Íslenskir stéttleysingjar Sveinn Snorri Sveinsson skrifar 13. maí 2014 12:36 Nokkrum sinnum á ævinni geta átt sér stað miklar breytingar í lífi fólks, hverjar sem þær kunna að vera. Þegar ég var um tvítugt, veiktist ég af illvígum sjúkdómum, með þeim afleiðingum að ég varð öryrki. Ég hef verið 75% öryrki í 19 ár. Á þessum 19 árum hefur margt breyst í mínu lífi, en sú staðreynd stendur þó óhögguð að ég er enn öryrki. Tryggingastofnun ríkisins hefur stutt við bakið á mér öll þessi ár og er ég mjög þakklátur fyrir það. Á Íslandi er gert meira fyrir fólk eins og mig þegar kemur að fjárhagshliðinni en í mörgum öðrum löndum. En þetta þýðir ekki að Ísland sé fyrirmyndaríki þegar kemur að réttindum öryrkja; þetta þýðir að Ísland hefur aðeins tekið nokkur skref af mörgum í rétta átt þegar kemur að velferðarmálum öryrkja. Það er stundum sagt að á Íslandi sé stéttlaust þjóðfélag og það kann að vera rétt fyrir þá sem vilja trúa því; en þegar kemur að öryrkjum, þá eru öryrkjar lægstir í virðingastiganum og stéttskipting þjóðfélagsins felst augljóslega í því hvar þú ert staddur í virðingastiganum. Þá erum við komin að þeirri spurningu – hvað er öryrki? Ég vil gjarnan reyna að svara því eins og mér finnst að sú skilgreining ætti að hljóma í dag þegar kemur að efnislegu innihaldi hennar: Öryrki er hluti af þjóðfélagsstétt einstaklinga sem hafa atvinnu af því að geta ekki vegna veikinda sinna eða fötlunar stundað hefðbundna vinnu. Til útskýringar langar mig að segja að ég hef fundið nokkrar skilgreiningar á hugtakinu „öryrki“ þar sem í öllum tilfellum er talað um andlega og líkamlega sjúkdóma og fötlun sem leiða til þess að einstaklingurinn verður óvinnufær. En það er hvergi talað um að öryrkjar séu stétt karla og kvenna sem hafa atvinnu af að vera veikir og fatlaðir. Það er nokkuð ljóst að hlutverk öryrkja er að taka á sig þá sjúkdóma og fötlun sem fyrirfinnast í þjóðfélaginu. Þannig er öryrki einstaklingur sem vinnur þjóðþrifastarf sem allir Íslendingar ættu að vera meðvitaðir um. Hlutverk öryrkja sem starfandi stétt karla og kvenna ætti að vera lögfest af Alþingi Íslendinga og þeir hafa rétt til sömu lágmarkslauna og aðrar stéttir í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Nokkrum sinnum á ævinni geta átt sér stað miklar breytingar í lífi fólks, hverjar sem þær kunna að vera. Þegar ég var um tvítugt, veiktist ég af illvígum sjúkdómum, með þeim afleiðingum að ég varð öryrki. Ég hef verið 75% öryrki í 19 ár. Á þessum 19 árum hefur margt breyst í mínu lífi, en sú staðreynd stendur þó óhögguð að ég er enn öryrki. Tryggingastofnun ríkisins hefur stutt við bakið á mér öll þessi ár og er ég mjög þakklátur fyrir það. Á Íslandi er gert meira fyrir fólk eins og mig þegar kemur að fjárhagshliðinni en í mörgum öðrum löndum. En þetta þýðir ekki að Ísland sé fyrirmyndaríki þegar kemur að réttindum öryrkja; þetta þýðir að Ísland hefur aðeins tekið nokkur skref af mörgum í rétta átt þegar kemur að velferðarmálum öryrkja. Það er stundum sagt að á Íslandi sé stéttlaust þjóðfélag og það kann að vera rétt fyrir þá sem vilja trúa því; en þegar kemur að öryrkjum, þá eru öryrkjar lægstir í virðingastiganum og stéttskipting þjóðfélagsins felst augljóslega í því hvar þú ert staddur í virðingastiganum. Þá erum við komin að þeirri spurningu – hvað er öryrki? Ég vil gjarnan reyna að svara því eins og mér finnst að sú skilgreining ætti að hljóma í dag þegar kemur að efnislegu innihaldi hennar: Öryrki er hluti af þjóðfélagsstétt einstaklinga sem hafa atvinnu af því að geta ekki vegna veikinda sinna eða fötlunar stundað hefðbundna vinnu. Til útskýringar langar mig að segja að ég hef fundið nokkrar skilgreiningar á hugtakinu „öryrki“ þar sem í öllum tilfellum er talað um andlega og líkamlega sjúkdóma og fötlun sem leiða til þess að einstaklingurinn verður óvinnufær. En það er hvergi talað um að öryrkjar séu stétt karla og kvenna sem hafa atvinnu af að vera veikir og fatlaðir. Það er nokkuð ljóst að hlutverk öryrkja er að taka á sig þá sjúkdóma og fötlun sem fyrirfinnast í þjóðfélaginu. Þannig er öryrki einstaklingur sem vinnur þjóðþrifastarf sem allir Íslendingar ættu að vera meðvitaðir um. Hlutverk öryrkja sem starfandi stétt karla og kvenna ætti að vera lögfest af Alþingi Íslendinga og þeir hafa rétt til sömu lágmarkslauna og aðrar stéttir í þjóðfélaginu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun