Í sátt við menn og sjófugla Helgi Lárusson skrifar 11. júní 2014 07:00 Á internetinu fer hring eftir hring sannkallað hryllingsmyndband. Það sýnir stóra sjófugla við Kyrrahafið sem eru að tætast upp að innan vegna þess að þeir gleypa í sakleysi sínu tappa og leifar af plastflöskum sem fljóta í risastórri hringrás um hafið. Myndbandið er áminning um hve margt er ennþá óunnið í heiminum við að hreinsa náttúruna af úrgangi okkar sjálfra. Hér á Íslandi er ástandið betra en víða annars staðar. Um þessar mundir er haldið upp á 25 ára afmæli þess fyrirtækis sem á stóran þátt í því. Þann 7. júní 1989 komu fulltrúar 14 félaga saman og stofnuðu Endurvinnsluna hf. Félögin höfðu ýmissa hagsmuna að gæta en féllust öll á að vaxandi fjöldi af notuðum flöskum og dósum í umhverfi okkar gengi ekki lengur. Komið var á fót söfnun með skilakerfi, þannig að viðskiptavinur greiddi álag ofan á drykkjarvöruumbúðir. Það fékk hann svo endurgreitt þegar umbúðunum var skilað. Þótt ótrúlegt megi nú virðast heyrðust efasemdir um að ástæða væri til að fara út á þessa braut. Í Tímanum 10. ágúst 1989 var t.d. farið háðulegum orðum um Endurvinnsluna sem kölluð var „sósíalismi í rusli“ og klykkt út með: „Það kemur þess vegna að því að Endurvinnslan deyr úr hráefnisskorti, vegna þess að þótt nokkrir aurar fáist fyrir dós [eða flösku] nennir enginn að standa í slíkum peðringi þegar öskukallarnir koma í hverri viku til að hirða ruslið eins og þeir hafa alltaf gert.“Þjóðþrifaverk Nú gera sér allir grein fyrir því að þeir sem koma umbúðum í Endurvinnsluna eru að vinna þjóðþrifaverk. Drykkjarumbúðir sjást ekki lengur á víð og dreif eða eru að minnsta kosti fljótar að hverfa þegar einhverjum verður á að henda slíku frá sér. Ýmis háttur hefur verið hafður á hjá Endurvinnslunni á þeim 25 árum sem liðin eru frá stofnun fyrirtækisins. Árið 2008 tók Endurvinnslan í notkun nýjar talningarvélar sem nú eru komnar upp á nokkrum stöðum á landinu. Þannig var þjónustan stóraukin við viðskiptavini sem þurftu ekki lengur að flokka og telja heilar umbúðir. Jafnframt er Endurvinnslan eitt fárra sambærilegra fyrirtækja í heimi sem tekur við beygluðum umbúðum. Meira að segja á Norðurlöndum er það ekki gert og því hefur fólk þar ennþá tilhneigingu til að skilja þær eftir úti í náttúrunni. Það er ekki bara plastið sem fengur er að því að endurvinna. Endurunnar áldósir verða að nýjum dósum á 60 dögum en við endurvinnslu áls eru einungis notuð 5 prósent þeirrar orku sem þarf til að framleiða nýtt ál. Þá hefur Endurvinnslan frá upphafi stutt við ýmis góðgerðarfélög og verið í samstarfi við björgunarsveitir, skáta, íþróttafélög og verndaða vinnustaði. Starfsfólk Endurvinnslunnar leyfir sér að líta yfir sögu fyrirtækisins þennan aldarfjórðung með stolti. Það er mikið ánægjuefni að eiga þátt í svo nauðsynlegu verkefni í slíkri sátt við þjóðina. Að ekki sé minnst á sjófuglana! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á internetinu fer hring eftir hring sannkallað hryllingsmyndband. Það sýnir stóra sjófugla við Kyrrahafið sem eru að tætast upp að innan vegna þess að þeir gleypa í sakleysi sínu tappa og leifar af plastflöskum sem fljóta í risastórri hringrás um hafið. Myndbandið er áminning um hve margt er ennþá óunnið í heiminum við að hreinsa náttúruna af úrgangi okkar sjálfra. Hér á Íslandi er ástandið betra en víða annars staðar. Um þessar mundir er haldið upp á 25 ára afmæli þess fyrirtækis sem á stóran þátt í því. Þann 7. júní 1989 komu fulltrúar 14 félaga saman og stofnuðu Endurvinnsluna hf. Félögin höfðu ýmissa hagsmuna að gæta en féllust öll á að vaxandi fjöldi af notuðum flöskum og dósum í umhverfi okkar gengi ekki lengur. Komið var á fót söfnun með skilakerfi, þannig að viðskiptavinur greiddi álag ofan á drykkjarvöruumbúðir. Það fékk hann svo endurgreitt þegar umbúðunum var skilað. Þótt ótrúlegt megi nú virðast heyrðust efasemdir um að ástæða væri til að fara út á þessa braut. Í Tímanum 10. ágúst 1989 var t.d. farið háðulegum orðum um Endurvinnsluna sem kölluð var „sósíalismi í rusli“ og klykkt út með: „Það kemur þess vegna að því að Endurvinnslan deyr úr hráefnisskorti, vegna þess að þótt nokkrir aurar fáist fyrir dós [eða flösku] nennir enginn að standa í slíkum peðringi þegar öskukallarnir koma í hverri viku til að hirða ruslið eins og þeir hafa alltaf gert.“Þjóðþrifaverk Nú gera sér allir grein fyrir því að þeir sem koma umbúðum í Endurvinnsluna eru að vinna þjóðþrifaverk. Drykkjarumbúðir sjást ekki lengur á víð og dreif eða eru að minnsta kosti fljótar að hverfa þegar einhverjum verður á að henda slíku frá sér. Ýmis háttur hefur verið hafður á hjá Endurvinnslunni á þeim 25 árum sem liðin eru frá stofnun fyrirtækisins. Árið 2008 tók Endurvinnslan í notkun nýjar talningarvélar sem nú eru komnar upp á nokkrum stöðum á landinu. Þannig var þjónustan stóraukin við viðskiptavini sem þurftu ekki lengur að flokka og telja heilar umbúðir. Jafnframt er Endurvinnslan eitt fárra sambærilegra fyrirtækja í heimi sem tekur við beygluðum umbúðum. Meira að segja á Norðurlöndum er það ekki gert og því hefur fólk þar ennþá tilhneigingu til að skilja þær eftir úti í náttúrunni. Það er ekki bara plastið sem fengur er að því að endurvinna. Endurunnar áldósir verða að nýjum dósum á 60 dögum en við endurvinnslu áls eru einungis notuð 5 prósent þeirrar orku sem þarf til að framleiða nýtt ál. Þá hefur Endurvinnslan frá upphafi stutt við ýmis góðgerðarfélög og verið í samstarfi við björgunarsveitir, skáta, íþróttafélög og verndaða vinnustaði. Starfsfólk Endurvinnslunnar leyfir sér að líta yfir sögu fyrirtækisins þennan aldarfjórðung með stolti. Það er mikið ánægjuefni að eiga þátt í svo nauðsynlegu verkefni í slíkri sátt við þjóðina. Að ekki sé minnst á sjófuglana!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun