„Besta grínpersóna sem sköpuð hefur verið“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. janúar 2014 08:00 Árni Sveinsson, Ragnar Hansson og Hugleikur Dagsson eru meðal meðlima aðdáendahóps Alans Partridge. Fréttablaðið/GVA „Ég vildi breiða út boðskapinn,“ segir Ragnar Hansson kvikmyndargerðarmaður og maðurinn að baki aðdáendahóps Alans Gordons Partridge á Íslandi. „Ég byrjaði með þennan hóp á Facebook því ég hef verið gallharður aðdáandi þessa karakters í gegnum árin. Ég vissi að ég ætti vini sem væru sama sinnis og bauð þeim að vera með fyrir tveimur eða þremur árum,“ segir Ragnar um tilkomu hópsins. „Við höfum haldið þessu mjög aktívu og nýlega opnuðum við fyrir umsóknir í grúppuna, en til að öðlast inngöngu í hópinn þurftu tilvonandi meðlimir að setja inn uppáhaldstilvitnanir sínar í karakterinn,“ segir Ragnar. Meðal meðlima í aðdáendahópnum eru höfundurinn Hugleikur Dagsson, tónlistar- og myndlistarmaðurinn Lóa Hjálmtýsdóttir og kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson. Karakterinn hefur haft mikil áhrif á Ragnar. „Alan Partridge hefur fylgt mér síðan seint á síðustu öld og litað mitt líf. Ég leikstýrði til dæmis Sigtinu með Frímanni Gunnarssyni og var þar sakaður um að hafa stolið svolítið af hugmyndum frá Partridge. Það er alls ekki rétt, enda eru Frímann og Alan Partridge mjög ólíkir, þó að þeir séu báðir mislukkaðir fjölmiðlamenn,“ útskýrir Ragnar, sem segist hafa kveikt á Partridge þegar hann sá hann fyrst á VHS-spólu hjá vini sínum, Gauki Úlfarssyni. „Það var vegna þess að hann minnti mig svo á pabba minn að mér fannst hann svona fyndinn. Svo átti ég leið til London skömmu síðar og keypti þættina á VHS-spólu og gaf pabba sem var ekkert sérstaklega ánægður með gjöfina,“ segir Ragnar léttur í bragði, og bætir við að Frímann hafi verið byggður að miklu leyti á pabba hans. „Þessi húmor hefur haft gríðarleg áhrif á mig og Alan Partridge er án efa besta grínpersóna sem sköpuð hefur verið. Ég get alltaf hlegið að honum. Og þó að Steve Coogan sé búinn að leika hann í tuttugu ár hefur hann alltaf haldið gríðarlega miklum metnaði, sem ég kann vel að meta,“ segir Ragnar og bætir við að nýjasta útspil Partridges, kvikmyndin Alpha Papa sem er nú sýnd í Bíói Paradís, hafi verið frábær. „Þetta er fyndnasta mynd sem ég hef séð lengi. Við höfðum sérstaka forsýningu fyrir meðlimi aðdáendahópsins og það var jafnframt í fyrsta sinn sem við hittumst öll sem hópur í raunheimum,“ segir Ragnar. Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Ég vildi breiða út boðskapinn,“ segir Ragnar Hansson kvikmyndargerðarmaður og maðurinn að baki aðdáendahóps Alans Gordons Partridge á Íslandi. „Ég byrjaði með þennan hóp á Facebook því ég hef verið gallharður aðdáandi þessa karakters í gegnum árin. Ég vissi að ég ætti vini sem væru sama sinnis og bauð þeim að vera með fyrir tveimur eða þremur árum,“ segir Ragnar um tilkomu hópsins. „Við höfum haldið þessu mjög aktívu og nýlega opnuðum við fyrir umsóknir í grúppuna, en til að öðlast inngöngu í hópinn þurftu tilvonandi meðlimir að setja inn uppáhaldstilvitnanir sínar í karakterinn,“ segir Ragnar. Meðal meðlima í aðdáendahópnum eru höfundurinn Hugleikur Dagsson, tónlistar- og myndlistarmaðurinn Lóa Hjálmtýsdóttir og kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson. Karakterinn hefur haft mikil áhrif á Ragnar. „Alan Partridge hefur fylgt mér síðan seint á síðustu öld og litað mitt líf. Ég leikstýrði til dæmis Sigtinu með Frímanni Gunnarssyni og var þar sakaður um að hafa stolið svolítið af hugmyndum frá Partridge. Það er alls ekki rétt, enda eru Frímann og Alan Partridge mjög ólíkir, þó að þeir séu báðir mislukkaðir fjölmiðlamenn,“ útskýrir Ragnar, sem segist hafa kveikt á Partridge þegar hann sá hann fyrst á VHS-spólu hjá vini sínum, Gauki Úlfarssyni. „Það var vegna þess að hann minnti mig svo á pabba minn að mér fannst hann svona fyndinn. Svo átti ég leið til London skömmu síðar og keypti þættina á VHS-spólu og gaf pabba sem var ekkert sérstaklega ánægður með gjöfina,“ segir Ragnar léttur í bragði, og bætir við að Frímann hafi verið byggður að miklu leyti á pabba hans. „Þessi húmor hefur haft gríðarleg áhrif á mig og Alan Partridge er án efa besta grínpersóna sem sköpuð hefur verið. Ég get alltaf hlegið að honum. Og þó að Steve Coogan sé búinn að leika hann í tuttugu ár hefur hann alltaf haldið gríðarlega miklum metnaði, sem ég kann vel að meta,“ segir Ragnar og bætir við að nýjasta útspil Partridges, kvikmyndin Alpha Papa sem er nú sýnd í Bíói Paradís, hafi verið frábær. „Þetta er fyndnasta mynd sem ég hef séð lengi. Við höfðum sérstaka forsýningu fyrir meðlimi aðdáendahópsins og það var jafnframt í fyrsta sinn sem við hittumst öll sem hópur í raunheimum,“ segir Ragnar.
Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira