„Tips“ á samfélagsmiðlum Álfrún Björt Øfjörð Agnarsdóttir skrifar 9. desember 2014 07:00 Þeir sem hafa verið virkir á samfélagsmiðlum á borð við Facebook hafa líklega orðið varir við hópana „Beautytips“ og „Sjomlatips“. Þessir hópar eru kynjaskiptir, þ.e.a.s. eingöngu kvenmönnum er heimilaður aðgangur í Beautytips og eingöngu karlmönnum í Sjomlatips. Þessir hópar byggjast á því að meðlimir þeirra fá ráðleggingar og bera fram spurningar til félaga/vinkvenna innan þeirra um allt mögulegt sem gæti varðað einstaklinginn. Meðlimir í Beautytips eru nú um 14.000 og Sjomlatips 9.000. Báðir hóparnir tóku sig til og settu af stað safnanir. Þær gengu út á það að meðlimir hópanna lögðu inn pening á reikning og rann sá peningur óskertur til Mæðrastyrksnefndar. Að nota fjöldann til góðs, líkt og í þessu tilfelli, finnst mér framúrskarandi og hafa hóparnir safnað um 1,2 milljónum króna samanlagt. Þrátt fyrir allt góðviljaða fólkið í þessum hópum eru nokkur skemmd ber í klasanum. Eftir að hafa séð myndasafnið sem meðlimir Sjomlatips hlóðu upp á samskiptamiðilinn Snapchat get ég ekki á mér setið. Þar voru birtar niðrandi myndir af fólki og hlutgerving kvenna gríðarleg. Allt gert í nafnleysi internetsins. Ég skil ekki hvað drífur þessa „sjomla“ til þess að niðurlægja konur með því að merkja myndir af þeim með orðunum „nauðgunarefni“ eða dreifa myndum af þeim sem voru augljóslega ætlaðar einungis einum aðila. Stúlkur undir lögaldri eru helstu fórnarlömb þessarar dreifingar og veldur mér miklu hugarangri. Hvers konar heimur er það sem samþykkir slíkan gjörning? Ég vil taka það sérstaklega fram að það eru ekki allir meðlimir hópsins sekir um þessa hegðun, heldur einungis hluti af hópnum sem hefur greinilega ekki skilning á almennri virðingu fyrir jafningjum sínum. Þessari hegðun verður að útrýma, sama hvort hún er af hendi karla eða kvenna. Þar sem þetta er vandamál sem bæði kynin þurfa að takast á við tel ég kynjaskiptingu þessara hópa óþarfa, en það er hins vegar efni í aðra grein. Vegna fjölda meðlima í hópunum, Sjomlatips og Beautytips, hafa þeir grundvöll til að útrýma þessari hegðun og efla virðingu fyrir náunganum. Þeir hafa sýnt fram á að með því að leggjast á eitt er hægt að gera gott í krafti fjöldans, er ekki betra að sýna samstöðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa verið virkir á samfélagsmiðlum á borð við Facebook hafa líklega orðið varir við hópana „Beautytips“ og „Sjomlatips“. Þessir hópar eru kynjaskiptir, þ.e.a.s. eingöngu kvenmönnum er heimilaður aðgangur í Beautytips og eingöngu karlmönnum í Sjomlatips. Þessir hópar byggjast á því að meðlimir þeirra fá ráðleggingar og bera fram spurningar til félaga/vinkvenna innan þeirra um allt mögulegt sem gæti varðað einstaklinginn. Meðlimir í Beautytips eru nú um 14.000 og Sjomlatips 9.000. Báðir hóparnir tóku sig til og settu af stað safnanir. Þær gengu út á það að meðlimir hópanna lögðu inn pening á reikning og rann sá peningur óskertur til Mæðrastyrksnefndar. Að nota fjöldann til góðs, líkt og í þessu tilfelli, finnst mér framúrskarandi og hafa hóparnir safnað um 1,2 milljónum króna samanlagt. Þrátt fyrir allt góðviljaða fólkið í þessum hópum eru nokkur skemmd ber í klasanum. Eftir að hafa séð myndasafnið sem meðlimir Sjomlatips hlóðu upp á samskiptamiðilinn Snapchat get ég ekki á mér setið. Þar voru birtar niðrandi myndir af fólki og hlutgerving kvenna gríðarleg. Allt gert í nafnleysi internetsins. Ég skil ekki hvað drífur þessa „sjomla“ til þess að niðurlægja konur með því að merkja myndir af þeim með orðunum „nauðgunarefni“ eða dreifa myndum af þeim sem voru augljóslega ætlaðar einungis einum aðila. Stúlkur undir lögaldri eru helstu fórnarlömb þessarar dreifingar og veldur mér miklu hugarangri. Hvers konar heimur er það sem samþykkir slíkan gjörning? Ég vil taka það sérstaklega fram að það eru ekki allir meðlimir hópsins sekir um þessa hegðun, heldur einungis hluti af hópnum sem hefur greinilega ekki skilning á almennri virðingu fyrir jafningjum sínum. Þessari hegðun verður að útrýma, sama hvort hún er af hendi karla eða kvenna. Þar sem þetta er vandamál sem bæði kynin þurfa að takast á við tel ég kynjaskiptingu þessara hópa óþarfa, en það er hins vegar efni í aðra grein. Vegna fjölda meðlima í hópunum, Sjomlatips og Beautytips, hafa þeir grundvöll til að útrýma þessari hegðun og efla virðingu fyrir náunganum. Þeir hafa sýnt fram á að með því að leggjast á eitt er hægt að gera gott í krafti fjöldans, er ekki betra að sýna samstöðu?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar