Volvo XC Coupe opinberaður Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2014 13:15 Styttast fer í kynningu á arftaka Volvo XC-90 jeppans sem óbreyttur hefur verið í 12 ár. Volvo hefur hinsvegar ákveðið að kynna fyrst til sögunnar Coupe gerð bílsins sem aðeins er með tveimur hurðum og er gerður fyrir 4 farþega. Hann verður kynntur á bílsýningunni í Detroit í næstu viku, en Volvo birti samt myndir af bílnum í gær og fallegur er hann. Hann er sáralítið breyttur frá Concept Coupe bílnum sem Volvo sýndi í september síðastliðnum. Hann er eins og skilgetið afkvæmi C30 bíls Volvo og XC-90 bílsins. Bíllinn er á mjög stórum 21 tommu dekkjum og LED ljósum, en fátt annað hefur Volvo látið uppi um búnað bílsins. Það verður að bíða til sýningarinnar í Detroit. Ef að XC-90 jeppinn fær að mestu svipinn frá þessum bíl er góðs að vænta fyrir aðdáendur Volvo bíla. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent
Styttast fer í kynningu á arftaka Volvo XC-90 jeppans sem óbreyttur hefur verið í 12 ár. Volvo hefur hinsvegar ákveðið að kynna fyrst til sögunnar Coupe gerð bílsins sem aðeins er með tveimur hurðum og er gerður fyrir 4 farþega. Hann verður kynntur á bílsýningunni í Detroit í næstu viku, en Volvo birti samt myndir af bílnum í gær og fallegur er hann. Hann er sáralítið breyttur frá Concept Coupe bílnum sem Volvo sýndi í september síðastliðnum. Hann er eins og skilgetið afkvæmi C30 bíls Volvo og XC-90 bílsins. Bíllinn er á mjög stórum 21 tommu dekkjum og LED ljósum, en fátt annað hefur Volvo látið uppi um búnað bílsins. Það verður að bíða til sýningarinnar í Detroit. Ef að XC-90 jeppinn fær að mestu svipinn frá þessum bíl er góðs að vænta fyrir aðdáendur Volvo bíla.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent