Matur

Búðu til þitt eigið hnetusmjör - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Það er leikur einn að búa til sitt eigið hnetusmjör með þessum þremur hráefnum.

Hunangshnetusmjör

3 bollar salthnetur

1/4 tsk sjávarsalt

2 msk hunang

Setjið hnetur í matvinnsluvél og myljið í tvær til þrjár mínútur. Bætið síðan hunanginu saman við og blandið vel. Loks er sjávarsaltinu bætt saman við og blandað vel saman. Geymið í ísskáp. Leyfið hnetusmjörinu að ná stofuhita áður en það er notað sem álegg.

Fengið hér.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.