Samvinna, samhljómur, samtakamáttur 25. nóvember 2014 10:17 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Hann markar upphaf hins árlega 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Í þetta sinn viljum við hjá landsnefnd UN Women bjóða ykkur að koma og taka þátt í verki Ragnheiðar Hörpu, Skínöldu, þar sem við munum í krafti samvinnu, samhljóms og samtakamáttar mynda ljósaöldu og senda með henni jákvæða strauma út í heim. Til að magna upplifun okkar og kraft munu kórar bæta hljómi við ferðalag ljóssins. Verkið verður myndað úr lofti og mun þannig lifa áfram á öldum ljósvakanna. Gjörningurinn tekur 10 mínútur og að honum loknum verður boðið upp á kakó og góða samveru. Verkefni UN Women Öruggar borgir nær til 17 borga og þeirra á meðal er Reykjavík. Markmið verkefnisins er að skapa konum, unglingum og börnum öruggt líf án ótta við ofbeldi í almenningsrýmum og er það unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Leitast er eftir að auka öryggi, koma í veg fyrir og/eða draga úr ofbeldi, virkja og efla kvennasamtök og talsmenn barna og móta þannig öruggt og traust umhverfi fyrir alla. Borgir sem þegar hafa náð miklum árangri með verkefninu eru t.d Kaíró, Nýja Delí, Port Moresby og Kígalí. Við getum ekki litið fram hjá því að kynbundið ofbeldi er hnattrænt vandamál. Konur í vestrænum löndum jafnt sem í löndum fjær okkur hafa flestar upplifað kynferðislega áreitni og þekkja óttann við að verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Birtingarmyndir vandamálsins eru ólíkar milli landa og lausnirnar oft svæðisbundnar. Í könnun sem UN Women stóð fyrir kom í ljós að 95% kvenna í Nýju Delí og 99,3% kvenna í Kaíró hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Það er mikið áhyggjuefni að í sömu könnun töldu 3 af hverjum 4 karlmönnum í Nýju Delí að konur bæru sjálfar ábyrgð á ofbeldinu ef þær væru einar á ferð í myrkri eða væru í tilteknum klæðnaði. Í Nýju Delí og Port Moresby hafa konur krafið borgaryfirvöld um að hafa sérstaka kvennastrætóa gangandi á álagstímum til að forðast áreiti karlmanna í troðnum vögnum. Einnig er átak í báðum borgum til að lýsa upp strætisvagnastöðvar, almenningsklósett og gönguleiðir sem og að breikka gangstéttir. Í Rio de Janeiro hefur verið búið til sérstakt snjallsímaforrit til að veita þolendum ofbeldis í fátækrahverfum upplýsingar um hvar næsta lögreglustöð, neyðarmóttaka og kvennaathvarf eru. Þetta eru dæmi um ódýrar og áhrifaríkar lausnir. Hugarfarsbreyting er þó mikilvægasta markmiðið í baráttu okkar fyrir samfélagi þar sem konur, unglingar og börn eru fullgildir og öruggir þátttakendur. Við hjá UN Women skorum á þig að sýna málstaðnum samstöðu í kvöld og verða hluti af ljósöldu gegn kynbundnu ofbeldi sem fer af stað frá Klambratúni kl 17.15! Sjáumst í kvöld! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Hann markar upphaf hins árlega 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Í þetta sinn viljum við hjá landsnefnd UN Women bjóða ykkur að koma og taka þátt í verki Ragnheiðar Hörpu, Skínöldu, þar sem við munum í krafti samvinnu, samhljóms og samtakamáttar mynda ljósaöldu og senda með henni jákvæða strauma út í heim. Til að magna upplifun okkar og kraft munu kórar bæta hljómi við ferðalag ljóssins. Verkið verður myndað úr lofti og mun þannig lifa áfram á öldum ljósvakanna. Gjörningurinn tekur 10 mínútur og að honum loknum verður boðið upp á kakó og góða samveru. Verkefni UN Women Öruggar borgir nær til 17 borga og þeirra á meðal er Reykjavík. Markmið verkefnisins er að skapa konum, unglingum og börnum öruggt líf án ótta við ofbeldi í almenningsrýmum og er það unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Leitast er eftir að auka öryggi, koma í veg fyrir og/eða draga úr ofbeldi, virkja og efla kvennasamtök og talsmenn barna og móta þannig öruggt og traust umhverfi fyrir alla. Borgir sem þegar hafa náð miklum árangri með verkefninu eru t.d Kaíró, Nýja Delí, Port Moresby og Kígalí. Við getum ekki litið fram hjá því að kynbundið ofbeldi er hnattrænt vandamál. Konur í vestrænum löndum jafnt sem í löndum fjær okkur hafa flestar upplifað kynferðislega áreitni og þekkja óttann við að verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Birtingarmyndir vandamálsins eru ólíkar milli landa og lausnirnar oft svæðisbundnar. Í könnun sem UN Women stóð fyrir kom í ljós að 95% kvenna í Nýju Delí og 99,3% kvenna í Kaíró hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Það er mikið áhyggjuefni að í sömu könnun töldu 3 af hverjum 4 karlmönnum í Nýju Delí að konur bæru sjálfar ábyrgð á ofbeldinu ef þær væru einar á ferð í myrkri eða væru í tilteknum klæðnaði. Í Nýju Delí og Port Moresby hafa konur krafið borgaryfirvöld um að hafa sérstaka kvennastrætóa gangandi á álagstímum til að forðast áreiti karlmanna í troðnum vögnum. Einnig er átak í báðum borgum til að lýsa upp strætisvagnastöðvar, almenningsklósett og gönguleiðir sem og að breikka gangstéttir. Í Rio de Janeiro hefur verið búið til sérstakt snjallsímaforrit til að veita þolendum ofbeldis í fátækrahverfum upplýsingar um hvar næsta lögreglustöð, neyðarmóttaka og kvennaathvarf eru. Þetta eru dæmi um ódýrar og áhrifaríkar lausnir. Hugarfarsbreyting er þó mikilvægasta markmiðið í baráttu okkar fyrir samfélagi þar sem konur, unglingar og börn eru fullgildir og öruggir þátttakendur. Við hjá UN Women skorum á þig að sýna málstaðnum samstöðu í kvöld og verða hluti af ljósöldu gegn kynbundnu ofbeldi sem fer af stað frá Klambratúni kl 17.15! Sjáumst í kvöld!
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun