Hingað og ekki lengra Ólafur G. Skúlason skrifar 21. nóvember 2014 09:00 Ekki er seinna vænna að stjórnvöld komi fram með þær áherslur sem þau hafa í heilbrigðismálum okkar Íslendinga til langframa. Hvað þarf að gerast til að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang, það eflt og byggt upp í fyrri gæðaflokk? Ástandið á Landspítala er vel þekkt og þarf ekki að tíunda það frekar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst því yfir að heilbrigðiskerfið sé að þrotum komið og það treysti sér vart til að veita viðunandi þjónustu. Ég þekki heilbrigðiskerfið vel bæði sem heilbrigðisstarfsmaður og aðstandandi. Ég hef alltaf verið stoltur af því starfi sem þar er unnið og af því góða heilbrigðiskerfi sem við eigum, þrátt fyrir mikið álag, ófullnægjandi húsakost, gömul tæki og nú heilsuspillandi vinnuumhverfi. Það sama hefur átt við um flesta mína kollega.Starfsfólkið endist ekki mikið lengur Þannig er nú í pottinn búið að ekki er hægt að ganga lengra í niðurskurði. Hingað og ekki lengra. Nú þarf að snúa vörn í sókn. Byggja þarf upp heilbrigðiskerfi sem veitir bestu þjónustu sem völ er á og er samkeppnishæft um vel menntað og hæft starfsfólk. Það er sorglegt að lesa á forsíðu Fréttablaðsins að fækka þurfi um 100 starfsmenn á Landspítalanum verði Fjárlög ársins 2015 samþykkt án breytinga. Starfsfólk spítalans getur ekki tekið á sig auknar skyldur en það hefur þegar gert. Við stöðugt álag endist fólk ekki lengi í starfi og hef ég áhyggjur af því að verði álagið enn meira sé alveg eins hægt að skella í lás og beina sjúkum til annarra landa til meðferðar. Heilbrigðisstarfsmenn geta ekki meira. Ég skora á þingmenn og ríkisstjórn þessarar þjóðar að setja heilbrigðiskerfið í forgang, bæði faglega starfsemi þess og fjárhagslega. Öll munum við þurfa á því að halda einn daginn og þá vill enginn koma að luktum dyrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er seinna vænna að stjórnvöld komi fram með þær áherslur sem þau hafa í heilbrigðismálum okkar Íslendinga til langframa. Hvað þarf að gerast til að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang, það eflt og byggt upp í fyrri gæðaflokk? Ástandið á Landspítala er vel þekkt og þarf ekki að tíunda það frekar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst því yfir að heilbrigðiskerfið sé að þrotum komið og það treysti sér vart til að veita viðunandi þjónustu. Ég þekki heilbrigðiskerfið vel bæði sem heilbrigðisstarfsmaður og aðstandandi. Ég hef alltaf verið stoltur af því starfi sem þar er unnið og af því góða heilbrigðiskerfi sem við eigum, þrátt fyrir mikið álag, ófullnægjandi húsakost, gömul tæki og nú heilsuspillandi vinnuumhverfi. Það sama hefur átt við um flesta mína kollega.Starfsfólkið endist ekki mikið lengur Þannig er nú í pottinn búið að ekki er hægt að ganga lengra í niðurskurði. Hingað og ekki lengra. Nú þarf að snúa vörn í sókn. Byggja þarf upp heilbrigðiskerfi sem veitir bestu þjónustu sem völ er á og er samkeppnishæft um vel menntað og hæft starfsfólk. Það er sorglegt að lesa á forsíðu Fréttablaðsins að fækka þurfi um 100 starfsmenn á Landspítalanum verði Fjárlög ársins 2015 samþykkt án breytinga. Starfsfólk spítalans getur ekki tekið á sig auknar skyldur en það hefur þegar gert. Við stöðugt álag endist fólk ekki lengi í starfi og hef ég áhyggjur af því að verði álagið enn meira sé alveg eins hægt að skella í lás og beina sjúkum til annarra landa til meðferðar. Heilbrigðisstarfsmenn geta ekki meira. Ég skora á þingmenn og ríkisstjórn þessarar þjóðar að setja heilbrigðiskerfið í forgang, bæði faglega starfsemi þess og fjárhagslega. Öll munum við þurfa á því að halda einn daginn og þá vill enginn koma að luktum dyrum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar