Um mikilvægi samráðs Ásthildur Sturludóttir skrifar 29. júlí 2014 07:30 Varla hefur farið fram hjá neinum umræðan um sameiningu heilbrigðisstofnana, sýslumanns- og lögreglustjóraembætta á landsbyggðinni á síðustu misserum. Viðbrögðin hafa verið hörð hjá heimamönnum, eðlilega, þar sem um stórkostlega samfélagsbreytingu er að ræða í þorpunum sem um ræðir. Hugmyndirnar eru svo sem ekki nýjar af nálinni því í hvert sinn sem ný ríkisstjórn tekur við stjórnartaumunum eru sameiningar stofnana á landsbyggðinni fyrstu tillögur nýrra ráðherra. Mörgum þykir e.t.v. einkennileg þessi heita umræða og hörð mótmæli íbúa, en sannleikurinn er sá að málflutningur heimamanna snýst um að í boði sé sjálfsögð þjónusta við íbúa, atvinnutækifæri og eðlileg samfélagsmynd. Hvernig samfélag væri það ef örfáir íbúar höfuðborgarsvæðisins væru með háskólamenntun og aðra sérmenntun? Er það samfélag líklegt til framfara? Með téðum breytingum er aldagamalli hefð um staðsetningu sýslumanna og sjálfstæðra heilbrigðisstofnana raskað. Sem dæmi þá hefur á Patreksfirði setið sýslumaður síðan 1881 og sjúkrahús verið starfrækt frá árinu 1902. Sjúkrahús eru öryggisnet og ein grundvallarforsenda þess að byggð hefur haldist í landinu okkar. Öryggi íbúanna ætti að vera forgangsmál en ekki excel-æfingar embættismanna sem sjá það fyrir sér að mikill sparnaður geti orðið af niðurskurði á landsbyggðinni. Margir hafa hins vegar dregið í efa að einhver sparnaður hafi orðið af sameiningu stofnana. Aðstæður á Vestfjörðum eru einstakar þegar litið er á samgöngur. Sunnanverðir Vestfirðir eru eyland stóran hluta ársins. Frá október og fram í maí er ekki hægt að tryggja samgöngur milli norður- og suðursvæðis og leiðin til Reykjavíkur getur verið torfær. Það væri áhugavert fyrir þessa ágætu höfunda sameiningarhugmyndanna að vera fastir á Hálfdan um hávetur á leið í sjúkraflug. Ef til vill yrðu hugmyndirnar aðrar. Viðbrögð embættismanna og ráðamanna eru fjarri því að vera ásættanleg; heimafólk hefur hingað til ekki fengið að taka þátt í undirbúningi eða ákvörðunum. Allir hagsmunaaðilar hafa hins vegar mótmælt; sveitarstjórnir á Vestfjörðum, Fjórðungssambandið og þingmenn kjördæmisins og starfsfólk sjúkrastofnananna. Ekkert er hlustað á þessa aðila sem þekkja reksturinn og þjónustuna best. Ekkert samráð hefur átt sér stað þó svo að ætlast sé til þess af löggjafanum. Óvissa og óöryggi magnast hjá íbúum og starfsfólki stofnananna enda fátt vitað um framhaldið. Enn er tími til þess að taka aðra ákvörðun út frá hagsmunum heimamanna og í samráði við þá. Það eru hinar réttu þjóðhagslegu ákvarðanir og um þetta verður að nást sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Varla hefur farið fram hjá neinum umræðan um sameiningu heilbrigðisstofnana, sýslumanns- og lögreglustjóraembætta á landsbyggðinni á síðustu misserum. Viðbrögðin hafa verið hörð hjá heimamönnum, eðlilega, þar sem um stórkostlega samfélagsbreytingu er að ræða í þorpunum sem um ræðir. Hugmyndirnar eru svo sem ekki nýjar af nálinni því í hvert sinn sem ný ríkisstjórn tekur við stjórnartaumunum eru sameiningar stofnana á landsbyggðinni fyrstu tillögur nýrra ráðherra. Mörgum þykir e.t.v. einkennileg þessi heita umræða og hörð mótmæli íbúa, en sannleikurinn er sá að málflutningur heimamanna snýst um að í boði sé sjálfsögð þjónusta við íbúa, atvinnutækifæri og eðlileg samfélagsmynd. Hvernig samfélag væri það ef örfáir íbúar höfuðborgarsvæðisins væru með háskólamenntun og aðra sérmenntun? Er það samfélag líklegt til framfara? Með téðum breytingum er aldagamalli hefð um staðsetningu sýslumanna og sjálfstæðra heilbrigðisstofnana raskað. Sem dæmi þá hefur á Patreksfirði setið sýslumaður síðan 1881 og sjúkrahús verið starfrækt frá árinu 1902. Sjúkrahús eru öryggisnet og ein grundvallarforsenda þess að byggð hefur haldist í landinu okkar. Öryggi íbúanna ætti að vera forgangsmál en ekki excel-æfingar embættismanna sem sjá það fyrir sér að mikill sparnaður geti orðið af niðurskurði á landsbyggðinni. Margir hafa hins vegar dregið í efa að einhver sparnaður hafi orðið af sameiningu stofnana. Aðstæður á Vestfjörðum eru einstakar þegar litið er á samgöngur. Sunnanverðir Vestfirðir eru eyland stóran hluta ársins. Frá október og fram í maí er ekki hægt að tryggja samgöngur milli norður- og suðursvæðis og leiðin til Reykjavíkur getur verið torfær. Það væri áhugavert fyrir þessa ágætu höfunda sameiningarhugmyndanna að vera fastir á Hálfdan um hávetur á leið í sjúkraflug. Ef til vill yrðu hugmyndirnar aðrar. Viðbrögð embættismanna og ráðamanna eru fjarri því að vera ásættanleg; heimafólk hefur hingað til ekki fengið að taka þátt í undirbúningi eða ákvörðunum. Allir hagsmunaaðilar hafa hins vegar mótmælt; sveitarstjórnir á Vestfjörðum, Fjórðungssambandið og þingmenn kjördæmisins og starfsfólk sjúkrastofnananna. Ekkert er hlustað á þessa aðila sem þekkja reksturinn og þjónustuna best. Ekkert samráð hefur átt sér stað þó svo að ætlast sé til þess af löggjafanum. Óvissa og óöryggi magnast hjá íbúum og starfsfólki stofnananna enda fátt vitað um framhaldið. Enn er tími til þess að taka aðra ákvörðun út frá hagsmunum heimamanna og í samráði við þá. Það eru hinar réttu þjóðhagslegu ákvarðanir og um þetta verður að nást sátt.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar