62 ára meistari í kraftlyftingum Elín Albertsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 11:00 Dagmar, sem er hársnyrtir og myndlistarkona, segir að kraftlyftingarnar geri sér mjög gott. Hún sé sterkari og úthaldsbetri. visir/Daníel Dagmar Agnarsdóttir, 62 ára, varð um helgina Íslandsmeistari í sínum flokki í kraftlyftingum eftir að hafa æft í rúmt eitt ár. Bikarmótið fór fram á Akueyri en hennar félag er Grótta á Seltjarnarnesi. Dagmar byrjaði að æfa kraftlyftingar þegar dætur hennar tvær hvöttu hana til þess. „Dætur mínar höfðu verið að æfa hjá Ingimundi Björgvinssyni og vildu fá mig með sér, rífa mig upp úr sófanum. Ég sló til og þetta reyndist vera bráðskemmtilegt. Ekki síst að við værum að gera þetta saman,“ segir Dagmar. „Þetta þróaðist í þá veru að þjálfarinn, Ingimundur, fór að leggja á það áherslu að ég myndi taka þátt í keppni. Ég var viss um að hann væri að grínast. Síðan varð það úr að ég fór í keppni í réttstöðulyftingum og bar sigur úr býtum,“ segir Dagmar.Góðar æfingarÞað er raunar frekar óvenjulegt að kona á þessum aldri stundi kraftlyftingar. Nýleg bandarísk rannsókn sem birt var í Acta Psychologica sýndi að styrktarþjálfun, eins og kraftlyftingar, styrki vöðva og bein auk þess að auka brennslu. Þar að auki sýndi rannsóknin að fólk sem stundar styrktarþjálfun fær betra minni sem gerist með auknu blóðflæði til heila. Dagmar segir það ánægjulegt ef rétt reynist en hún finni mikinn mun á stoðkerfi sínu eftir að hún byrjaði að þjálfa. „Æfingarnar hafa styrkt mig mikið líkamlega. Það er enginn asi í þessari íþrótt sem hentar mér vel og gerir mér mjög gott. Ég er alltaf með þjálfara með mér, enda myndi ég ekki nenna að vera ein í æfingasal. Ég mæti þrisvar í viku. Í fyrstu fór ég tvisvar í viku en þjálfarinn lagði til að ég kæmi þrisvar. Ég hlýði því sem hann segir,“ segir Dagmar galvösk. Hún segist auka þyngdina smám saman eftir því sem hún styrkist. „Maður byggir sig upp. Þjálfarinn er ekkert að ögra manni að lyfta of þungu. Ég vil bara styrkja mig og fá góða líkamsbyggingu,“ útskýrir Dagmar.Dagmar að lyfta á Bikarmótinu í kraftlyftingum á Akureyri um helgina.Mynd úr einkasafniMargar konur lyftaHún hafði ekki fundið fyrir neins konar stoðkerfisvandamálum áður en hún byrjaði en gerði sér grein fyrir að áhættan væri til staðar þegar aldurinn færist yfir. Sérstaklega ef fólk hreyfir sig ekkert. „Ef maður getur komið í veg fyrir slík vandamál eða tafið þau er tilganginum náð. Ég tók alltaf tarnir í líkamsrækt en stundaði hana ekki reglulega. Ég dansa þó zumba og finnst það skemmtilegt. Svo hef ég hjólað en verið minna í leikfimi,“ segir Dagmar sem mætir klukkan átta á morgnana áður en hún fer til vinnu. Hún er bæði hársnyrtir og öflug myndlistarkona. „Mér finnst frábært að fara snemma á morgnana,“ segir hún. Dagmar segir að sífellt fleiri konur velji kraftlyftingar til að styrkja sig. Hún hefur tekið eftir fjölgun kvenna frá því hún byrjaði. „Í þessum æfingum reynir maður á alla vöðva líkamans, ég finn að ég er sterkari og úthaldið miklu betra,“ segir hún. „Þetta er ofboðslega skemmtilegt.“ Dagmar segist ekkert velta mataræðinu fyrir sér. „Kannski borða ég minna sælgæti og passa mig á unnum kjötvörum,“ segir hún en Dagmar fer á næsta mót í febrúar og síðan á mót í Finnlandi næsta sumar. „Ég get mælt hundrað prósent með kraftlyftingum fyrir allar konur.“ Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Dagmar Agnarsdóttir, 62 ára, varð um helgina Íslandsmeistari í sínum flokki í kraftlyftingum eftir að hafa æft í rúmt eitt ár. Bikarmótið fór fram á Akueyri en hennar félag er Grótta á Seltjarnarnesi. Dagmar byrjaði að æfa kraftlyftingar þegar dætur hennar tvær hvöttu hana til þess. „Dætur mínar höfðu verið að æfa hjá Ingimundi Björgvinssyni og vildu fá mig með sér, rífa mig upp úr sófanum. Ég sló til og þetta reyndist vera bráðskemmtilegt. Ekki síst að við værum að gera þetta saman,“ segir Dagmar. „Þetta þróaðist í þá veru að þjálfarinn, Ingimundur, fór að leggja á það áherslu að ég myndi taka þátt í keppni. Ég var viss um að hann væri að grínast. Síðan varð það úr að ég fór í keppni í réttstöðulyftingum og bar sigur úr býtum,“ segir Dagmar.Góðar æfingarÞað er raunar frekar óvenjulegt að kona á þessum aldri stundi kraftlyftingar. Nýleg bandarísk rannsókn sem birt var í Acta Psychologica sýndi að styrktarþjálfun, eins og kraftlyftingar, styrki vöðva og bein auk þess að auka brennslu. Þar að auki sýndi rannsóknin að fólk sem stundar styrktarþjálfun fær betra minni sem gerist með auknu blóðflæði til heila. Dagmar segir það ánægjulegt ef rétt reynist en hún finni mikinn mun á stoðkerfi sínu eftir að hún byrjaði að þjálfa. „Æfingarnar hafa styrkt mig mikið líkamlega. Það er enginn asi í þessari íþrótt sem hentar mér vel og gerir mér mjög gott. Ég er alltaf með þjálfara með mér, enda myndi ég ekki nenna að vera ein í æfingasal. Ég mæti þrisvar í viku. Í fyrstu fór ég tvisvar í viku en þjálfarinn lagði til að ég kæmi þrisvar. Ég hlýði því sem hann segir,“ segir Dagmar galvösk. Hún segist auka þyngdina smám saman eftir því sem hún styrkist. „Maður byggir sig upp. Þjálfarinn er ekkert að ögra manni að lyfta of þungu. Ég vil bara styrkja mig og fá góða líkamsbyggingu,“ útskýrir Dagmar.Dagmar að lyfta á Bikarmótinu í kraftlyftingum á Akureyri um helgina.Mynd úr einkasafniMargar konur lyftaHún hafði ekki fundið fyrir neins konar stoðkerfisvandamálum áður en hún byrjaði en gerði sér grein fyrir að áhættan væri til staðar þegar aldurinn færist yfir. Sérstaklega ef fólk hreyfir sig ekkert. „Ef maður getur komið í veg fyrir slík vandamál eða tafið þau er tilganginum náð. Ég tók alltaf tarnir í líkamsrækt en stundaði hana ekki reglulega. Ég dansa þó zumba og finnst það skemmtilegt. Svo hef ég hjólað en verið minna í leikfimi,“ segir Dagmar sem mætir klukkan átta á morgnana áður en hún fer til vinnu. Hún er bæði hársnyrtir og öflug myndlistarkona. „Mér finnst frábært að fara snemma á morgnana,“ segir hún. Dagmar segir að sífellt fleiri konur velji kraftlyftingar til að styrkja sig. Hún hefur tekið eftir fjölgun kvenna frá því hún byrjaði. „Í þessum æfingum reynir maður á alla vöðva líkamans, ég finn að ég er sterkari og úthaldið miklu betra,“ segir hún. „Þetta er ofboðslega skemmtilegt.“ Dagmar segist ekkert velta mataræðinu fyrir sér. „Kannski borða ég minna sælgæti og passa mig á unnum kjötvörum,“ segir hún en Dagmar fer á næsta mót í febrúar og síðan á mót í Finnlandi næsta sumar. „Ég get mælt hundrað prósent með kraftlyftingum fyrir allar konur.“
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira