Veldur fólk þér vonbrigðum? María Lovísa Árnadóttir skrifar 19. mars 2014 07:00 Skilvirk samskipti og tjáning væntinga til annarra er eitthvað sem seint verður hægt að æfa nógu oft né ná fullkomlega öllum stundum. Það er eðlilegt í okkar mannlegu samskiptum að við höfum ákveðnar væntingar til annarra. Væntingar hjálpa okkur að skilja hvernig hlutir virka og aðstoða okkur við að horfa fram á við og spá um gjörðir og viðbrögð annarra. Þessar væntingar geta þó þvælst einstaklega mikið fyrir okkur og kemur það oft bersýnilega í ljós á vinnustöðum. „Ég hélt að Jón ætlaði að gera þetta,“ segir einn á meðan annar svarar: „Þetta er í verkahring Gunnu,“ og næsti bætir við: „Ég gerði ráð fyrir að þið mynduð finna út úr þessu.“ Útkoman verður því miður of oft sú að verkefni hreyfast illa áfram, fólk skilur ekki hver er ábyrgur fyrir hverju, eitthvað klúðrast, fólk endar ósátt, vinnumórall dvínar og rekstrarmarkmið nást ekki. Væntingar eru í raun ekki mikið meira en sögur sem við segjum sjálfum okkur um hvernig aðrir „ættu“ að vera, gera eða bregðast við. Það er því oftast gefið að fólk mun bregðast væntingum okkar og við upplifum vonbrigði. Hins vegar þegar um samning eða skýrt samkomulag er að ræða þá stöndum við flest fast við það sem við höfum skuldbundið okkur til að gera og er okkur skýrt hvers ætlast er til af okkur. Þegar við færum væntingar yfir í skýrt samkomulag þá leggjum við hlutina á borðið, sköpum skilning og fáum á hreint hverju hver og einn er ábyrgur fyrir. Við hættum að nota orð eins og „ég hélt að…“ eða „ég gerði ráð fyrir…“ og leggjum okkur fram við að fá skýr svör með spurningum eins og: „Er það rétt skilið hjá mér að þú munir klára þetta og sjá til þess að A, B og C verði á hreinu og útkoman verði X?” Við verðum líka virkari í að spyrja aðra spurninga sem skýra væntingar þeirra til okkar og gerum ekki ráð fyrir að allir hugsi eins og við. Að skapa samkomulag er skemmtilegt og frjótt, virkjar fólk til þátttöku, styrkir sambönd og samskipti, eflir ábyrgð og gerir augljóst hvað er raunhæft og hvað ekki. Við viljum öll ná árangri í lífi og starfi og upplifa ánægjulega samvinnu. Það eitt að vera meðvitaður um að færa væntingar yfir í skýrt samkomulag getur umbreytt samskiptum og einfaldað málin svo um munar. Stuðlar þú að skýru samkomulagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Skilvirk samskipti og tjáning væntinga til annarra er eitthvað sem seint verður hægt að æfa nógu oft né ná fullkomlega öllum stundum. Það er eðlilegt í okkar mannlegu samskiptum að við höfum ákveðnar væntingar til annarra. Væntingar hjálpa okkur að skilja hvernig hlutir virka og aðstoða okkur við að horfa fram á við og spá um gjörðir og viðbrögð annarra. Þessar væntingar geta þó þvælst einstaklega mikið fyrir okkur og kemur það oft bersýnilega í ljós á vinnustöðum. „Ég hélt að Jón ætlaði að gera þetta,“ segir einn á meðan annar svarar: „Þetta er í verkahring Gunnu,“ og næsti bætir við: „Ég gerði ráð fyrir að þið mynduð finna út úr þessu.“ Útkoman verður því miður of oft sú að verkefni hreyfast illa áfram, fólk skilur ekki hver er ábyrgur fyrir hverju, eitthvað klúðrast, fólk endar ósátt, vinnumórall dvínar og rekstrarmarkmið nást ekki. Væntingar eru í raun ekki mikið meira en sögur sem við segjum sjálfum okkur um hvernig aðrir „ættu“ að vera, gera eða bregðast við. Það er því oftast gefið að fólk mun bregðast væntingum okkar og við upplifum vonbrigði. Hins vegar þegar um samning eða skýrt samkomulag er að ræða þá stöndum við flest fast við það sem við höfum skuldbundið okkur til að gera og er okkur skýrt hvers ætlast er til af okkur. Þegar við færum væntingar yfir í skýrt samkomulag þá leggjum við hlutina á borðið, sköpum skilning og fáum á hreint hverju hver og einn er ábyrgur fyrir. Við hættum að nota orð eins og „ég hélt að…“ eða „ég gerði ráð fyrir…“ og leggjum okkur fram við að fá skýr svör með spurningum eins og: „Er það rétt skilið hjá mér að þú munir klára þetta og sjá til þess að A, B og C verði á hreinu og útkoman verði X?” Við verðum líka virkari í að spyrja aðra spurninga sem skýra væntingar þeirra til okkar og gerum ekki ráð fyrir að allir hugsi eins og við. Að skapa samkomulag er skemmtilegt og frjótt, virkjar fólk til þátttöku, styrkir sambönd og samskipti, eflir ábyrgð og gerir augljóst hvað er raunhæft og hvað ekki. Við viljum öll ná árangri í lífi og starfi og upplifa ánægjulega samvinnu. Það eitt að vera meðvitaður um að færa væntingar yfir í skýrt samkomulag getur umbreytt samskiptum og einfaldað málin svo um munar. Stuðlar þú að skýru samkomulagi?
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar