Má læra af sögunni? Baldur Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Íslendingar hafa mótað eigin utanríkisstefnu í tæp 100 ár eða allt frá fullveldisdeginum 1. desember 1918. Utanríkisstefnunni má skipta niður í þrjú tímabil. Þau eru mörkuð af breytingum í alþjóðasamfélaginu sem íslensk stjórnvöld urðu að bregðast við. Fróðlegt er að fara yfir hvað vel tókst og hvað miður í utanríkisstefnunni í ljósi yfirstandandi deilna um hvert stefna beri á nýrri öld. Fyrsta tímabilið náði til heimsstyrjaldarinnar síðari. Áherslur stjórnvalda voru tvenns konar. Mest kapp var lagt á að bæta markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir á erlenda markaði og lýst yfir ævarandi hlutleysi í vopnaskaki stórvelda. Erfiðlega gekk að tryggja aðgang að mörkuðum í haftastefnu kreppuáranna. Bandaríkin höfðu engan áhuga á að versla við landsmenn og Evrópa var áfram helsti markaður fyrir sjávarafurðir.Hlutleysisstefnan beið skipbrot í stríðinu Annað tímabilið var markað af kaldastríðsárunum eftir umbreytingarskeið stríðsáranna. Utanríkisstefnan byggði á þremur stoðum: stækkun landhelginnar, bættum markaðsaðgangi fyrir sjávarafurðir og þátttöku í varnarsamvinnu lýðræðisríkja. Vel tókst til við stækkun landhelginnar og varnir landsins. Brösuglega gekk hins vegar að semja um niðurfellingu tolla og annarra viðskiptahindrana fyrir sjávarútveginn. Það breyttist ekki fyrr en Ísland gekk í EFTA árið 1970 með það að markmiði að taka þátt í gerð fríverslunarsamnings EFTA við ESB. Það gekk eftir og var samningurinn talinn íslenskum sjávarútvegi mjög hagstæður. Mest af útflutningi sjávarafurða fór til Vestur-Evrópu en viðskipti við kommúnistaríkin og Bandaríkin voru einnig umfangsmikil. Þau voru hins vegar mismikil eftir tímabilum og þeim annmörkum háð að austurblokkin krafðist vöruskipta og Bandaríkjamarkaður var óáreiðanlegur. Þriðja tímabilið markaðist af fullkomnun innri markaðar ESB, hruni Sovétríkjanna og aukinni alþjóðavæðingu frá byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Frá þeim tíma hefur utanríkisstefna Íslands byggst á EES-samningum, áframhaldi varnarsamvinnunnar og tilraunum til að auka samvinnu og útflutning til fjarlægari ríkja.Meginstoð stefnunnar Aðildin að EES hefur verið meginstoð stefnunnar enda tryggir hún Íslendingum aðgang að mörkuðum og menntastofnunum ESB-ríkja. Útflutningur sjávarafurða er að langmestu leyti tollfrjáls til ESB. Þangað fara yfir 80 prósent af útflutningi landsmanna, þaðan koma langflestir ferðamenn og til ESB-ríkja sækja flestir Íslendingar sem leita út fyrir landsteinana. Það var ekki fyrr en að Ísland gerðist þátttakandi í innri markaði ESB að íslensk fyrirtæki gátu starfað á jafnréttisgrundvelli við erlenda samkeppnisaðila og Íslendingum var frjálst að ferðast og vinna í stærstum hluta Evrópu. Viðskiptasamningar og sem nánast samneyti við önnur Evrópuríki hefur ætíð komið landsmönnum best. Bandaríkin gáfu okkur aftur á móti langt nef með brottför varnarliðsins og hafa augljóslega lítinn áhuga á að verða bakhjarl landsmanna í framtíðinni. Tilraunir til að koma á nánu samstarfi og auka verulega útflutning til fjarlægari heimshluta hafa að mestu leyti mistekist þó ekki megi gera lítið úr auknum viðskiptum við þessa markaði. Liður í þessari stefnu var umsóknin um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hún var sneypuför. Landsmenn standa nú enn og aftur á tímamótun eftir efnahagshrunið. Íslenskt atvinnulíf stendur höllum fæti í erlendri samkeppni, Íslendingar hafa ein lægstu laun sem fyrirfinnast í Vestur-Evrópu og landið er í klakaböndum gjaldeyrishafta. EES-aðildin er mikilvæg og hagstæð en hefur ekki skilað nægilegum efnahagslegum ávinningi. Utanríkisstefna byggð á ofangreindum þremur stoðum þessa síðasta tímabils hefur í raun beðið skipbrot.Valkostirnir Hvaða valkostir eru í stöðunni við mótun nýrrar utanríkisstefnu? Samstaða er um að halda áfram varnarsamstarfinu og efla tengsl við Norðurlöndin. Auk þessa er okkur gefinn kostur á að velja milli þriggja kosta: Norðurslóða, ESB og nánari samvinnu við fjarlægari heimshluta: Rússland, Kína og Indland. Ekkert er fast í hendi um mögulegan ávinning af opnun siglingarleiðarinnar á norðurskauti á næstu áratugum. Viðskipti við risaríkin þrjú hafa ekki vaxið eins og vonast var til og stjórnarhættir í þeim eru skelfilegir. Enginn getur sagt fyrir um þá þróun sem þar verður. ESB er tilbúið til viðræðna um að veita aðstoð við afnám gjaldeyrishafta, upptöku nýs gjaldmiðils og veita landbyggðinni umfangsmikla styrki til nýsköpunar. Núverandi stjórnvöld hafa kostið norðurheimsskautið og aukin tengsl við fjarlæga heimshluta. Áfram verður skakklappast með EES-samninginn þó að stjórnvöld virðist í raun hafa allt sem honum tengist á hornum sér. Þetta er athyglisvert í ljósi viðskiptahagsmuna, kjara almennings og mennta- og menningarsamskipta. Getum við litið til sögunnar og lært af henni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa mótað eigin utanríkisstefnu í tæp 100 ár eða allt frá fullveldisdeginum 1. desember 1918. Utanríkisstefnunni má skipta niður í þrjú tímabil. Þau eru mörkuð af breytingum í alþjóðasamfélaginu sem íslensk stjórnvöld urðu að bregðast við. Fróðlegt er að fara yfir hvað vel tókst og hvað miður í utanríkisstefnunni í ljósi yfirstandandi deilna um hvert stefna beri á nýrri öld. Fyrsta tímabilið náði til heimsstyrjaldarinnar síðari. Áherslur stjórnvalda voru tvenns konar. Mest kapp var lagt á að bæta markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir á erlenda markaði og lýst yfir ævarandi hlutleysi í vopnaskaki stórvelda. Erfiðlega gekk að tryggja aðgang að mörkuðum í haftastefnu kreppuáranna. Bandaríkin höfðu engan áhuga á að versla við landsmenn og Evrópa var áfram helsti markaður fyrir sjávarafurðir.Hlutleysisstefnan beið skipbrot í stríðinu Annað tímabilið var markað af kaldastríðsárunum eftir umbreytingarskeið stríðsáranna. Utanríkisstefnan byggði á þremur stoðum: stækkun landhelginnar, bættum markaðsaðgangi fyrir sjávarafurðir og þátttöku í varnarsamvinnu lýðræðisríkja. Vel tókst til við stækkun landhelginnar og varnir landsins. Brösuglega gekk hins vegar að semja um niðurfellingu tolla og annarra viðskiptahindrana fyrir sjávarútveginn. Það breyttist ekki fyrr en Ísland gekk í EFTA árið 1970 með það að markmiði að taka þátt í gerð fríverslunarsamnings EFTA við ESB. Það gekk eftir og var samningurinn talinn íslenskum sjávarútvegi mjög hagstæður. Mest af útflutningi sjávarafurða fór til Vestur-Evrópu en viðskipti við kommúnistaríkin og Bandaríkin voru einnig umfangsmikil. Þau voru hins vegar mismikil eftir tímabilum og þeim annmörkum háð að austurblokkin krafðist vöruskipta og Bandaríkjamarkaður var óáreiðanlegur. Þriðja tímabilið markaðist af fullkomnun innri markaðar ESB, hruni Sovétríkjanna og aukinni alþjóðavæðingu frá byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Frá þeim tíma hefur utanríkisstefna Íslands byggst á EES-samningum, áframhaldi varnarsamvinnunnar og tilraunum til að auka samvinnu og útflutning til fjarlægari ríkja.Meginstoð stefnunnar Aðildin að EES hefur verið meginstoð stefnunnar enda tryggir hún Íslendingum aðgang að mörkuðum og menntastofnunum ESB-ríkja. Útflutningur sjávarafurða er að langmestu leyti tollfrjáls til ESB. Þangað fara yfir 80 prósent af útflutningi landsmanna, þaðan koma langflestir ferðamenn og til ESB-ríkja sækja flestir Íslendingar sem leita út fyrir landsteinana. Það var ekki fyrr en að Ísland gerðist þátttakandi í innri markaði ESB að íslensk fyrirtæki gátu starfað á jafnréttisgrundvelli við erlenda samkeppnisaðila og Íslendingum var frjálst að ferðast og vinna í stærstum hluta Evrópu. Viðskiptasamningar og sem nánast samneyti við önnur Evrópuríki hefur ætíð komið landsmönnum best. Bandaríkin gáfu okkur aftur á móti langt nef með brottför varnarliðsins og hafa augljóslega lítinn áhuga á að verða bakhjarl landsmanna í framtíðinni. Tilraunir til að koma á nánu samstarfi og auka verulega útflutning til fjarlægari heimshluta hafa að mestu leyti mistekist þó ekki megi gera lítið úr auknum viðskiptum við þessa markaði. Liður í þessari stefnu var umsóknin um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hún var sneypuför. Landsmenn standa nú enn og aftur á tímamótun eftir efnahagshrunið. Íslenskt atvinnulíf stendur höllum fæti í erlendri samkeppni, Íslendingar hafa ein lægstu laun sem fyrirfinnast í Vestur-Evrópu og landið er í klakaböndum gjaldeyrishafta. EES-aðildin er mikilvæg og hagstæð en hefur ekki skilað nægilegum efnahagslegum ávinningi. Utanríkisstefna byggð á ofangreindum þremur stoðum þessa síðasta tímabils hefur í raun beðið skipbrot.Valkostirnir Hvaða valkostir eru í stöðunni við mótun nýrrar utanríkisstefnu? Samstaða er um að halda áfram varnarsamstarfinu og efla tengsl við Norðurlöndin. Auk þessa er okkur gefinn kostur á að velja milli þriggja kosta: Norðurslóða, ESB og nánari samvinnu við fjarlægari heimshluta: Rússland, Kína og Indland. Ekkert er fast í hendi um mögulegan ávinning af opnun siglingarleiðarinnar á norðurskauti á næstu áratugum. Viðskipti við risaríkin þrjú hafa ekki vaxið eins og vonast var til og stjórnarhættir í þeim eru skelfilegir. Enginn getur sagt fyrir um þá þróun sem þar verður. ESB er tilbúið til viðræðna um að veita aðstoð við afnám gjaldeyrishafta, upptöku nýs gjaldmiðils og veita landbyggðinni umfangsmikla styrki til nýsköpunar. Núverandi stjórnvöld hafa kostið norðurheimsskautið og aukin tengsl við fjarlæga heimshluta. Áfram verður skakklappast með EES-samninginn þó að stjórnvöld virðist í raun hafa allt sem honum tengist á hornum sér. Þetta er athyglisvert í ljósi viðskiptahagsmuna, kjara almennings og mennta- og menningarsamskipta. Getum við litið til sögunnar og lært af henni?
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar