Innlent

Maður fór í sjóinn við Miðbakka

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/hari
Lögreglu barst tilkynning laust fyrir klukkan fimm í nótt að maður væri í sjónum við Miðbakka í Reykjavík . Þegar lögreglu og sjúkralið bar að hafði maðurinn sjálfur komið sér upp á flotabryggju sem þar var.

Þá var dyravörður skallaður á veitingastað við Laugaveg. Dyravörðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar en upplýsingar um meiðsl hans liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Árásarmaðurinn, karlmaður á fertugsaldri, fékk skurð á höfuð og var hann fluttur til aðhlynningar á slysadeild Landspítalans. Maðurinn lét ófriðlega og var hann vistaður fangageymslu.

Lögregla stöðvaði þrítuga konu á bifreið sinni í nótt. Konan var í annarlegu ástandi eftir neyslu fíkniefna og hafði fíkniefni í fórum síðum. Hún hafði áður verið svipt ökuréttingum. Konan var færð til skýrslu- og blóðsýnistöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×