Borgarstjórn berst gegn friðlýsingu gamalla húsa! Björn B. Björnsson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Við sem studdum núverandi meirihluta til valda í Reykjavík fyrir fjórum árum hefðum seint trúað því að sá meirihluti myndi nota krafta sína til að berjast gegn friðlýsingu gamalla húsa í miðborginni. En sú er því miður raunin. Minjastofnun vill friðlýsa sjö hús við Ingólfstorg til að varðveita götumynd gamalla húsa á þremur hliðum torgsins. Aðeins einn af eigendum þessara húsa hefur gert athugasemdir við þessa fyrirætlan – hinir ekki. Þá bregður svo við að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur rís upp til að mótmæla fyrirhugaðri friðlýsingu. Það er að því er ég best veit einsdæmi í sögu Reykjavíkur að borgin beiti sér með þessum hætti gegn friðlýsingu gamalla húsa og mun sú skömm lengi uppi. En hver er húseigandinn sem einn mótmælti friðlýsingunni og fékk svo þennan öfluga en óvenjulega stuðning frá borginni? Jú, það er maðurinn sem á Landsímahúsið og fékk nýlega afgreitt hjá borginni nýtt deiliskipulag fyrir reitinn sinn sem leyfir honum að hafa þar hótel sem ekki var heimilt áður. Þeirri afgreiðslu mótmæltu 18.000 Reykvíkingar með undirskrift sinni, 200 helstu tónlistarmenn og hljómsveitir landsins og 3.000 manns mættu á útifund gegn þeim áformum – en allt kom fyrir ekki.Undrandi og reið En andstaða við fyrirhugað risahótel hefur ekki bara komið frá almenningi, því Alþingi hefur ítrekað mótmælt harðlega. Borgin hefur ekki heldur hlustað á þau sjónarmið og því er allt útlit fyrir að þingið neyðist sjálft til grípa til ráðstafana til að tryggja umhverfi og öryggi Alþingis til frambúðar. En hver eru þau góðu verk sem gera þennan húseiganda að þeim mikla vini Reykjavíkur að borgin sé tilbúin að slást við Alþingi, Minjastofnun og almenning til að hann fái að byggja sitt stóra hótel í hjarta Reykjavíkur? Spyr sá sem ekki veit. Ég veit bara að þessi maður keypti fyrir nokkrum árum gamalt hús við Ingólfstorg, reif það, byggði þar hótel og seldi síðan. Svo sá ég í blaði um daginn að hann á að mæta fyrir rétt í Reykjavík á næstunni til að svara fyrir ákæru um skattsvik. Er ekki tilvalið að borgin mótmæli því? Það væri sennilega líka einsdæmi. En að öllu gamni slepptu þá eru fjölmörg okkar, sem studdum núverandi meirihluta, bæði undrandi og reið vegna dæmalausrar framgöngu borgarinnar í þessu máli sem nú er kórónuð með mótmælum meirihlutans gegn friðlýsingu gamalla húsa í miðborginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Við sem studdum núverandi meirihluta til valda í Reykjavík fyrir fjórum árum hefðum seint trúað því að sá meirihluti myndi nota krafta sína til að berjast gegn friðlýsingu gamalla húsa í miðborginni. En sú er því miður raunin. Minjastofnun vill friðlýsa sjö hús við Ingólfstorg til að varðveita götumynd gamalla húsa á þremur hliðum torgsins. Aðeins einn af eigendum þessara húsa hefur gert athugasemdir við þessa fyrirætlan – hinir ekki. Þá bregður svo við að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur rís upp til að mótmæla fyrirhugaðri friðlýsingu. Það er að því er ég best veit einsdæmi í sögu Reykjavíkur að borgin beiti sér með þessum hætti gegn friðlýsingu gamalla húsa og mun sú skömm lengi uppi. En hver er húseigandinn sem einn mótmælti friðlýsingunni og fékk svo þennan öfluga en óvenjulega stuðning frá borginni? Jú, það er maðurinn sem á Landsímahúsið og fékk nýlega afgreitt hjá borginni nýtt deiliskipulag fyrir reitinn sinn sem leyfir honum að hafa þar hótel sem ekki var heimilt áður. Þeirri afgreiðslu mótmæltu 18.000 Reykvíkingar með undirskrift sinni, 200 helstu tónlistarmenn og hljómsveitir landsins og 3.000 manns mættu á útifund gegn þeim áformum – en allt kom fyrir ekki.Undrandi og reið En andstaða við fyrirhugað risahótel hefur ekki bara komið frá almenningi, því Alþingi hefur ítrekað mótmælt harðlega. Borgin hefur ekki heldur hlustað á þau sjónarmið og því er allt útlit fyrir að þingið neyðist sjálft til grípa til ráðstafana til að tryggja umhverfi og öryggi Alþingis til frambúðar. En hver eru þau góðu verk sem gera þennan húseiganda að þeim mikla vini Reykjavíkur að borgin sé tilbúin að slást við Alþingi, Minjastofnun og almenning til að hann fái að byggja sitt stóra hótel í hjarta Reykjavíkur? Spyr sá sem ekki veit. Ég veit bara að þessi maður keypti fyrir nokkrum árum gamalt hús við Ingólfstorg, reif það, byggði þar hótel og seldi síðan. Svo sá ég í blaði um daginn að hann á að mæta fyrir rétt í Reykjavík á næstunni til að svara fyrir ákæru um skattsvik. Er ekki tilvalið að borgin mótmæli því? Það væri sennilega líka einsdæmi. En að öllu gamni slepptu þá eru fjölmörg okkar, sem studdum núverandi meirihluta, bæði undrandi og reið vegna dæmalausrar framgöngu borgarinnar í þessu máli sem nú er kórónuð með mótmælum meirihlutans gegn friðlýsingu gamalla húsa í miðborginni.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar