Lífið

Sæmd lítið skilað

Ugla Egilsdóttir skrifar
Lygi, bók Yrsu Sigurðardóttur, var einna mest skilað, enda einna mest seld.
Lygi, bók Yrsu Sigurðardóttur, var einna mest skilað, enda einna mest seld.
Kristján Freyr Halldórsson hjá Bókabúð Máls og menningar segir að mest seldu bókunum hafi líka verið oftast skilað.

„Það er ekkert afbrigðilegt í þeim tölum. Það kallast bara á við þær bækur sem eru mest seldar.“ Bækurnar sem seldust mest voru Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman, Vísindabók Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson, Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur, Mánasteinn eftir Sjón, og Tímakistan eftir Andra Snæ.

„Þessum bókum var líka oftast skilað. Svo eru aðrar bækur sem kláruðust fyrir jólin og hefðu getað selst mun meira. En þeim hefur aftur á móti verið skilað minna.

Til dæmis bók Guðmundar Andra, Sæmd. Henni hefur lítið sem ekkert verið skilað. Ég leyfi mér að nefna það sem eina af ástæðunum fyrir því að henni var lítið skilað að hún seldist upp. Nema þeir sem völdu hana í gjöf séu svona ratvísir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.