Andlit stórfyrirtækis í fæðubótarheiminum Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. janúar 2014 10:00 Magnea Gunnarsdóttir er fyrsti Íslendingurinn sem kemst á samning hjá SciTec Nutrition. mynd/kristján freyr þrastarson „Þetta er frábært og mikill heiður fyrir mig,“ segir Magnea Gunnarsdóttir keppandi í módelfitness en hún gerði á dögunum samning við einn stærsta fæðubótarefnaframleiðanda í Evrópu, SciTec Nutrition. Hún er einungis nítján ára gömul en hefur þó keppt í módelfitness frá því hún var sautján ára. „Ég fékk samning sendan heim sem var níu blaðsíður og þetta er mjög góður samningur fyrir mig. Ég þarf að senda þeim vikulega myndir og æfingamyndbönd af mér svo þeir geti sett það á síðurnar sínar,“ útskýrir Magnea. Þá mun hún vera nokkurs konar andlit fyrirtækisins og koma fram á svokölluðum vörusýningum sem haldnar eru á ýmsum viðburðum. „Ég fer í myndatöku fyrir þá og verð á einhverjum viðburðum til að kynna vörurnar þeirra. Á flestum mótum er svona vörusýning og eru þeir yfirleitt með risabás, ég hef samið um að vera á svona bás á mótum og fæ þá allt greitt og laun,” bætir Magnea við. Magnea er fyrsti Íslendingurinn sem kemst á samning hjá fyrirtækinu. Fullt af afreksíþróttamönnum út um allan heim eru með samning við fyrirtækið.Það þarf skipulag og dugnað til að skara fram úr.mynd/kristján freyr þrastarsonSciTec Nutrition hafa ákveðið að styrkja hana með fæðubótarefnum en Sportlíf er umboðsaðili SciTec Nutrition á Íslandi. SciTec eru stærstir og leiðandi á markaðnum í Evrópu og selja yfir fimmtán hundruð tonn af prótíni árlega. Þeir bjóða upp á tvö hundruð vörutegundir í sjö hundruð mismunandi bragðtegundum og stærðum. Magnea er á leið á Arnold's Classic mótið í febrúar í annað sinn en þegar hún keppti þar í fyrsta skiptið, aðeins sautján ára gömul, lenti hún í þriðja sæti. Hún hefur keppt á fjölda móta og hefur meðal annars náð sér í bikarmeistaratitil hér á landi. Hún stundar nám við Menntaskólann við Sund. „Þegar maður er í svona íþrótt þá verður maður mjög skipulagður og þess vegna hafa einkunnirnar í skólanum þotið upp,“ bætir Magnea við létt í lundu. Hægt er að fylgjast með Magneu hér. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Þetta er frábært og mikill heiður fyrir mig,“ segir Magnea Gunnarsdóttir keppandi í módelfitness en hún gerði á dögunum samning við einn stærsta fæðubótarefnaframleiðanda í Evrópu, SciTec Nutrition. Hún er einungis nítján ára gömul en hefur þó keppt í módelfitness frá því hún var sautján ára. „Ég fékk samning sendan heim sem var níu blaðsíður og þetta er mjög góður samningur fyrir mig. Ég þarf að senda þeim vikulega myndir og æfingamyndbönd af mér svo þeir geti sett það á síðurnar sínar,“ útskýrir Magnea. Þá mun hún vera nokkurs konar andlit fyrirtækisins og koma fram á svokölluðum vörusýningum sem haldnar eru á ýmsum viðburðum. „Ég fer í myndatöku fyrir þá og verð á einhverjum viðburðum til að kynna vörurnar þeirra. Á flestum mótum er svona vörusýning og eru þeir yfirleitt með risabás, ég hef samið um að vera á svona bás á mótum og fæ þá allt greitt og laun,” bætir Magnea við. Magnea er fyrsti Íslendingurinn sem kemst á samning hjá fyrirtækinu. Fullt af afreksíþróttamönnum út um allan heim eru með samning við fyrirtækið.Það þarf skipulag og dugnað til að skara fram úr.mynd/kristján freyr þrastarsonSciTec Nutrition hafa ákveðið að styrkja hana með fæðubótarefnum en Sportlíf er umboðsaðili SciTec Nutrition á Íslandi. SciTec eru stærstir og leiðandi á markaðnum í Evrópu og selja yfir fimmtán hundruð tonn af prótíni árlega. Þeir bjóða upp á tvö hundruð vörutegundir í sjö hundruð mismunandi bragðtegundum og stærðum. Magnea er á leið á Arnold's Classic mótið í febrúar í annað sinn en þegar hún keppti þar í fyrsta skiptið, aðeins sautján ára gömul, lenti hún í þriðja sæti. Hún hefur keppt á fjölda móta og hefur meðal annars náð sér í bikarmeistaratitil hér á landi. Hún stundar nám við Menntaskólann við Sund. „Þegar maður er í svona íþrótt þá verður maður mjög skipulagður og þess vegna hafa einkunnirnar í skólanum þotið upp,“ bætir Magnea við létt í lundu. Hægt er að fylgjast með Magneu hér.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira