Opið bréf til bæjarfulltrúa í Kópavogi Sigrún Hallgrímsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Það er fiðringur í maganum og spenna í loftinu. Þau hafa ekki farið í áheyrnarprufu áður. Þau eru líka bara níu ára. Þau halda öll að næsta haust fari þau að læra á hljóðfæri hjá sveitinni. Þessi níu ára börn vita ekki að það eru yfirgnæfandi líkur á að brátt fái þau fyrstu höfnunina. Síðasta vor varð Skólahljómsveit Kópavogs að hafna 80% umsókna í hljómsveitina. Fjögur börn af hverjum fimm fá ekki tækifæri til að taka þátt í því frábæra starfi sem unnið er hjá hljómsveitinni. Skólahljómsveit Kópavogs var stofnuð árið 1966, en afmælisdagurinn miðast við fyrstu tónleika sveitarinnar 22. febrúar 1967. Hún er eini tónlistarskólinn í Kópavogi sem er stofnaður af bænum og á forræði hans. Hljómsveitin er eitt flaggskipa Kópavogsbæjar, enda er hún þekkt fyrir að vera sérlega góð. Fyrir bæjarfélagið er hún því vörumerki, á sama hátt og íþróttafélögin Breiðablik og HK og fimleikafélagið Gerpla, sem mikilvægt er að hlúa að. Skólahljómsveit Kópavogs kemur fram á um 90 viðburðum á ári, m.a. á mörgum viðburðum hjá Kópavogsbæ. Hljómsveitin spilar í skrúðgöngu bæjarins 17. júní og á vorhátíðum og aðventu í leikskólum og grunnskólum bæjarins. Mikil vinna og skipulagning liggur í því að koma fram fyrir hönd bæjarins, enda hefur metnaður ávallt verið í fyrirrúmi þegar hljómsveitin kemur fram. Hljómsveitin er stolt af bænum sínum og skorast ekki undan því að spila fyrir hönd bæjarins.Sigraði þrjú ár í röð Hljómsveitin hefur spilað í óperuuppfærslum, fyrir Frostrósartónleika og á tónlistarhátíðum eins og Tectonics enda veit tónlistarfólk að hljómsveitin stendur undir merki sínu. Hljómsveitin náði þeim einstaka árangri síðastliðið vor að sigra í Nótunni þriðja árið í röð. B-sveitin sigraði í flokki samleiks í grunnnámi árið 2011, C-sveitin í flokki samleiks í miðnámi árið 2012 og A-sveitin sigraði í flokki nemenda í grunnnámi síðastliðið vor. Þessi árangur er ekki sjálfgefinn, því um 15.000 nemendur í um 90 tónlistarskólum hafa þátttökurétt í Nótunni og þó nokkuð margir tónlistarskólar hafa aldrei náð að koma atriði í lokakeppnina. Það má því auðveldlega jafna þessu við að hafa unnið Íslandsmeistaratitil þrjú ár í röð í sínum flokki. Skólahljómsveitin starfar í þröngu húsnæði í HK húsinu við Skálaheiði. Það húsnæði er ekki hannað til tónlistarkennslu og flutti hljómsveitin í það til bráðabirgða fyrir fjórtán árum. Öll aðstaða í húsinu er óviðunandi. Árið 2007 var búið að teikna góða aðstöðu fyrir skólann í Digranesskóla, sem stóð til að endurnýja, en í kjölfar bankahrunsins var byggingin slegin út af borðinu og Digranes- og Hjallaskóli sameinaðir í Álfhólsskóla. Eftir stendur skólahljómsveitin með óleystan húsnæðisvanda. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að lagfæra húsnæðið við Skálaheiði og nýta rými sem áður tilheyrði HK undir hljómsveitina. Það er auðvitað þakkarvert að bæjaryfirvöld séu tilbúin til að stækka rými hljómsveitarinnar en það breytir því ekki að húsnæðið er ekki hannað undir tónlistarkennslu. Það leysir því miður ekki vandann að bæta óhentugt rými með meira af óhentugu rými. Þessi ráðstöfun getur því aðeins verið til mjög skamms tíma.Einstakt starf Það starf sem unnið er hjá skólahljómsveitinni er einstakt, enda sést það best á þeim árangri sem hljómsveitin hefur náð á þeim tíma sem Össur Geirsson hefur verið við stjórnvölinn. Hvernig væri að bæjarfulltrúar Kópavogsbæjar tækju málefni skólahljómsveitarinnar okkar í Kópavogi upp á sína arma og legðu sitt af mörkum til að skapa henni þá aðstöðu sem hún og stjórnandi hennar, Össur Geirsson, eiga skilið? Það eru aðeins þrjú ár þar til hljómsveitin heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt. Besta afmælisgjöf bæjarins til hljómsveitarinnar og um leið til bæjarbúa væri að almennilegt framtíðarhúsnæði fyrir hljómsveitina verði á teikniborðinu. Bæjaryfirvöld hafa gert vel í húsnæðismálum fyrir íþróttafélög bæjarins og Tónlistarskóli Kópavogs (sem er þó ekki á forræði bæjarins) er einnig í góðu húsnæði en enn situr Skólahljómsveitin í óviðunandi húsnæði eftir tæplega 50 ára bið. Ég skora á bæjarfulltrúa og íbúa bæjarins að mæta á næstu tónleika hljómsveitarinnar þann 9. mars nk. í Háskólabíói. Þeir sem mæta á tónleika sveitarinnar verða fljótt áskynja mikilvægi þess að hlúa því góða vörumerki Kópavogsbæjar sem hljómsveitin er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það er fiðringur í maganum og spenna í loftinu. Þau hafa ekki farið í áheyrnarprufu áður. Þau eru líka bara níu ára. Þau halda öll að næsta haust fari þau að læra á hljóðfæri hjá sveitinni. Þessi níu ára börn vita ekki að það eru yfirgnæfandi líkur á að brátt fái þau fyrstu höfnunina. Síðasta vor varð Skólahljómsveit Kópavogs að hafna 80% umsókna í hljómsveitina. Fjögur börn af hverjum fimm fá ekki tækifæri til að taka þátt í því frábæra starfi sem unnið er hjá hljómsveitinni. Skólahljómsveit Kópavogs var stofnuð árið 1966, en afmælisdagurinn miðast við fyrstu tónleika sveitarinnar 22. febrúar 1967. Hún er eini tónlistarskólinn í Kópavogi sem er stofnaður af bænum og á forræði hans. Hljómsveitin er eitt flaggskipa Kópavogsbæjar, enda er hún þekkt fyrir að vera sérlega góð. Fyrir bæjarfélagið er hún því vörumerki, á sama hátt og íþróttafélögin Breiðablik og HK og fimleikafélagið Gerpla, sem mikilvægt er að hlúa að. Skólahljómsveit Kópavogs kemur fram á um 90 viðburðum á ári, m.a. á mörgum viðburðum hjá Kópavogsbæ. Hljómsveitin spilar í skrúðgöngu bæjarins 17. júní og á vorhátíðum og aðventu í leikskólum og grunnskólum bæjarins. Mikil vinna og skipulagning liggur í því að koma fram fyrir hönd bæjarins, enda hefur metnaður ávallt verið í fyrirrúmi þegar hljómsveitin kemur fram. Hljómsveitin er stolt af bænum sínum og skorast ekki undan því að spila fyrir hönd bæjarins.Sigraði þrjú ár í röð Hljómsveitin hefur spilað í óperuuppfærslum, fyrir Frostrósartónleika og á tónlistarhátíðum eins og Tectonics enda veit tónlistarfólk að hljómsveitin stendur undir merki sínu. Hljómsveitin náði þeim einstaka árangri síðastliðið vor að sigra í Nótunni þriðja árið í röð. B-sveitin sigraði í flokki samleiks í grunnnámi árið 2011, C-sveitin í flokki samleiks í miðnámi árið 2012 og A-sveitin sigraði í flokki nemenda í grunnnámi síðastliðið vor. Þessi árangur er ekki sjálfgefinn, því um 15.000 nemendur í um 90 tónlistarskólum hafa þátttökurétt í Nótunni og þó nokkuð margir tónlistarskólar hafa aldrei náð að koma atriði í lokakeppnina. Það má því auðveldlega jafna þessu við að hafa unnið Íslandsmeistaratitil þrjú ár í röð í sínum flokki. Skólahljómsveitin starfar í þröngu húsnæði í HK húsinu við Skálaheiði. Það húsnæði er ekki hannað til tónlistarkennslu og flutti hljómsveitin í það til bráðabirgða fyrir fjórtán árum. Öll aðstaða í húsinu er óviðunandi. Árið 2007 var búið að teikna góða aðstöðu fyrir skólann í Digranesskóla, sem stóð til að endurnýja, en í kjölfar bankahrunsins var byggingin slegin út af borðinu og Digranes- og Hjallaskóli sameinaðir í Álfhólsskóla. Eftir stendur skólahljómsveitin með óleystan húsnæðisvanda. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að lagfæra húsnæðið við Skálaheiði og nýta rými sem áður tilheyrði HK undir hljómsveitina. Það er auðvitað þakkarvert að bæjaryfirvöld séu tilbúin til að stækka rými hljómsveitarinnar en það breytir því ekki að húsnæðið er ekki hannað undir tónlistarkennslu. Það leysir því miður ekki vandann að bæta óhentugt rými með meira af óhentugu rými. Þessi ráðstöfun getur því aðeins verið til mjög skamms tíma.Einstakt starf Það starf sem unnið er hjá skólahljómsveitinni er einstakt, enda sést það best á þeim árangri sem hljómsveitin hefur náð á þeim tíma sem Össur Geirsson hefur verið við stjórnvölinn. Hvernig væri að bæjarfulltrúar Kópavogsbæjar tækju málefni skólahljómsveitarinnar okkar í Kópavogi upp á sína arma og legðu sitt af mörkum til að skapa henni þá aðstöðu sem hún og stjórnandi hennar, Össur Geirsson, eiga skilið? Það eru aðeins þrjú ár þar til hljómsveitin heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt. Besta afmælisgjöf bæjarins til hljómsveitarinnar og um leið til bæjarbúa væri að almennilegt framtíðarhúsnæði fyrir hljómsveitina verði á teikniborðinu. Bæjaryfirvöld hafa gert vel í húsnæðismálum fyrir íþróttafélög bæjarins og Tónlistarskóli Kópavogs (sem er þó ekki á forræði bæjarins) er einnig í góðu húsnæði en enn situr Skólahljómsveitin í óviðunandi húsnæði eftir tæplega 50 ára bið. Ég skora á bæjarfulltrúa og íbúa bæjarins að mæta á næstu tónleika hljómsveitarinnar þann 9. mars nk. í Háskólabíói. Þeir sem mæta á tónleika sveitarinnar verða fljótt áskynja mikilvægi þess að hlúa því góða vörumerki Kópavogsbæjar sem hljómsveitin er.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar