Veldur fólk þér vonbrigðum? María Lovísa Árnadóttir skrifar 19. mars 2014 07:00 Skilvirk samskipti og tjáning væntinga til annarra er eitthvað sem seint verður hægt að æfa nógu oft né ná fullkomlega öllum stundum. Það er eðlilegt í okkar mannlegu samskiptum að við höfum ákveðnar væntingar til annarra. Væntingar hjálpa okkur að skilja hvernig hlutir virka og aðstoða okkur við að horfa fram á við og spá um gjörðir og viðbrögð annarra. Þessar væntingar geta þó þvælst einstaklega mikið fyrir okkur og kemur það oft bersýnilega í ljós á vinnustöðum. „Ég hélt að Jón ætlaði að gera þetta,“ segir einn á meðan annar svarar: „Þetta er í verkahring Gunnu,“ og næsti bætir við: „Ég gerði ráð fyrir að þið mynduð finna út úr þessu.“ Útkoman verður því miður of oft sú að verkefni hreyfast illa áfram, fólk skilur ekki hver er ábyrgur fyrir hverju, eitthvað klúðrast, fólk endar ósátt, vinnumórall dvínar og rekstrarmarkmið nást ekki. Væntingar eru í raun ekki mikið meira en sögur sem við segjum sjálfum okkur um hvernig aðrir „ættu“ að vera, gera eða bregðast við. Það er því oftast gefið að fólk mun bregðast væntingum okkar og við upplifum vonbrigði. Hins vegar þegar um samning eða skýrt samkomulag er að ræða þá stöndum við flest fast við það sem við höfum skuldbundið okkur til að gera og er okkur skýrt hvers ætlast er til af okkur. Þegar við færum væntingar yfir í skýrt samkomulag þá leggjum við hlutina á borðið, sköpum skilning og fáum á hreint hverju hver og einn er ábyrgur fyrir. Við hættum að nota orð eins og „ég hélt að…“ eða „ég gerði ráð fyrir…“ og leggjum okkur fram við að fá skýr svör með spurningum eins og: „Er það rétt skilið hjá mér að þú munir klára þetta og sjá til þess að A, B og C verði á hreinu og útkoman verði X?” Við verðum líka virkari í að spyrja aðra spurninga sem skýra væntingar þeirra til okkar og gerum ekki ráð fyrir að allir hugsi eins og við. Að skapa samkomulag er skemmtilegt og frjótt, virkjar fólk til þátttöku, styrkir sambönd og samskipti, eflir ábyrgð og gerir augljóst hvað er raunhæft og hvað ekki. Við viljum öll ná árangri í lífi og starfi og upplifa ánægjulega samvinnu. Það eitt að vera meðvitaður um að færa væntingar yfir í skýrt samkomulag getur umbreytt samskiptum og einfaldað málin svo um munar. Stuðlar þú að skýru samkomulagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Skilvirk samskipti og tjáning væntinga til annarra er eitthvað sem seint verður hægt að æfa nógu oft né ná fullkomlega öllum stundum. Það er eðlilegt í okkar mannlegu samskiptum að við höfum ákveðnar væntingar til annarra. Væntingar hjálpa okkur að skilja hvernig hlutir virka og aðstoða okkur við að horfa fram á við og spá um gjörðir og viðbrögð annarra. Þessar væntingar geta þó þvælst einstaklega mikið fyrir okkur og kemur það oft bersýnilega í ljós á vinnustöðum. „Ég hélt að Jón ætlaði að gera þetta,“ segir einn á meðan annar svarar: „Þetta er í verkahring Gunnu,“ og næsti bætir við: „Ég gerði ráð fyrir að þið mynduð finna út úr þessu.“ Útkoman verður því miður of oft sú að verkefni hreyfast illa áfram, fólk skilur ekki hver er ábyrgur fyrir hverju, eitthvað klúðrast, fólk endar ósátt, vinnumórall dvínar og rekstrarmarkmið nást ekki. Væntingar eru í raun ekki mikið meira en sögur sem við segjum sjálfum okkur um hvernig aðrir „ættu“ að vera, gera eða bregðast við. Það er því oftast gefið að fólk mun bregðast væntingum okkar og við upplifum vonbrigði. Hins vegar þegar um samning eða skýrt samkomulag er að ræða þá stöndum við flest fast við það sem við höfum skuldbundið okkur til að gera og er okkur skýrt hvers ætlast er til af okkur. Þegar við færum væntingar yfir í skýrt samkomulag þá leggjum við hlutina á borðið, sköpum skilning og fáum á hreint hverju hver og einn er ábyrgur fyrir. Við hættum að nota orð eins og „ég hélt að…“ eða „ég gerði ráð fyrir…“ og leggjum okkur fram við að fá skýr svör með spurningum eins og: „Er það rétt skilið hjá mér að þú munir klára þetta og sjá til þess að A, B og C verði á hreinu og útkoman verði X?” Við verðum líka virkari í að spyrja aðra spurninga sem skýra væntingar þeirra til okkar og gerum ekki ráð fyrir að allir hugsi eins og við. Að skapa samkomulag er skemmtilegt og frjótt, virkjar fólk til þátttöku, styrkir sambönd og samskipti, eflir ábyrgð og gerir augljóst hvað er raunhæft og hvað ekki. Við viljum öll ná árangri í lífi og starfi og upplifa ánægjulega samvinnu. Það eitt að vera meðvitaður um að færa væntingar yfir í skýrt samkomulag getur umbreytt samskiptum og einfaldað málin svo um munar. Stuðlar þú að skýru samkomulagi?
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar