Refsivert að aka hægt á vinstri akrein í Georgíufylki Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2014 10:48 Umferð á bandarískum þjóðvegi. Nú liggur fyrir tillaga í þingi Georgíufylkis að refsivert verði að aka hægt á vinstri akrein á þjóðvegum fylkisins. Til að til refsingar komi, þ.e. fjársekta, þarf hinn saknæmi að aka undir leyfilegum hámarkshraða. Tillaga þessa efnis var reyndar samþykkt í fylkinu árið 2010 af fulltrúadeild fylkisins en hún komst ekki til samþykktar á þingi þess. Þá samþykkti fulltrúadeildin hana með 129 atkvæðum gegn 29 en nú var stuðningurinn ennþá meiri, 162 gegn 9. Flutningmaður tillögunnar, Bill Hitchens, gerir sér grein fyrir að erfitt geti reynst að framfylgja þessu refsiákvæði en lagasetningin myndi að minnsta kosti vekja fólk til vitundar um það vandamál sem skapast með þeirri háttsemi að tefja umferð með hægum akstri á vinstri akrein. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent
Nú liggur fyrir tillaga í þingi Georgíufylkis að refsivert verði að aka hægt á vinstri akrein á þjóðvegum fylkisins. Til að til refsingar komi, þ.e. fjársekta, þarf hinn saknæmi að aka undir leyfilegum hámarkshraða. Tillaga þessa efnis var reyndar samþykkt í fylkinu árið 2010 af fulltrúadeild fylkisins en hún komst ekki til samþykktar á þingi þess. Þá samþykkti fulltrúadeildin hana með 129 atkvæðum gegn 29 en nú var stuðningurinn ennþá meiri, 162 gegn 9. Flutningmaður tillögunnar, Bill Hitchens, gerir sér grein fyrir að erfitt geti reynst að framfylgja þessu refsiákvæði en lagasetningin myndi að minnsta kosti vekja fólk til vitundar um það vandamál sem skapast með þeirri háttsemi að tefja umferð með hægum akstri á vinstri akrein.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent