Veldur fólk þér vonbrigðum? María Lovísa Árnadóttir skrifar 19. mars 2014 07:00 Skilvirk samskipti og tjáning væntinga til annarra er eitthvað sem seint verður hægt að æfa nógu oft né ná fullkomlega öllum stundum. Það er eðlilegt í okkar mannlegu samskiptum að við höfum ákveðnar væntingar til annarra. Væntingar hjálpa okkur að skilja hvernig hlutir virka og aðstoða okkur við að horfa fram á við og spá um gjörðir og viðbrögð annarra. Þessar væntingar geta þó þvælst einstaklega mikið fyrir okkur og kemur það oft bersýnilega í ljós á vinnustöðum. „Ég hélt að Jón ætlaði að gera þetta,“ segir einn á meðan annar svarar: „Þetta er í verkahring Gunnu,“ og næsti bætir við: „Ég gerði ráð fyrir að þið mynduð finna út úr þessu.“ Útkoman verður því miður of oft sú að verkefni hreyfast illa áfram, fólk skilur ekki hver er ábyrgur fyrir hverju, eitthvað klúðrast, fólk endar ósátt, vinnumórall dvínar og rekstrarmarkmið nást ekki. Væntingar eru í raun ekki mikið meira en sögur sem við segjum sjálfum okkur um hvernig aðrir „ættu“ að vera, gera eða bregðast við. Það er því oftast gefið að fólk mun bregðast væntingum okkar og við upplifum vonbrigði. Hins vegar þegar um samning eða skýrt samkomulag er að ræða þá stöndum við flest fast við það sem við höfum skuldbundið okkur til að gera og er okkur skýrt hvers ætlast er til af okkur. Þegar við færum væntingar yfir í skýrt samkomulag þá leggjum við hlutina á borðið, sköpum skilning og fáum á hreint hverju hver og einn er ábyrgur fyrir. Við hættum að nota orð eins og „ég hélt að…“ eða „ég gerði ráð fyrir…“ og leggjum okkur fram við að fá skýr svör með spurningum eins og: „Er það rétt skilið hjá mér að þú munir klára þetta og sjá til þess að A, B og C verði á hreinu og útkoman verði X?” Við verðum líka virkari í að spyrja aðra spurninga sem skýra væntingar þeirra til okkar og gerum ekki ráð fyrir að allir hugsi eins og við. Að skapa samkomulag er skemmtilegt og frjótt, virkjar fólk til þátttöku, styrkir sambönd og samskipti, eflir ábyrgð og gerir augljóst hvað er raunhæft og hvað ekki. Við viljum öll ná árangri í lífi og starfi og upplifa ánægjulega samvinnu. Það eitt að vera meðvitaður um að færa væntingar yfir í skýrt samkomulag getur umbreytt samskiptum og einfaldað málin svo um munar. Stuðlar þú að skýru samkomulagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Skilvirk samskipti og tjáning væntinga til annarra er eitthvað sem seint verður hægt að æfa nógu oft né ná fullkomlega öllum stundum. Það er eðlilegt í okkar mannlegu samskiptum að við höfum ákveðnar væntingar til annarra. Væntingar hjálpa okkur að skilja hvernig hlutir virka og aðstoða okkur við að horfa fram á við og spá um gjörðir og viðbrögð annarra. Þessar væntingar geta þó þvælst einstaklega mikið fyrir okkur og kemur það oft bersýnilega í ljós á vinnustöðum. „Ég hélt að Jón ætlaði að gera þetta,“ segir einn á meðan annar svarar: „Þetta er í verkahring Gunnu,“ og næsti bætir við: „Ég gerði ráð fyrir að þið mynduð finna út úr þessu.“ Útkoman verður því miður of oft sú að verkefni hreyfast illa áfram, fólk skilur ekki hver er ábyrgur fyrir hverju, eitthvað klúðrast, fólk endar ósátt, vinnumórall dvínar og rekstrarmarkmið nást ekki. Væntingar eru í raun ekki mikið meira en sögur sem við segjum sjálfum okkur um hvernig aðrir „ættu“ að vera, gera eða bregðast við. Það er því oftast gefið að fólk mun bregðast væntingum okkar og við upplifum vonbrigði. Hins vegar þegar um samning eða skýrt samkomulag er að ræða þá stöndum við flest fast við það sem við höfum skuldbundið okkur til að gera og er okkur skýrt hvers ætlast er til af okkur. Þegar við færum væntingar yfir í skýrt samkomulag þá leggjum við hlutina á borðið, sköpum skilning og fáum á hreint hverju hver og einn er ábyrgur fyrir. Við hættum að nota orð eins og „ég hélt að…“ eða „ég gerði ráð fyrir…“ og leggjum okkur fram við að fá skýr svör með spurningum eins og: „Er það rétt skilið hjá mér að þú munir klára þetta og sjá til þess að A, B og C verði á hreinu og útkoman verði X?” Við verðum líka virkari í að spyrja aðra spurninga sem skýra væntingar þeirra til okkar og gerum ekki ráð fyrir að allir hugsi eins og við. Að skapa samkomulag er skemmtilegt og frjótt, virkjar fólk til þátttöku, styrkir sambönd og samskipti, eflir ábyrgð og gerir augljóst hvað er raunhæft og hvað ekki. Við viljum öll ná árangri í lífi og starfi og upplifa ánægjulega samvinnu. Það eitt að vera meðvitaður um að færa væntingar yfir í skýrt samkomulag getur umbreytt samskiptum og einfaldað málin svo um munar. Stuðlar þú að skýru samkomulagi?
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar