Sjáið myndbandið: Kántrísöngvari kemur út úr skápnum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 19:30 Billy er samkynhneigður. vísir/ap Kántrísöngvarinn Billy Gilman, 26 ára, kom út úr skápnum í gær í myndbandi sem hann setti á YouTube. Billy sló fyrst í gegn þegar hann var ellefu ára með laginu One Voice. Billy tísti um myndbandið í gær og kallar það My Story, eða Mín saga. Í því segist hann hafa viljað koma út úr skápnum eftir að hann var myndaður með kærasta sínum til fimm mánaða. „Þá gerði ég mér grein fyrir að ég vildi að þetta kæmi frá mér frekar en að þið mynduð lesa það annars staðar í frétt sem væri full af ósannindum,“ segir hann. „Það hefur tekið mig nokkrar vikur að finna út úr því hvernig ég ætti að gera þetta myndband sem þið eruð að horfa á. En í dag gerði vinur minn og annar kántrílistamaður mér það auðvelt að gera þetta myndband,“ bætir Billy við og vísar í kántrísöngvarann Ty Herndon sem kom einnig út úr skápnum í gær. Sögusagnir hafa sprottið upp síðustu ár þess efnis að Billy sé samkynhneigður og segir hann það hafa haft áhrif á feril sinn. „Það er eitt ef fólki líkar ekki tónlistin þín en eftir að hafa selt fimm milljónir platna, átt yndislegt líf í tónlistarbransanum vissi ég að eitthvað var að þegar ekkert stórt plötufyrirtæki vildi setjast niður með mér og hlusta á nýja efnið mitt,“ segir hann. „Það er erfitt fyrir mig að gera þetta myndband, ekki út af því að ég skammast mín fyrir að vera samkynhneigður, karlkyns listamaður, eða samkynhneigður listamaður eða samkynhneigð manneskja. En það er kjánalegt að vita að ég skammast mín fyrir að gera þetta því ég tilheyri tónlistargeira þar sem fólk skammast sín fyrir þann mann sem ég hef að geyma,“ bætir hann við. Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Lífið samstarf Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan fór út blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira
Kántrísöngvarinn Billy Gilman, 26 ára, kom út úr skápnum í gær í myndbandi sem hann setti á YouTube. Billy sló fyrst í gegn þegar hann var ellefu ára með laginu One Voice. Billy tísti um myndbandið í gær og kallar það My Story, eða Mín saga. Í því segist hann hafa viljað koma út úr skápnum eftir að hann var myndaður með kærasta sínum til fimm mánaða. „Þá gerði ég mér grein fyrir að ég vildi að þetta kæmi frá mér frekar en að þið mynduð lesa það annars staðar í frétt sem væri full af ósannindum,“ segir hann. „Það hefur tekið mig nokkrar vikur að finna út úr því hvernig ég ætti að gera þetta myndband sem þið eruð að horfa á. En í dag gerði vinur minn og annar kántrílistamaður mér það auðvelt að gera þetta myndband,“ bætir Billy við og vísar í kántrísöngvarann Ty Herndon sem kom einnig út úr skápnum í gær. Sögusagnir hafa sprottið upp síðustu ár þess efnis að Billy sé samkynhneigður og segir hann það hafa haft áhrif á feril sinn. „Það er eitt ef fólki líkar ekki tónlistin þín en eftir að hafa selt fimm milljónir platna, átt yndislegt líf í tónlistarbransanum vissi ég að eitthvað var að þegar ekkert stórt plötufyrirtæki vildi setjast niður með mér og hlusta á nýja efnið mitt,“ segir hann. „Það er erfitt fyrir mig að gera þetta myndband, ekki út af því að ég skammast mín fyrir að vera samkynhneigður, karlkyns listamaður, eða samkynhneigður listamaður eða samkynhneigð manneskja. En það er kjánalegt að vita að ég skammast mín fyrir að gera þetta því ég tilheyri tónlistargeira þar sem fólk skammast sín fyrir þann mann sem ég hef að geyma,“ bætir hann við.
Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Lífið samstarf Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan fór út blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira