Grafískur hönnuður hannar eigin fatalínu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 09:30 Segir fatnaðinn líka geta gengið fyrir stelpur. VÍSIR/ERNIR Þorbjörn Einar Guðmundsson hefur komið mörgu í verk þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall. Hann er grafískur hönnuður að mennt, er myndlistarmaður og er þessa dagana á fullu við það að koma sinni eigin fatalínu á laggirnar. Fatamerkið mun heita Ulfr og bjóða upp á götutískufatnað fyrir herra. „Ég er að hanna götutískufatnað undir nafninu Ulfr. Þetta verða húfur, peysur, buxur, bolir og plötur fyrir hjólabretti. Núna er ég að vinna í að koma mér upp saumastofu ásamt því að sinna myndunum og öðru dóti sem ég er að gera,“ segir Þorbjörn sem stefnir á að selja fötin á netinu. „Vonandi kem ég einhverju upp fyrir jólin annars verður það bara á næsta ári sem öll línan mun líta dagsins ljós.“ Fyrst um sinn mun Þorbjörn einbeita sér að því að hanna fyrir herra. „En stelpur munu alveg geta notað margt af þessu. Þetta er bara stílað inn á stráka til að byrja með.“ „Það hefur verið draumur lengi að hanna mína eigin línu. Ég hef alltaf verið að gera einhver föt líka meðfram hinu. En það hefur þá verið fyrir önnur fyrirtæki. Svo hef ég verið að taka þátt í keppnum og sauma á sjálfan mig. Ég lærði aðeins í fatahönnun en kláraði það ekki, er menntaður grafískur hönnuður og starfa við það.“ Þorbjörn hefur haldið myndlistarsýningar í New York, Barcelona, París, Danmörku og Reykjavík. Þar hefur hann sýnt eigin myndlist og skúlptúra sem unnir voru í samstarfi við bróður hans, glerlistamanninn Lárus Guðmundsson. Auk þess hefur hann einnig látið til sín taka í tónlistinni. „Ég var í hljómsveitinni Úlfur Úlfur og gerði með þeim fyrstu plötuna. Núna er ég að semja tónlist fyrir Hreinan Skjöld með Steinda og Bent." Þorbjörn selur myndirnar sínar undir vörumerkinu KVRL design. En myndirnar hafa átt talsverðri velgengni að fagna og eru meðal annars í sölu í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. „Ég er mjög hrifin af geometrískum formum. Áferðin í myndunum er tekin úr málverkum og myndum sem ég hef verið að mála. Myndirnar og formin eru handteiknuð fyrst, þetta er því mitt á milli þess að vera handgert og stafrænt.“ Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Þorbjörn Einar Guðmundsson hefur komið mörgu í verk þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall. Hann er grafískur hönnuður að mennt, er myndlistarmaður og er þessa dagana á fullu við það að koma sinni eigin fatalínu á laggirnar. Fatamerkið mun heita Ulfr og bjóða upp á götutískufatnað fyrir herra. „Ég er að hanna götutískufatnað undir nafninu Ulfr. Þetta verða húfur, peysur, buxur, bolir og plötur fyrir hjólabretti. Núna er ég að vinna í að koma mér upp saumastofu ásamt því að sinna myndunum og öðru dóti sem ég er að gera,“ segir Þorbjörn sem stefnir á að selja fötin á netinu. „Vonandi kem ég einhverju upp fyrir jólin annars verður það bara á næsta ári sem öll línan mun líta dagsins ljós.“ Fyrst um sinn mun Þorbjörn einbeita sér að því að hanna fyrir herra. „En stelpur munu alveg geta notað margt af þessu. Þetta er bara stílað inn á stráka til að byrja með.“ „Það hefur verið draumur lengi að hanna mína eigin línu. Ég hef alltaf verið að gera einhver föt líka meðfram hinu. En það hefur þá verið fyrir önnur fyrirtæki. Svo hef ég verið að taka þátt í keppnum og sauma á sjálfan mig. Ég lærði aðeins í fatahönnun en kláraði það ekki, er menntaður grafískur hönnuður og starfa við það.“ Þorbjörn hefur haldið myndlistarsýningar í New York, Barcelona, París, Danmörku og Reykjavík. Þar hefur hann sýnt eigin myndlist og skúlptúra sem unnir voru í samstarfi við bróður hans, glerlistamanninn Lárus Guðmundsson. Auk þess hefur hann einnig látið til sín taka í tónlistinni. „Ég var í hljómsveitinni Úlfur Úlfur og gerði með þeim fyrstu plötuna. Núna er ég að semja tónlist fyrir Hreinan Skjöld með Steinda og Bent." Þorbjörn selur myndirnar sínar undir vörumerkinu KVRL design. En myndirnar hafa átt talsverðri velgengni að fagna og eru meðal annars í sölu í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. „Ég er mjög hrifin af geometrískum formum. Áferðin í myndunum er tekin úr málverkum og myndum sem ég hef verið að mála. Myndirnar og formin eru handteiknuð fyrst, þetta er því mitt á milli þess að vera handgert og stafrænt.“
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira