Að eltast við drauminn (og vita hvenær á að hætta) Þórunn Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2014 11:11 Við frumkvöðlar lifum flestir eftir einni og sömu möntrunni: „Elta drauminn. Aldrei gefast upp!“ Við hösslum, hörkum og höldum ótrauð áfram. „Hænuskref“ segjum við í hljóði – „ekki gefast upp, þetta kemur allt á endanum.“ Oft höfum við rétt fyrir okkur. Oft er þetta erfiðisins og táranna virði og velgengnin er rétt handan við hornið. Handan við næstu stóru sölu. Handan við næstu vörusýningu. Handan við næsta mikilvæga fund.Óttinn við mistök Íslendingum virðist vera í nöp við mistök. Ef þú gerir mistök ertu aumingi. Ef fyrirtækið þitt fer á hausinn ertu lúser. Þetta leiðir af sér að íslenskir frumkvöðlar halda oft áfram miklu lengur en þeir ættu að gera. Þeir ausa tíma og peningum í verkefni sem eiga að fá að deyja. Stundum er velgengnin svo langt undan að það að halda áfram er hreint glapræði. Það gerir engum gott að halda lífvana fyrirtæki í öndunarvél. Það elur á áhyggjum og kvíða, ekki bara frumkvöðulsins heldur allra í kringum hann.Stundum eru þetta einfaldlega röng verkefni á röngum stað á röngum tíma. Stundum eru þetta hreinlega lélegar hugmyndir sem hafa verið illa framkvæmdar og skortir rétta fólkið í teymið. Frumkvöðlarnir vita oft innst inni að baráttan er töpuð, en þeir neita að gefast upp. Stoltið þolir það ekki. Það vill enginn vera lúser.Velgengni verður ekki til á einni nóttu Að baki hverri sögu um velgengni liggur sjaldnast beinn og breiður vegur endalausra grænna ljósa og góðra ákvarðana. Leiðin er hlykkjótt og hlaðin háum veggjum, óvæntum atvikum og jafnvel umsátrum. Enginn verður stjarna á einni nóttu, sama hvaða mynd fjölmiðlar reyna að mála fyrir okkur. Við þurfum að leyfa sjálfum okkur (og öðrum) að gera mistök. Rými til mistaka er ein mikilvægasta forsenda framfara. Vissulega geta mistökin verið dýr, bæði fjárhagslega og tilfinningalega, en þau verða að fá að lifa í sátt og samlyndi við velgengnina. Það er ógeðslega sárt að játa sig sigraðan. En stundum er það óumflýjanlegt. Í stað þess að lengja í snörunni verðum við að sætta okkur við aðstæður, taka skref aftur á bak og sjá hvað við getum lært af þessu. Loka einum dyrum og opna nokkra glugga nýrra tækifæra. Hætta, læra og halda svo áfram. Eitt skref í einu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við frumkvöðlar lifum flestir eftir einni og sömu möntrunni: „Elta drauminn. Aldrei gefast upp!“ Við hösslum, hörkum og höldum ótrauð áfram. „Hænuskref“ segjum við í hljóði – „ekki gefast upp, þetta kemur allt á endanum.“ Oft höfum við rétt fyrir okkur. Oft er þetta erfiðisins og táranna virði og velgengnin er rétt handan við hornið. Handan við næstu stóru sölu. Handan við næstu vörusýningu. Handan við næsta mikilvæga fund.Óttinn við mistök Íslendingum virðist vera í nöp við mistök. Ef þú gerir mistök ertu aumingi. Ef fyrirtækið þitt fer á hausinn ertu lúser. Þetta leiðir af sér að íslenskir frumkvöðlar halda oft áfram miklu lengur en þeir ættu að gera. Þeir ausa tíma og peningum í verkefni sem eiga að fá að deyja. Stundum er velgengnin svo langt undan að það að halda áfram er hreint glapræði. Það gerir engum gott að halda lífvana fyrirtæki í öndunarvél. Það elur á áhyggjum og kvíða, ekki bara frumkvöðulsins heldur allra í kringum hann.Stundum eru þetta einfaldlega röng verkefni á röngum stað á röngum tíma. Stundum eru þetta hreinlega lélegar hugmyndir sem hafa verið illa framkvæmdar og skortir rétta fólkið í teymið. Frumkvöðlarnir vita oft innst inni að baráttan er töpuð, en þeir neita að gefast upp. Stoltið þolir það ekki. Það vill enginn vera lúser.Velgengni verður ekki til á einni nóttu Að baki hverri sögu um velgengni liggur sjaldnast beinn og breiður vegur endalausra grænna ljósa og góðra ákvarðana. Leiðin er hlykkjótt og hlaðin háum veggjum, óvæntum atvikum og jafnvel umsátrum. Enginn verður stjarna á einni nóttu, sama hvaða mynd fjölmiðlar reyna að mála fyrir okkur. Við þurfum að leyfa sjálfum okkur (og öðrum) að gera mistök. Rými til mistaka er ein mikilvægasta forsenda framfara. Vissulega geta mistökin verið dýr, bæði fjárhagslega og tilfinningalega, en þau verða að fá að lifa í sátt og samlyndi við velgengnina. Það er ógeðslega sárt að játa sig sigraðan. En stundum er það óumflýjanlegt. Í stað þess að lengja í snörunni verðum við að sætta okkur við aðstæður, taka skref aftur á bak og sjá hvað við getum lært af þessu. Loka einum dyrum og opna nokkra glugga nýrra tækifæra. Hætta, læra og halda svo áfram. Eitt skref í einu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar