Er flokkun heimilissorps óþörf? Björn Guðbrandur Jónsson og Hjálmar Hjálmarsson skrifar 25. nóvember 2014 09:30 Eins og fram hefur komið í fréttum hefur kærunefnd útboðsmála stöðvað samningsgerð byggðasamlagsins Sorpu við danskt fyrirtæki um byggingu á gas- og jarðgerðarstöð. Það kemur ekki á óvart því með þessa ráðagerð hefur verið farið leynt, eins og það komi engum í samfélaginu við hvernig stór framkvæmd eins og þessi er hugsuð, hönnuð og framkvæmd. Ráðgerður kostnaður er þó upp á 2,7 milljarða króna. Það sem vekur furðu okkar við þessi áform Sorpu er hinn einbeitti vilji fyrirtækisins til að sniðganga þátttöku almennings við nýja hætti við meðferð lífræns sorps. Nú ber að taka fram að upplýsingar um gas- og jarðgerðarstöðina eru fengnar úr fjölmiðlum því þær hefur ekki verið að finna á heimasíðu Sorpu. Samkvæmt fréttum þá hefur Sorpa valið einhverja ákveðna tæknilausn af því „…að hún sé eina lausnin sem uppfylli markmið byggðasamlagsins um meðhöndlun lífræns heimilissorps, en tæknin gerir sorpflokkun óþarfa.“ (tilvitnun í frétt í Fréttablaðinu 20. okt. 2014). Hér vaknar sú krafa að byggðasamlag sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins útskýri opinberlega, af hverju beri að forðast flokkun á lífrænu heimilissorpi. Flokkun heimilissorps byggir aðeins að litlu leyti á tæknilausnum, hún reiðir sig meir á mannlega þáttinn, hugarfar og þátttöku. Mikilsvert er að flokkun heimilissorps gerir almenningi kleift að taka virkan þátt í lausn á vandamálum sem knýja á í samtíma okkar. Sú reynsla sem hefur orðið til hérlendis varðandi flokkun lífræns heimilissorps gefur ekki tilefni til að vantreysta almenningi. Þvert á móti virðist sem fólk sé almennt reiðubúið til að taka á sig þá litlu fyrirhöfn í eldhúsinu, sem því fylgir að aðgreina lífrænt frá ólífrænu. Með því að hunsa þær sterku vísbendingar er almenningur og samfélagið allt snuðað um býsna ánægjulega og gagnlega upplifun í hversdeginum, nokkuð sem þátttakendur í slíku fyrirkomulagi hafa margoft vitnað um. Það er ekki boðlegt að svo stór ákvörðun, (sbr. „…tæknin gerir sorpflokkun óþarfa.“) skuli eftirlátin þröngum hópi teknókrata, án þess að um það hafi farið fram nein marktæk umræða og án þess að kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafi látið neitt til sín taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur kærunefnd útboðsmála stöðvað samningsgerð byggðasamlagsins Sorpu við danskt fyrirtæki um byggingu á gas- og jarðgerðarstöð. Það kemur ekki á óvart því með þessa ráðagerð hefur verið farið leynt, eins og það komi engum í samfélaginu við hvernig stór framkvæmd eins og þessi er hugsuð, hönnuð og framkvæmd. Ráðgerður kostnaður er þó upp á 2,7 milljarða króna. Það sem vekur furðu okkar við þessi áform Sorpu er hinn einbeitti vilji fyrirtækisins til að sniðganga þátttöku almennings við nýja hætti við meðferð lífræns sorps. Nú ber að taka fram að upplýsingar um gas- og jarðgerðarstöðina eru fengnar úr fjölmiðlum því þær hefur ekki verið að finna á heimasíðu Sorpu. Samkvæmt fréttum þá hefur Sorpa valið einhverja ákveðna tæknilausn af því „…að hún sé eina lausnin sem uppfylli markmið byggðasamlagsins um meðhöndlun lífræns heimilissorps, en tæknin gerir sorpflokkun óþarfa.“ (tilvitnun í frétt í Fréttablaðinu 20. okt. 2014). Hér vaknar sú krafa að byggðasamlag sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins útskýri opinberlega, af hverju beri að forðast flokkun á lífrænu heimilissorpi. Flokkun heimilissorps byggir aðeins að litlu leyti á tæknilausnum, hún reiðir sig meir á mannlega þáttinn, hugarfar og þátttöku. Mikilsvert er að flokkun heimilissorps gerir almenningi kleift að taka virkan þátt í lausn á vandamálum sem knýja á í samtíma okkar. Sú reynsla sem hefur orðið til hérlendis varðandi flokkun lífræns heimilissorps gefur ekki tilefni til að vantreysta almenningi. Þvert á móti virðist sem fólk sé almennt reiðubúið til að taka á sig þá litlu fyrirhöfn í eldhúsinu, sem því fylgir að aðgreina lífrænt frá ólífrænu. Með því að hunsa þær sterku vísbendingar er almenningur og samfélagið allt snuðað um býsna ánægjulega og gagnlega upplifun í hversdeginum, nokkuð sem þátttakendur í slíku fyrirkomulagi hafa margoft vitnað um. Það er ekki boðlegt að svo stór ákvörðun, (sbr. „…tæknin gerir sorpflokkun óþarfa.“) skuli eftirlátin þröngum hópi teknókrata, án þess að um það hafi farið fram nein marktæk umræða og án þess að kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafi látið neitt til sín taka.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar