Hvað er fermingin? Þórir Stephensen skrifar 11. júní 2014 07:00 Þessari spurningu var oft beint til mín, meðan ég var starfandi sóknarprestur. Hún kemur enn upp af ýmsu tilefni, og nú nýlega frá foreldri barns, sem horfir fram til þessara tímamóta í lífi sínu. Mig langar að svara henni einnig hér á opinberum vettvangi. Á síðustu starfsárum mínum hafði ég þann sið að byrja á því að spyrja börnin, hvers vegna þau vildu fermast. Svörin voru margvísleg. Vilji foreldra skipti greinilega miklu máli, gjafirnar, að fylgja straumnum og svo margt annað, og mjög víða skipti hið trúarlega mestu. Ég sagði þeim, að við skyldum skoða þetta allt. Ég hefði t.d. ekkert á móti gjöfunum, því ég hefði fundið það á eigin skinni, drengur, sem ekki var af efnuðu fólki kominn, hvað það sem ég fékk í fermingargjöf hjálpaði mikið til að auðga líf minna æskuára. En ég vildi, að börnin hefðu tilganginn á hreinu. – Það felst í heitinu ferming, að fermingarathöfnin er staðfesting á skírninni. En það er bara hinn trúarlegi þáttur. Honum fylgir svo miklu meira, sem á að hafa gjörtæk áhrif á lífið í kringum okkur. Ég byrjaði því á að spyrja börnin, hvort þeim fyndist heimurinn nógu góður í dag. Svarið var þeim auðvelt. Nei! Hann er það ekki. Þá sagði ég við þau, að þótt þau væru ekki byrjuð á námi sínu hjá mér, þá vissu þau það mikið um kenningar Krists, að þau ættu að geta svarað næstu spurningu: Teljið þið, að ef mikill meirihluti íbúa heimsins fylgdi boðum Krists, yrði eins mikið um styrjaldir, hungursneyð, fátækt, mannréttindabrot, ofbeldi manna í milli, einelti og annað slíkt, sem þið sjáið að hindrar menn í að lifa hamingjusamir hver við annars hlið? Svarið var enn jafnákveðið. Nei! Þá er komið að því, sagði ég, sem ég sé mikilvægast í fermingunni. Þegar ég legg hendur yfir ykkur í vor, þá er ég, dýpst skoðað, að vígja ykkur sem baráttumenn fyrir betri heimi. Ég nefndi víst bæði riddara og valkyrjur í þessu sambandi og fékk góðar undirtektir. Það var auðfundið, að þetta var hlutverk sem börnin vildu sinna. Þau vildu vera hluti af hreyfingu, sem hafði þetta að takmarki. Það kom vel í ljós, er á leið námstímann, að þetta er ekki auðvelt. En þá var bent á hjálpina í því að tengjast fjöldasamtökum, sem eiga þessi markmið og svo dýrmætustu einstaklingsbundnu hjálpina, sem felst í bæn til Guðs. Það var þeim mörgum nýtt að hægt væri að biðja hvar sem var, jafnvel á salerninu eða í strætó á leið í skólann. Guð er alls staðar nálægur, þótt hann sé ekki sýnilegur. Ein harðasta gagnrýnin á trúarlíf mannsins, er að ekki sé hægt að byggja líf sitt á ósýnilegum veruleika, sem ekki verði sannaður með aðferðum raunvísindanna. Við ræddum oft í fermingarfræðslunni um kærleikann, foreldraástina og ástina milli karls og konu. Þetta er ekki hægt að sjá eða sanna. Þetta er huglægt eins og Guð. En samt er þetta raunverulegt og hefur áhrif. Ég heyrði fyrir nokkrum árum sögu, sem ég hefði gjarnan viljað kunna fyrr. Hún er um fyrsta rússneska geimfarann, Juri Gagarin. Þegar hann kom úr geimför sinni, sagði hann trúr sínum kommúnisma: Guð er örugglega ekki til. Ég sá hann hvergi. Þekktasti heilaskurðlæknir Bandaríkjanna heyrði þetta og mælti: Já, þetta er athyglisvert. Ég er búinn að opna mörg þúsund hauskúpur og hef hvergi orðið var við hugsun. Sameinumst öll í baráttunni fyrir betri heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Þessari spurningu var oft beint til mín, meðan ég var starfandi sóknarprestur. Hún kemur enn upp af ýmsu tilefni, og nú nýlega frá foreldri barns, sem horfir fram til þessara tímamóta í lífi sínu. Mig langar að svara henni einnig hér á opinberum vettvangi. Á síðustu starfsárum mínum hafði ég þann sið að byrja á því að spyrja börnin, hvers vegna þau vildu fermast. Svörin voru margvísleg. Vilji foreldra skipti greinilega miklu máli, gjafirnar, að fylgja straumnum og svo margt annað, og mjög víða skipti hið trúarlega mestu. Ég sagði þeim, að við skyldum skoða þetta allt. Ég hefði t.d. ekkert á móti gjöfunum, því ég hefði fundið það á eigin skinni, drengur, sem ekki var af efnuðu fólki kominn, hvað það sem ég fékk í fermingargjöf hjálpaði mikið til að auðga líf minna æskuára. En ég vildi, að börnin hefðu tilganginn á hreinu. – Það felst í heitinu ferming, að fermingarathöfnin er staðfesting á skírninni. En það er bara hinn trúarlegi þáttur. Honum fylgir svo miklu meira, sem á að hafa gjörtæk áhrif á lífið í kringum okkur. Ég byrjaði því á að spyrja börnin, hvort þeim fyndist heimurinn nógu góður í dag. Svarið var þeim auðvelt. Nei! Hann er það ekki. Þá sagði ég við þau, að þótt þau væru ekki byrjuð á námi sínu hjá mér, þá vissu þau það mikið um kenningar Krists, að þau ættu að geta svarað næstu spurningu: Teljið þið, að ef mikill meirihluti íbúa heimsins fylgdi boðum Krists, yrði eins mikið um styrjaldir, hungursneyð, fátækt, mannréttindabrot, ofbeldi manna í milli, einelti og annað slíkt, sem þið sjáið að hindrar menn í að lifa hamingjusamir hver við annars hlið? Svarið var enn jafnákveðið. Nei! Þá er komið að því, sagði ég, sem ég sé mikilvægast í fermingunni. Þegar ég legg hendur yfir ykkur í vor, þá er ég, dýpst skoðað, að vígja ykkur sem baráttumenn fyrir betri heimi. Ég nefndi víst bæði riddara og valkyrjur í þessu sambandi og fékk góðar undirtektir. Það var auðfundið, að þetta var hlutverk sem börnin vildu sinna. Þau vildu vera hluti af hreyfingu, sem hafði þetta að takmarki. Það kom vel í ljós, er á leið námstímann, að þetta er ekki auðvelt. En þá var bent á hjálpina í því að tengjast fjöldasamtökum, sem eiga þessi markmið og svo dýrmætustu einstaklingsbundnu hjálpina, sem felst í bæn til Guðs. Það var þeim mörgum nýtt að hægt væri að biðja hvar sem var, jafnvel á salerninu eða í strætó á leið í skólann. Guð er alls staðar nálægur, þótt hann sé ekki sýnilegur. Ein harðasta gagnrýnin á trúarlíf mannsins, er að ekki sé hægt að byggja líf sitt á ósýnilegum veruleika, sem ekki verði sannaður með aðferðum raunvísindanna. Við ræddum oft í fermingarfræðslunni um kærleikann, foreldraástina og ástina milli karls og konu. Þetta er ekki hægt að sjá eða sanna. Þetta er huglægt eins og Guð. En samt er þetta raunverulegt og hefur áhrif. Ég heyrði fyrir nokkrum árum sögu, sem ég hefði gjarnan viljað kunna fyrr. Hún er um fyrsta rússneska geimfarann, Juri Gagarin. Þegar hann kom úr geimför sinni, sagði hann trúr sínum kommúnisma: Guð er örugglega ekki til. Ég sá hann hvergi. Þekktasti heilaskurðlæknir Bandaríkjanna heyrði þetta og mælti: Já, þetta er athyglisvert. Ég er búinn að opna mörg þúsund hauskúpur og hef hvergi orðið var við hugsun. Sameinumst öll í baráttunni fyrir betri heimi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun