Er hálfur seðill gjaldgengur? Svar til ritstjóra Seðlabanka Íslands Skarphéðinn Þórsson skrifar 18. janúar 2014 06:00 Er ég birti grein mína þann 14. janúar síðastliðinn, „Harmsögu úr strætó“, bjóst ég ekki við jafn miklu fjaðrafoki, en það er engu líkara en að neisti hafi verið kveiktur í púðurtunnu. Eitt er þó ljóst, goðsagan um hvort hálfur peningaseðill sé gjaldgengur er langþráð leyndarmál sem alla þyrstir í að vita hvort sönn sé. Vil ég hér með svara ritstjóra Seðlabanka Íslands, Stefáni Jóhanni Stefánssyni, er sagði í viðtali við blaðamann DV að ekki væri hægt „að skipta þúsund krónu seðli í tvo fimmhundruð króna seðla með því að rífa hann í tvennt og greiða þannig fyrir vöru eða þjónustu.“ Stefán gerir þó „ráð fyrir að bankar taki við [hálfum seðlum] í einhverjum tilvikum því Seðlabankinn hefur viðskipti við viðskiptabankana og sparisjóðina. Bankarnir geta því komið með slíka seðla til Seðlabankans og fengið nýjan seðil í staðinn… Seðlabankinn…innleysir skemmda seðla, honum er skylt að gera það að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar. Ef að það er eitthvað athugavert við seðilinn þá getur starfsmaður, t.d. í verslun, neitað að taka við honum.“Hvar og hvenær hættir seðillinn að virka?Viðskiptabönkum ætti að vera fullljóst að þeir geta skipt út hálfum seðli fyrir nýjan og þeim er því hættulaust að samþykkja hálfa seðla frá viðskiptavinum sínum, vitandi að Seðlabankanum er skylt að innleysa slíka seðla. Viðskiptavini bankans, einstaklingi sem og rekstraraðila, sem veit að bankinn samþykkir hálfa seðla er því einnig hættulaust að samþykkja slíka seðla sem greiðslu. Getur viðskiptavinurinn því farið með seðilinn í bankann og greitt niður skuldir eða lagt verðmæti hans inn á bankabók. Leikur einn er að telja hinn hálfa seðil fram til skatts því í bókhaldi er hann óaðgreinanlegur frá öðrum peningum. Hér má einnig bæta við að seðlar í umferð lifa sjaldnast lengur en í örfá ár og því er ekki um undantekningardæmi að ræða þegar viðskiptabankar fara með sundurtætta og illa farna seðla upp í Seðlabanka Íslands til þess að skipta þeim út fyrir nýja. Má því áætla að kostnaður viðskiptabanka aukist ekki við það að fara með hálfa seðla upp í Seðlabanka. Að þessu virtu er erfitt að segja til um hvenær ómögulegt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með hálfum seðli, þ.e. að seðillinn verði að gallaðri greiðslu. Því ræður líklegast vanþekking þjónustuaðila. Hafa ber í huga að umrædd reglugerð, er skyldar Seðlabanka Íslands að innleysa hálfa seðla sem sett er með stoðum í 7.gr. laga um gjaldmiðil Íslands, er langt í frá að vera öllum alkunn. Einnig kann að vera að rekstraraðilar banni starfsfólki sínu að taka á móti hálfum seðlum til þess að fyrirbyggja mistök, en t.a.m. verður minnst einn fjórði af flatarmáli seðilsins að fylgja með raðnúmerinu. Ljóst er að hið opinbera getur ekki stöðvað greiðslur með hálfum seðlum, því er ekkert takmark á hve oft hálfur seðill getur skipt um hendur svo lengi sem hann er samþykktur, og er Seðlabanka Íslands skylt að innleysa slíka seðla. Virðist því verðmæti hálfra seðla velta á því hvort viðskiptabankar séu viljugir að taka á móti slíkum seðlum, einkareknum fyrirtækjum sem hafa það eina markmið að safna peningum. Þann dag sem bankar neita að taka við peningum mun ég éta hattinn minn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Er ég birti grein mína þann 14. janúar síðastliðinn, „Harmsögu úr strætó“, bjóst ég ekki við jafn miklu fjaðrafoki, en það er engu líkara en að neisti hafi verið kveiktur í púðurtunnu. Eitt er þó ljóst, goðsagan um hvort hálfur peningaseðill sé gjaldgengur er langþráð leyndarmál sem alla þyrstir í að vita hvort sönn sé. Vil ég hér með svara ritstjóra Seðlabanka Íslands, Stefáni Jóhanni Stefánssyni, er sagði í viðtali við blaðamann DV að ekki væri hægt „að skipta þúsund krónu seðli í tvo fimmhundruð króna seðla með því að rífa hann í tvennt og greiða þannig fyrir vöru eða þjónustu.“ Stefán gerir þó „ráð fyrir að bankar taki við [hálfum seðlum] í einhverjum tilvikum því Seðlabankinn hefur viðskipti við viðskiptabankana og sparisjóðina. Bankarnir geta því komið með slíka seðla til Seðlabankans og fengið nýjan seðil í staðinn… Seðlabankinn…innleysir skemmda seðla, honum er skylt að gera það að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar. Ef að það er eitthvað athugavert við seðilinn þá getur starfsmaður, t.d. í verslun, neitað að taka við honum.“Hvar og hvenær hættir seðillinn að virka?Viðskiptabönkum ætti að vera fullljóst að þeir geta skipt út hálfum seðli fyrir nýjan og þeim er því hættulaust að samþykkja hálfa seðla frá viðskiptavinum sínum, vitandi að Seðlabankanum er skylt að innleysa slíka seðla. Viðskiptavini bankans, einstaklingi sem og rekstraraðila, sem veit að bankinn samþykkir hálfa seðla er því einnig hættulaust að samþykkja slíka seðla sem greiðslu. Getur viðskiptavinurinn því farið með seðilinn í bankann og greitt niður skuldir eða lagt verðmæti hans inn á bankabók. Leikur einn er að telja hinn hálfa seðil fram til skatts því í bókhaldi er hann óaðgreinanlegur frá öðrum peningum. Hér má einnig bæta við að seðlar í umferð lifa sjaldnast lengur en í örfá ár og því er ekki um undantekningardæmi að ræða þegar viðskiptabankar fara með sundurtætta og illa farna seðla upp í Seðlabanka Íslands til þess að skipta þeim út fyrir nýja. Má því áætla að kostnaður viðskiptabanka aukist ekki við það að fara með hálfa seðla upp í Seðlabanka. Að þessu virtu er erfitt að segja til um hvenær ómögulegt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með hálfum seðli, þ.e. að seðillinn verði að gallaðri greiðslu. Því ræður líklegast vanþekking þjónustuaðila. Hafa ber í huga að umrædd reglugerð, er skyldar Seðlabanka Íslands að innleysa hálfa seðla sem sett er með stoðum í 7.gr. laga um gjaldmiðil Íslands, er langt í frá að vera öllum alkunn. Einnig kann að vera að rekstraraðilar banni starfsfólki sínu að taka á móti hálfum seðlum til þess að fyrirbyggja mistök, en t.a.m. verður minnst einn fjórði af flatarmáli seðilsins að fylgja með raðnúmerinu. Ljóst er að hið opinbera getur ekki stöðvað greiðslur með hálfum seðlum, því er ekkert takmark á hve oft hálfur seðill getur skipt um hendur svo lengi sem hann er samþykktur, og er Seðlabanka Íslands skylt að innleysa slíka seðla. Virðist því verðmæti hálfra seðla velta á því hvort viðskiptabankar séu viljugir að taka á móti slíkum seðlum, einkareknum fyrirtækjum sem hafa það eina markmið að safna peningum. Þann dag sem bankar neita að taka við peningum mun ég éta hattinn minn.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar