Lífið

"Haglstormur og eldingar, algjör viðbjóður“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Harry og Halla á toppi Kilimanjaro.
Harry og Halla á toppi Kilimanjaro. mynd/úr einkasafni
Leikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir náði þeim áfanga í vikunni að klífa hæsta tind Evrópu, eldfjallið Elbrus. Hún segir ferðina hafa tekið á.

„Veðrið var hræðilegt svo þetta var gríðarlega erfið ferð. Haglstormur og eldingar, algjör viðbjóður,“ segir Halla en þetta er fjórði af tindunum sjö, hæstu tindum hverrar heimsálfu, sem hún klífur.

Fyrir þessa ferð var hún búin að ná á topp Aconcagua í Suður-Ameríku, Kilimanjaro í Afríku og Vinson Massif á Suðurskautslandinu.

Halla kleif Elbrus með kærasta sínum, Harry Koppel, og föður sínum, Vilhjálmi Guðjónssyni, en hún er ekki með neitt sérstakt markmið í huga hvað fjallgöngur varðar og tekur bara einn tind í einu.


Tengdar fréttir

Á Suðurskautinu á aðfangadag

Halla Vilhjálmsdóttir heldur til Suðurskautsins í dag að ganga á hæsta tind skautsins, Vinson Massif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×