Skólafólk er lykilfólk Friðrik Rafnsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Fyrir nokkrum árum átti ég áhugavert samtal við gamlan menntaskólakennara. Hann var skólamaður af lífi og sál eins og langflestir í hans stétt, mjög metnaðarfullur, kröfuharður en sanngjarn og bar velferð nemenda sinna mjög fyrir brjósti, enda elskaður og dáður af þeim. Hann sagðist allmörgum árum áður hafa hitt þingmann úr kjördæminu sem hann hefði verið ágætlega málkunnugur. Eftir að þeir höfðu rætt stundarkorn saman um veður, aflabrögð og heyskap barst talið að því hversu mikill munur væri á launakjörum menntaskólakennara og alþingismanna. Þingmaðurinn bar sig aumlega, sagði að það þingfararkaupið væri varla mönnum bjóðandi, nú yrðu þeir bara að fara gera eitthvað í málinu, krefjast þess að þingfararkaupið yrði að minnsta kosti sambærilegt við laun menntaskólakennara. Þingmaðurinn viðurkenndi að vissulega væru þetta miklar kröfur svona í einum rykk, en að kannski mætti stefna að því að ná að uppylla þær í áföngum. Ég er vitaskuld ekki að rifja þetta upp til að gera lítið úr störfum alþingismanna, síður en svo, lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi eiga að sjálfsögðu að fá mjög sanngjörn laun fyrir sín þjóðþrifastörf. Þingfararkaup er nú um 630 þúsund krónur á mánuði, en meðallaun framhaldsskólakennara eru um 380 þúsund krónur. Frá því áðurnefndur menntaskólakennari átti samtalið við þingmanninn góða hefur þetta því snúist við, og það raunar fyrir nokkuð löngu. Þetta litla en áhugaverða dæmi sýnir glögglega hvernig gildismatið í samfélagi okkar hefur breyst. Það að uppfræða og annast unga fólkið okkar þykir ekki lengur eins dýrmætt og að setja lög, stjórna fyrirtæki, spá í hagfræðispil, sýsla með exceltöflur eða telja baunir.Breyta þarf gildismatinu Þetta er öfugþróun sem verður að stöðva. Ef við viljum halda áfram að þróa og efla nútímalegt þekkingarþjóðfélag og nýsköpun hérlendis, vera auðug og farsæl þjóð meðal þjóða, verðum við að breyta þessu gildismati og virkja betur mikilvægustu og áhugaverðustu auðlindina sem við eigum, heilasellurnar, gráa undraefnið sem við erum öll með í hausnum. Skólafólk á öllum stigum menntakerfisins, þar á meðal framhaldsskólakennarar, er lykilfólk í íslensku samfélagi og ber meginábyrgðina á því að við búum áfram í velferðarsamfélagi á komandi árum. Þess vegna ætti að hækka laun þeirra til jafns við þingfararkaup. Vissulega eru það miklar og kannski ekki raunhæfar kröfur svona í einum rykk, en kannski mætti stefna að því uppfylla þær í vel afmörkuðum áföngum, svokölluðum framfaraskrefum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum átti ég áhugavert samtal við gamlan menntaskólakennara. Hann var skólamaður af lífi og sál eins og langflestir í hans stétt, mjög metnaðarfullur, kröfuharður en sanngjarn og bar velferð nemenda sinna mjög fyrir brjósti, enda elskaður og dáður af þeim. Hann sagðist allmörgum árum áður hafa hitt þingmann úr kjördæminu sem hann hefði verið ágætlega málkunnugur. Eftir að þeir höfðu rætt stundarkorn saman um veður, aflabrögð og heyskap barst talið að því hversu mikill munur væri á launakjörum menntaskólakennara og alþingismanna. Þingmaðurinn bar sig aumlega, sagði að það þingfararkaupið væri varla mönnum bjóðandi, nú yrðu þeir bara að fara gera eitthvað í málinu, krefjast þess að þingfararkaupið yrði að minnsta kosti sambærilegt við laun menntaskólakennara. Þingmaðurinn viðurkenndi að vissulega væru þetta miklar kröfur svona í einum rykk, en að kannski mætti stefna að því að ná að uppylla þær í áföngum. Ég er vitaskuld ekki að rifja þetta upp til að gera lítið úr störfum alþingismanna, síður en svo, lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi eiga að sjálfsögðu að fá mjög sanngjörn laun fyrir sín þjóðþrifastörf. Þingfararkaup er nú um 630 þúsund krónur á mánuði, en meðallaun framhaldsskólakennara eru um 380 þúsund krónur. Frá því áðurnefndur menntaskólakennari átti samtalið við þingmanninn góða hefur þetta því snúist við, og það raunar fyrir nokkuð löngu. Þetta litla en áhugaverða dæmi sýnir glögglega hvernig gildismatið í samfélagi okkar hefur breyst. Það að uppfræða og annast unga fólkið okkar þykir ekki lengur eins dýrmætt og að setja lög, stjórna fyrirtæki, spá í hagfræðispil, sýsla með exceltöflur eða telja baunir.Breyta þarf gildismatinu Þetta er öfugþróun sem verður að stöðva. Ef við viljum halda áfram að þróa og efla nútímalegt þekkingarþjóðfélag og nýsköpun hérlendis, vera auðug og farsæl þjóð meðal þjóða, verðum við að breyta þessu gildismati og virkja betur mikilvægustu og áhugaverðustu auðlindina sem við eigum, heilasellurnar, gráa undraefnið sem við erum öll með í hausnum. Skólafólk á öllum stigum menntakerfisins, þar á meðal framhaldsskólakennarar, er lykilfólk í íslensku samfélagi og ber meginábyrgðina á því að við búum áfram í velferðarsamfélagi á komandi árum. Þess vegna ætti að hækka laun þeirra til jafns við þingfararkaup. Vissulega eru það miklar og kannski ekki raunhæfar kröfur svona í einum rykk, en kannski mætti stefna að því uppfylla þær í vel afmörkuðum áföngum, svokölluðum framfaraskrefum.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun