Íslenskt óveður lék Land Rover leiðangur grátt 9. desember 2014 10:50 Land Rover Discovery Sport á Íslandi. Á annað hundrað Land Rover Discovery Sport bílar eru staddir hér á landi vegna kynningar á þessari nýju bílgerð frá Land Rover. Vísir greindi frá því í síðustu viku en verðmæti þeirra samanlagt er talið um hálfur milljarður króna. Er þeim ekið af bílablaðamönnum frá öllum heimshornum á fáförnum vegum hérlendis. Verður það gert í meira en í mánuð samfellt og nýir og nýir blaðamenn koma og reyna á jeppana þar sem mætir þeim óblíð náttúra og varasöm veður. Greinilega er ekki nóg að vera á góðum jeppum frá Land Rover þegar náttúruöflin byrsta sig eins og undanfarið hér á landi. Í einni ferð blaðamannanna gerði svo snælduvitlaust veður að skilja varð einn þeirra eftir og þurfti stórvirka vinnuvél til að moka aðra bíla leiðangursins út. Mjög skemmtilega frásögn írsk blaðamannsins Michael McAleer má sjá hér. Greinilegt er að honum fannst nóg um það veður sem leiðangursmenn glímdu við á ferð sinni hér. Velti hann meðal annars fyrir sér hvort ekki væri best að skilja umræddan jeppa eftir í snjónum svo næstu kynslóðir átti sig á því að jafnvel flottustu jepparnir geti þurft að játa sig sigraða í baráttu við veður og vinda. Hætt er við því að fleiri blaðamenn lendi í ævintýrum ef náttúran heldur áfram byrsta sig næstu vikurnar á landinu. Veður Tengdar fréttir Jeppar að verðmæti eins og hálfs milljarðs króna hér á landi Stór alþjóðleg kynning fyrir bílablaðamenn fer fram hér á landi næstu sex vikurnar. Búist er við yfir þúsund erlendum blaðamönnum. 3. desember 2014 15:26 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent
Á annað hundrað Land Rover Discovery Sport bílar eru staddir hér á landi vegna kynningar á þessari nýju bílgerð frá Land Rover. Vísir greindi frá því í síðustu viku en verðmæti þeirra samanlagt er talið um hálfur milljarður króna. Er þeim ekið af bílablaðamönnum frá öllum heimshornum á fáförnum vegum hérlendis. Verður það gert í meira en í mánuð samfellt og nýir og nýir blaðamenn koma og reyna á jeppana þar sem mætir þeim óblíð náttúra og varasöm veður. Greinilega er ekki nóg að vera á góðum jeppum frá Land Rover þegar náttúruöflin byrsta sig eins og undanfarið hér á landi. Í einni ferð blaðamannanna gerði svo snælduvitlaust veður að skilja varð einn þeirra eftir og þurfti stórvirka vinnuvél til að moka aðra bíla leiðangursins út. Mjög skemmtilega frásögn írsk blaðamannsins Michael McAleer má sjá hér. Greinilegt er að honum fannst nóg um það veður sem leiðangursmenn glímdu við á ferð sinni hér. Velti hann meðal annars fyrir sér hvort ekki væri best að skilja umræddan jeppa eftir í snjónum svo næstu kynslóðir átti sig á því að jafnvel flottustu jepparnir geti þurft að játa sig sigraða í baráttu við veður og vinda. Hætt er við því að fleiri blaðamenn lendi í ævintýrum ef náttúran heldur áfram byrsta sig næstu vikurnar á landinu.
Veður Tengdar fréttir Jeppar að verðmæti eins og hálfs milljarðs króna hér á landi Stór alþjóðleg kynning fyrir bílablaðamenn fer fram hér á landi næstu sex vikurnar. Búist er við yfir þúsund erlendum blaðamönnum. 3. desember 2014 15:26 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent
Jeppar að verðmæti eins og hálfs milljarðs króna hér á landi Stór alþjóðleg kynning fyrir bílablaðamenn fer fram hér á landi næstu sex vikurnar. Búist er við yfir þúsund erlendum blaðamönnum. 3. desember 2014 15:26