Einelti eða samskiptavandi? Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 8. janúar 2014 11:12 Einelti á vinnustöðum er ein tegund ofbeldis. Skv. skilgreiningu í reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004, er einelti ámælisverð hegðun sem er síendurtekin og til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað á milli stjórnanda eða starfsmanns, eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda sé skoðanaágreiningur eða hagsmunaárekstur hvorki viðvarandi eða endurtekinn kerfisbundið. En hvenær verður maður fyrir einelti af hálfu samstarfsmanns? Hér skiptir máli að skoða hvaða ásetningur liggur á bak við hegðun viðkomandi. Er stjórnandinn að reyna að stýra með kolrangri stjórnunaraðferð (vegna eigin óöryggis) sem hann sjálfur telur að muni virka til góðs eða er hann meðvitað að nota stýringu á starfsmenn til að uppfylla einhverjar persónulegar hvatir eða að reyna að tryggja eigin hagsmuni. Í þessu samhengi þarf að skoða hegðunarmynstur viðkomandi og kanna fortíð hans sem stjórnanda. Eru fleiri sem hafa lent í viðkomandi og haldið því fram að hegðun hans sé ofbeldishegðun eins og einelti eða er um einangrað tilvik að ræða? Saga vinnustaðarins hefur líka mikið að segja um menninguna sem þar ræður ríkjum.Skil á milli Margar ástæður geta legið að baki eineltishegðun. Stendur yfirmanninum eða samstarfsmanni ógn af þér? Er hann hræddur um stöðu sína, þ.e. að þú munir koma til með að taka hans sess? Er hann hræddur um að þú verðir of vinsæll á vinnustaðnum? Vinsælli en hann sjálfur? Heldur hann upplýsingum frá þér? Lætur hann þig fá of mikið af verkefnum til að vera fullviss um að vinnuálagið verði of mikið og að þú náir ekki að klára verkefnin með fullnægjandi hætti? Passar hann sig á að hrósa þér aldrei? Þiggur hann sjálfur hrós fyrir störf þín? Gerir hann lítið úr þér fyrir framan aðra? Er hann að „splitta“ á vinnustaðnum eða bera út rógburð eða ýta undir að gjá myndist í vinnufélagahópnum til að þú lendir í ógöngum sem ekki er hægt að bendla hann við o.s.frv. Þetta eru dæmi um slæman ásetning og einelti enda er einelti ofbeldi sem ekki er alltaf sjáanlegt. Ofbeldismenn fela ofbeldið eftir fremsta megni og passa upp á að láta ekki góma sig. Þarna liggur ásetningurinn. Lélegir stjórnarhættir eða ólæsi í samskiptum er allt annað mál. Hæfni í samskiptum hefur mikið um stjórnunarhætti viðkomandi að segja. Ef þú ert ósáttur við hegðun yfirmanns eða samstarfsmanns í þinn garð, ræddu það þá við hann og sjáðu hvernig hann bregst við. Fólk er misjafnt í samskiptum og stundum kemur það klaufalega fram án þess að það sé ásetningur um slíkt. Mikilvægt er að skilja á milli eineltishegðunar og lélegs stjórnunarstíls því ásökun um einelti er alltaf alvarleg. Það getur þó reynst þeim sem upplifir einelti í sinn garð erfitt að greina á milli og þess vegna þarf alltaf að hlusta á þann sem tilkynnir einelti og það ber að taka alvarlega. Það er nauðsynlegt að fá utanaðkomandi aðila til að skera úr um hvort slík ásökun eigi við rök að styðjast því ofbeldismál verður að vinna með faglegum hætti. Er til að mynda rétt að mannauðsstjóri eða aðrir starfsmenn vinnustaðarins séu settir í þau spor að vinna ofbeldismál á milli tveggja vinnufélaga sinna ? Enginn ætti að vera settur í þá stöðu.Horfast í augu við vandann Yfirmenn stofnana verða að viðurkenna að einelti geti komið upp, jafnvel þótt það varði vinnufélaga eða vin. „Heilbrigðir“ vinnustaðir viðurkenna einelti og þagga það ekki niður. Ofbeldismaðurinn lærir ekki að hegðun hans sé óásættanleg sé ekki tekið á málunum og hann mun halda áfram að beita ofbeldinu. Það verður að varast að taka afstöðu með ofbeldismanninum og vera meðvitaður um hvaða áhrif ofbeldið hefur á þann sem fyrir slíku verður. Þetta eru spurningar sem hver og einn stjórnandi verður að hugsa um og leitast við að finna svör við, því að ábyrgðin liggur alltaf hjá æðsta stjórnanda vinnustaðarins. Sé eineltisstefna til staðar þarf hún að vera virk og það verður að fara eftir henni. Þolendur eineltis á vinnustöðum eiga það inni hjá vinnustaðnum að fá faglega aðstoð til að vinna úr þessu ofbeldi og aðstoð við leit að nýrri vinnu beri svo undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Einelti á vinnustöðum er ein tegund ofbeldis. Skv. skilgreiningu í reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004, er einelti ámælisverð hegðun sem er síendurtekin og til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað á milli stjórnanda eða starfsmanns, eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda sé skoðanaágreiningur eða hagsmunaárekstur hvorki viðvarandi eða endurtekinn kerfisbundið. En hvenær verður maður fyrir einelti af hálfu samstarfsmanns? Hér skiptir máli að skoða hvaða ásetningur liggur á bak við hegðun viðkomandi. Er stjórnandinn að reyna að stýra með kolrangri stjórnunaraðferð (vegna eigin óöryggis) sem hann sjálfur telur að muni virka til góðs eða er hann meðvitað að nota stýringu á starfsmenn til að uppfylla einhverjar persónulegar hvatir eða að reyna að tryggja eigin hagsmuni. Í þessu samhengi þarf að skoða hegðunarmynstur viðkomandi og kanna fortíð hans sem stjórnanda. Eru fleiri sem hafa lent í viðkomandi og haldið því fram að hegðun hans sé ofbeldishegðun eins og einelti eða er um einangrað tilvik að ræða? Saga vinnustaðarins hefur líka mikið að segja um menninguna sem þar ræður ríkjum.Skil á milli Margar ástæður geta legið að baki eineltishegðun. Stendur yfirmanninum eða samstarfsmanni ógn af þér? Er hann hræddur um stöðu sína, þ.e. að þú munir koma til með að taka hans sess? Er hann hræddur um að þú verðir of vinsæll á vinnustaðnum? Vinsælli en hann sjálfur? Heldur hann upplýsingum frá þér? Lætur hann þig fá of mikið af verkefnum til að vera fullviss um að vinnuálagið verði of mikið og að þú náir ekki að klára verkefnin með fullnægjandi hætti? Passar hann sig á að hrósa þér aldrei? Þiggur hann sjálfur hrós fyrir störf þín? Gerir hann lítið úr þér fyrir framan aðra? Er hann að „splitta“ á vinnustaðnum eða bera út rógburð eða ýta undir að gjá myndist í vinnufélagahópnum til að þú lendir í ógöngum sem ekki er hægt að bendla hann við o.s.frv. Þetta eru dæmi um slæman ásetning og einelti enda er einelti ofbeldi sem ekki er alltaf sjáanlegt. Ofbeldismenn fela ofbeldið eftir fremsta megni og passa upp á að láta ekki góma sig. Þarna liggur ásetningurinn. Lélegir stjórnarhættir eða ólæsi í samskiptum er allt annað mál. Hæfni í samskiptum hefur mikið um stjórnunarhætti viðkomandi að segja. Ef þú ert ósáttur við hegðun yfirmanns eða samstarfsmanns í þinn garð, ræddu það þá við hann og sjáðu hvernig hann bregst við. Fólk er misjafnt í samskiptum og stundum kemur það klaufalega fram án þess að það sé ásetningur um slíkt. Mikilvægt er að skilja á milli eineltishegðunar og lélegs stjórnunarstíls því ásökun um einelti er alltaf alvarleg. Það getur þó reynst þeim sem upplifir einelti í sinn garð erfitt að greina á milli og þess vegna þarf alltaf að hlusta á þann sem tilkynnir einelti og það ber að taka alvarlega. Það er nauðsynlegt að fá utanaðkomandi aðila til að skera úr um hvort slík ásökun eigi við rök að styðjast því ofbeldismál verður að vinna með faglegum hætti. Er til að mynda rétt að mannauðsstjóri eða aðrir starfsmenn vinnustaðarins séu settir í þau spor að vinna ofbeldismál á milli tveggja vinnufélaga sinna ? Enginn ætti að vera settur í þá stöðu.Horfast í augu við vandann Yfirmenn stofnana verða að viðurkenna að einelti geti komið upp, jafnvel þótt það varði vinnufélaga eða vin. „Heilbrigðir“ vinnustaðir viðurkenna einelti og þagga það ekki niður. Ofbeldismaðurinn lærir ekki að hegðun hans sé óásættanleg sé ekki tekið á málunum og hann mun halda áfram að beita ofbeldinu. Það verður að varast að taka afstöðu með ofbeldismanninum og vera meðvitaður um hvaða áhrif ofbeldið hefur á þann sem fyrir slíku verður. Þetta eru spurningar sem hver og einn stjórnandi verður að hugsa um og leitast við að finna svör við, því að ábyrgðin liggur alltaf hjá æðsta stjórnanda vinnustaðarins. Sé eineltisstefna til staðar þarf hún að vera virk og það verður að fara eftir henni. Þolendur eineltis á vinnustöðum eiga það inni hjá vinnustaðnum að fá faglega aðstoð til að vinna úr þessu ofbeldi og aðstoð við leit að nýrri vinnu beri svo undir.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun