Þeir sem mæta of seint í tíma í World Class settir í skammarkrókinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 14:20 „Þar sem við erum með mjög marga vinsæla tíma þar sem færri komast að en vilja fór í gang miðakerfi fyrir nokkrum árum. Með því þurftir þú að mæta tímanlega og bíða í röð uppá von og óvon að komast í tímann. Mjög tímafrekt og ég tala nú ekki ef maður fengi svo ekki pláss,“ segir Hafdís Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa og eiginkona Björns Leifssonar, framkvæmdastjóra World Class. Líkamsræktarstöðvakeðjan setti nýja heimasíðu í loftið í ágúst. Á heimasíðunni eru upplýsingar um allar stöðvar World Class, tímatöflur, námskeið, fyrirlestra og fréttir en auk þess er hægt að skrá sig í hópatíma á netinu.Sjö daga straff „Á nýju heimasíðunni tókum við upp kerfi frá heilsuræktarstöðvum í Bandaríkjunum þar sem boðið er uppá að skrá sig í tíma sjö daga fram í tímann. Tímarnir safnast svo inn á „þína tímatöflu“ og þú getur sent hana í dagbókina þína í tölvunni og/eða símanum og fengið áminningu, til dæmis þrjátíu mínútur fyrir tímann, svo framarlega að þú sért korthafi,“ segir Hafdís. Samkvæmt reglum World Class þarf svo að mæta í hópatímann fimm mínútum áður en hann hefst. Ef viðskiptavinir stöðvarinnar gera það ekki eru þeir settir í það sem er kallað „skammarkrókinn“ og mega ekki nota netskráningu á heimasíðu World Class í sjö daga. „Sumar stöðvar til dæmis sekta viðskiptavini um vissa upphæð. Við ræddum við okkar korthafa um hvað þeim fyndist að við ættum að gera í þessum málum. Allir voru sammála að það þyrfti að vera eitthvað straff ef viðkomandi myndi ekki afbóka sig því það yrði mjög pirrandi að frétta af því að það hefði verið pláss í tímanum. Þannig að niðurstaðan varð að það er hægt að bóka sig sjö daga fram í tímann og afbóka sig allt að sextíu mínútum fram í tímann. Þá kom það upp hvernig við gætum úthlutað því plássi sem myndaðist ef einhverjir myndu samt skrópa. Einnig var það rætt hve nauðsynlegt það væri að allir væru mættir þegar tímarnir hefjast til þess að það skapaðist ekki truflun og óróleiki í tímanum. Þá kom sú regla að það þarf að vera búið að sækja miðann og láta merkja við sig fimm mínútum fyrir tímann. Það var sá tími sem öllum fannst lágmark að gefa sér til að vera mættir á réttum tíma. Einnig gefur það svigrúm fyrir þá sem náðu ekki plássi en mættu samt þó óvíst væru að þeir fengju pláss.“Erlendis kallað svarti listinn Kerfið er frekar nýtt af nálinni í líkamsræktarstöðvunum en Hafdís segir það hingað til hafa reynst vel. „Það má nú með allt segja að ekkert er fullkomið og við erum sífellt með augun opin í að aðlaga þetta kerfi betur og betur. Svo má líka segja, eins og svo margir sem eru ánægðir, að þetta ýtir á og veitir gott aðhald að mæta því þú vilt ekki lenda í „skammarkróknum“. Þetta er nú bara orð til þess að brosa að því þetta er frekar notað til þess að fá börnin til þess að breyta rétt og gera hlutina en er ekki mikið notað á fullorðið fólk. En það var erfitt að finna eitthvað eitt, gott orð yfir þetta. Erlendis er þetta kallað„The black list“, eða svarti listinn, en okkur fannst það ekki koma til greina,“ segir hún. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Þar sem við erum með mjög marga vinsæla tíma þar sem færri komast að en vilja fór í gang miðakerfi fyrir nokkrum árum. Með því þurftir þú að mæta tímanlega og bíða í röð uppá von og óvon að komast í tímann. Mjög tímafrekt og ég tala nú ekki ef maður fengi svo ekki pláss,“ segir Hafdís Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa og eiginkona Björns Leifssonar, framkvæmdastjóra World Class. Líkamsræktarstöðvakeðjan setti nýja heimasíðu í loftið í ágúst. Á heimasíðunni eru upplýsingar um allar stöðvar World Class, tímatöflur, námskeið, fyrirlestra og fréttir en auk þess er hægt að skrá sig í hópatíma á netinu.Sjö daga straff „Á nýju heimasíðunni tókum við upp kerfi frá heilsuræktarstöðvum í Bandaríkjunum þar sem boðið er uppá að skrá sig í tíma sjö daga fram í tímann. Tímarnir safnast svo inn á „þína tímatöflu“ og þú getur sent hana í dagbókina þína í tölvunni og/eða símanum og fengið áminningu, til dæmis þrjátíu mínútur fyrir tímann, svo framarlega að þú sért korthafi,“ segir Hafdís. Samkvæmt reglum World Class þarf svo að mæta í hópatímann fimm mínútum áður en hann hefst. Ef viðskiptavinir stöðvarinnar gera það ekki eru þeir settir í það sem er kallað „skammarkrókinn“ og mega ekki nota netskráningu á heimasíðu World Class í sjö daga. „Sumar stöðvar til dæmis sekta viðskiptavini um vissa upphæð. Við ræddum við okkar korthafa um hvað þeim fyndist að við ættum að gera í þessum málum. Allir voru sammála að það þyrfti að vera eitthvað straff ef viðkomandi myndi ekki afbóka sig því það yrði mjög pirrandi að frétta af því að það hefði verið pláss í tímanum. Þannig að niðurstaðan varð að það er hægt að bóka sig sjö daga fram í tímann og afbóka sig allt að sextíu mínútum fram í tímann. Þá kom það upp hvernig við gætum úthlutað því plássi sem myndaðist ef einhverjir myndu samt skrópa. Einnig var það rætt hve nauðsynlegt það væri að allir væru mættir þegar tímarnir hefjast til þess að það skapaðist ekki truflun og óróleiki í tímanum. Þá kom sú regla að það þarf að vera búið að sækja miðann og láta merkja við sig fimm mínútum fyrir tímann. Það var sá tími sem öllum fannst lágmark að gefa sér til að vera mættir á réttum tíma. Einnig gefur það svigrúm fyrir þá sem náðu ekki plássi en mættu samt þó óvíst væru að þeir fengju pláss.“Erlendis kallað svarti listinn Kerfið er frekar nýtt af nálinni í líkamsræktarstöðvunum en Hafdís segir það hingað til hafa reynst vel. „Það má nú með allt segja að ekkert er fullkomið og við erum sífellt með augun opin í að aðlaga þetta kerfi betur og betur. Svo má líka segja, eins og svo margir sem eru ánægðir, að þetta ýtir á og veitir gott aðhald að mæta því þú vilt ekki lenda í „skammarkróknum“. Þetta er nú bara orð til þess að brosa að því þetta er frekar notað til þess að fá börnin til þess að breyta rétt og gera hlutina en er ekki mikið notað á fullorðið fólk. En það var erfitt að finna eitthvað eitt, gott orð yfir þetta. Erlendis er þetta kallað„The black list“, eða svarti listinn, en okkur fannst það ekki koma til greina,“ segir hún.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira