Skemmtiferða skipin og Harpa Óskar Bergsson skrifar 20. mars 2014 07:00 Ein af mörgum leiðum til að fegra mannlíf og efla viðskiptin í miðborg Reykjavíkur er að gera viðlegukant fyrir skemmtiferðaskip við Hörpu. Með því móti sköpum við möguleikann á því að erlendir ferðamenn geti gengið beint frá borði í miðborgina og notið hennar eins og best verður á kosið. Farið á veitingahús og verslað í frábærum sérverslunum sem miðborgin býður upp á. Þegar borgarstjórn Reykjavíkur tók þá umdeildu ákvörðun að halda áfram með byggingu Hörpunnar í miðju hruni gerði ég það að skilyrði fyrir samþykki mínu að gerður yrði viðlegukantur fyrir skemmtiferðaskip við Hörpu. Það skilyrði var sett inn í samninginn og sérstaklega tekið fram að þessi viðlegukantur yrði byggður. Þrátt fyrir það ákvæði samningsins var fyllingarefninu úr grunni Hörpu ekið í Sundahöfn í stað þess að nýta það þar. Núverandi borgarstjórn þarf að svara fyrir það hvers vegna ekki var staðið við samkomulagið. Fyrir næstu borgarstjórn liggur að taka málið upp og hefjast strax handa við að ljúka við viðlegukantinn. Sem dæmi má nefna að grjótinu frá Lýsisreitnum sem nú er verið að sprengja er ekið út úr borginni í stað þess að nýta það á þessum stað öllum til hagsbóta. Fyrir hagsmunaaðila í miðborginni yrði viðlegukantur fyrir skemmtiferðaskip mikil vítamínsprauta sem fæli það í sér að göngufæri væri fyrir tugþúsundir erlendra ferðamanna um allan þann fjölbreytileika sem miðborg Reykjavíkur býður upp á. Þetta er framkvæmd sem búið er að semja um og munu framsóknarmenn í Reykjavík leggja mikla áherslu á að hún verði að veruleika eins og um hefur verið samið. Stöndum við gerðan samning, byggjum viðlegukantinn við Hörpu og glæðum miðborgina enn meira lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ein af mörgum leiðum til að fegra mannlíf og efla viðskiptin í miðborg Reykjavíkur er að gera viðlegukant fyrir skemmtiferðaskip við Hörpu. Með því móti sköpum við möguleikann á því að erlendir ferðamenn geti gengið beint frá borði í miðborgina og notið hennar eins og best verður á kosið. Farið á veitingahús og verslað í frábærum sérverslunum sem miðborgin býður upp á. Þegar borgarstjórn Reykjavíkur tók þá umdeildu ákvörðun að halda áfram með byggingu Hörpunnar í miðju hruni gerði ég það að skilyrði fyrir samþykki mínu að gerður yrði viðlegukantur fyrir skemmtiferðaskip við Hörpu. Það skilyrði var sett inn í samninginn og sérstaklega tekið fram að þessi viðlegukantur yrði byggður. Þrátt fyrir það ákvæði samningsins var fyllingarefninu úr grunni Hörpu ekið í Sundahöfn í stað þess að nýta það þar. Núverandi borgarstjórn þarf að svara fyrir það hvers vegna ekki var staðið við samkomulagið. Fyrir næstu borgarstjórn liggur að taka málið upp og hefjast strax handa við að ljúka við viðlegukantinn. Sem dæmi má nefna að grjótinu frá Lýsisreitnum sem nú er verið að sprengja er ekið út úr borginni í stað þess að nýta það á þessum stað öllum til hagsbóta. Fyrir hagsmunaaðila í miðborginni yrði viðlegukantur fyrir skemmtiferðaskip mikil vítamínsprauta sem fæli það í sér að göngufæri væri fyrir tugþúsundir erlendra ferðamanna um allan þann fjölbreytileika sem miðborg Reykjavíkur býður upp á. Þetta er framkvæmd sem búið er að semja um og munu framsóknarmenn í Reykjavík leggja mikla áherslu á að hún verði að veruleika eins og um hefur verið samið. Stöndum við gerðan samning, byggjum viðlegukantinn við Hörpu og glæðum miðborgina enn meira lífi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar