á nýju ári. Fjórar vikur í hverjum mánuði fram að páskum eða þar um bil. Nú með vaxandi þunga. Hvert svið í fjóra daga í senn í stað tveggja áður. Ekkert hlé á milli aðgerðalota eins og fyrir jól. Það sýnir alvöru málsins. Þjóðin hefur stutt kröfur lækna. Niðurstöður skoðanakannana sýna það rækilega. Mörg stéttarfélög hafa lýst yfir stuðningi. Samtök sjúklinga hafa áhyggjur af stöðu mála. Það kemur ekki á óvart.Úr böndunum Undanfarin ár hefur þjónustan á mörgum sviðum ekki verið viðunandi. Stöðugildum lækna hefur verið að fækka. Því fylgir að aðgengi að læknismeðferð hefur verið að dragast saman. Erfiðara verið að fá tíma og viðunandi úrlausn, hvort sem er í grunnþjónustu eða á sjúkrahúsum. Biðtími lengist og álag er mikið. Vaxandi fjöldi leitar á bráðamóttöku og aðra vaktþjónustu til að fá úrlausn mála sem eðlilegra hefði verið að leita í grunnþjónustu á heilsugæslu eða á skipulagðri sérfræðingsmóttöku. Þar hafa nýir læknar ekki fengist til starfa vegna dagvinnulaunakjara sem eru í boði hjá ríkinu. Slíkar bráðaheimsóknir draga úr skilvirkni kerfisins og eru dýrari kostur. Soga til sín starfskraft og fjármagn sem ætla mætti að væri betur varið til annars. Við þessar aðstæður fer reksturinn úr böndunum, kostnaðurinn rýkur upp og fjárhagsáætlanir heilbrigðisstofnana standast ekki. Hægt væri að fara betur með peningana. Það virðast embættismenn fjármála ekki skilja.Aðgerða krafist Kröfur um sparnað og samdrátt hafa komið víða niður á heilbrigðisþjónustunni. Sjá má þess dæmi t.d. í blóðsjúkdómum. Áður voru níu læknar á landinu sem sinntu þessu alvarlega heilsufarsvandamáli. Nú eru sex sérfræðilæknar í 4,6 stöðugildum á Landspítalanum. Þar af þrjú stöðugildi við meðferð illkynja blóðsjúkdóma. Enginn læknir með slíka sérmenntun er á heimleið. Þrír meltingarlæknar hafa nýlega sagt upp á Landspítalanum. Sá fjórði lét af störfum vegna aldurs fyrr á árinu. Engin endurnýjun er þar í augsýn. Spyrja verður hvort stjórnvöld hafi í raun og veru vilja til að takast á við vandann með samtökum lækna og stöðva þessa þróun. Aðgerða er krafist. Losa þarf um tregðuna. Hver verður áramótaboðskapur ríkisstjórnarinnar? Áframhaldandi uppsagnir lykilstarfsmanna í heilbrigðisþjónustunni eða verða alvöru viðræður hafnar og gengið til samninga við lækna? Þjóðin vill en þing ræður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er þriðja lota verkfallsaðgerða lækna hafin. Öllum bráða- og neyðartilvikum hefur verið sinnt en yfir 500 aðgerðir á biðlistum hafa verið felldar niður. Ótal rannsóknum og yfir 2.000 dag- og göngudeildarkomum á Landspítalanum hefur verið frestað. Um 130 speglanir og 60 hjartarannsóknir, þræðingar og gangráðsaðgerðir hafa beðið. Langan tíma getur tekið að grynnka aftur á vandanum sem var þó talsverður fyrir. Læknum þykir miður að þurfa að grípa til slíkra aðgerða. Ekki var hægt að horfa upp á núverandi ástand og hnignun heilbrigðiskerfisins öllu lengur. Ábyrgð á þessu ástandi er alfarið hjá stjórnvöldum. Læknar biðu frá sl. áramótum og fram eftir sumri eftir að ríkið fengist til að setjast að samningaborðinu. Ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í þær sex vikur sem aðgerðir hafa staðið með hléum. Samninganefndin hefur ekki fengið raunverulegt umboð til að semja við lækna. Embættismenn fjármála sitja enn þversum. Hafa greinilega ekki kynnt sér ástand heilbrigðisþjónustunnar í aðdraganda verkfallsins og uppsafnað álag og vaxandi vanda vegna skorts á bæði sérfræðilæknum og almennum læknum.Endurnýjun nái jafnvægi Læknar munu ekki láta af kröfum sínum fyrr en leiðrétting á þróun launaliða til jafns við aðrar heilbrigðisstéttir hefur náðst. Tryggt sé að kjör í boði séu hvatning til íslenskra lækna um að flytjast heim. Endurnýjunin nái jafnvægi á ný. Að læknaflóttinn hætti og stöðugildum fjölgi. Allt annað væri ábyrgðarleysi. Dýrkeypt frestun á því óumflýjanlega. Til að leysa hnútinn þurfa læknar umtalsverða leiðréttingu á grunnlaunum. Landsmenn skilja það. Um það virðist almenn sátt í þjóðfélaginu. Samstaða lækna á ríkisstofnunum er eindregin. Læknar hafa boðað áframhaldandi aðgerðir á nýju ári. Fjórar vikur í hverjum mánuði fram að páskum eða þar um bil. Nú með vaxandi þunga. Hvert svið í fjóra daga í senn í stað tveggja áður. Ekkert hlé á milli aðgerðalota eins og fyrir jól. Það sýnir alvöru málsins. Þjóðin hefur stutt kröfur lækna. Niðurstöður skoðanakannana sýna það rækilega. Mörg stéttarfélög hafa lýst yfir stuðningi. Samtök sjúklinga hafa áhyggjur af stöðu mála. Það kemur ekki á óvart.Úr böndunum Undanfarin ár hefur þjónustan á mörgum sviðum ekki verið viðunandi. Stöðugildum lækna hefur verið að fækka. Því fylgir að aðgengi að læknismeðferð hefur verið að dragast saman. Erfiðara verið að fá tíma og viðunandi úrlausn, hvort sem er í grunnþjónustu eða á sjúkrahúsum. Biðtími lengist og álag er mikið. Vaxandi fjöldi leitar á bráðamóttöku og aðra vaktþjónustu til að fá úrlausn mála sem eðlilegra hefði verið að leita í grunnþjónustu á heilsugæslu eða á skipulagðri sérfræðingsmóttöku. Þar hafa nýir læknar ekki fengist til starfa vegna dagvinnulaunakjara sem eru í boði hjá ríkinu. Slíkar bráðaheimsóknir draga úr skilvirkni kerfisins og eru dýrari kostur. Soga til sín starfskraft og fjármagn sem ætla mætti að væri betur varið til annars. Við þessar aðstæður fer reksturinn úr böndunum, kostnaðurinn rýkur upp og fjárhagsáætlanir heilbrigðisstofnana standast ekki. Hægt væri að fara betur með peningana. Það virðast embættismenn fjármála ekki skilja.Aðgerða krafist Kröfur um sparnað og samdrátt hafa komið víða niður á heilbrigðisþjónustunni. Sjá má þess dæmi t.d. í blóðsjúkdómum. Áður voru níu læknar á landinu sem sinntu þessu alvarlega heilsufarsvandamáli. Nú eru sex sérfræðilæknar í 4,6 stöðugildum á Landspítalanum. Þar af þrjú stöðugildi við meðferð illkynja blóðsjúkdóma. Enginn læknir með slíka sérmenntun er á heimleið. Þrír meltingarlæknar hafa nýlega sagt upp á Landspítalanum. Sá fjórði lét af störfum vegna aldurs fyrr á árinu. Engin endurnýjun er þar í augsýn. Spyrja verður hvort stjórnvöld hafi í raun og veru vilja til að takast á við vandann með samtökum lækna og stöðva þessa þróun. Aðgerða er krafist. Losa þarf um tregðuna. Hver verður áramótaboðskapur ríkisstjórnarinnar? Áframhaldandi uppsagnir lykilstarfsmanna í heilbrigðisþjónustunni eða verða alvöru viðræður hafnar og gengið til samninga við lækna? Þjóðin vill en þing ræður.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun