Fjórðungur úr prósenti Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar 11. desember 2014 07:00 Myndlistarsjóður var stofnaður fyrir tveimur árum þegar nokkrir samkeppnissjóðir myndlistarmanna og listfræðinga voru sameinaðir í einn sjóð. Á þessum tveimur árum hefur sjóðurinn verið skorinn niður úr 45 milljónum króna í 25 milljónir króna, sem ekki er ásættanlegt. Þessum niðurskurði höfum við myndlistarmenn mótmælt með eftirminnilegri samstöðu á fjölmennum fundi í Iðnó í október sl. og skýrri ályktun á nýafstöðnu myndlistarþingi. Enda felur niðurskurður Myndlistarsjóðs í sér hættu fyrir lífæðar myndlistarinnar: grasrótina, sjálfstætt sýningarhald, ný verkefni og umfjöllun um myndlist. Opinberir samkeppnissjóðir á sviði menningarmála eru fjölmargir og ná m.a. til bókmennta, tónlistar, leiklistar og kvikmynda. Þeir eru uppbyggðir með sama hætti, fjöldi manns sækir um takmarkaða fjármuni og nokkrir sjá hugmyndir sínar verða að veruleika. Niðurskurður Myndlistarsjóðs er hlutfallslega meiri en hjá sambærilegum sjóðum. Enn stendur sjóðurinn langt að baki sjóðum annarra listgreina, svo sem bókmennta og tónlistar. Það eitt og sér er óréttlátt, enda á ekki að taka eina starfsstétt út fyrir sviga og láta hana líða fyrir misskiptingu. Myndlistarmenn hvetja því stjórnvöld til að leiðrétta skerðinguna til sjóðsins og hækka framlög til jafns við sambærilega sjóði.Að geta séð samhengi Þetta mál snýst ekki um forgangsröðun, það sjá allir. 44% niðurskurður á Myndlistarsjóði mun ekki rétta af fjárlagahalla. Til þess þyrfti verulega stefnubreytingu í opinberri fjármögnun menningarverkefna. Þetta mál snýst um að geta séð samhengi. Tuttugu milljónir króna munu ekki framkalla annað hrun eða sigla þjóðarskútunni í strand. Þessir fjármunir eru brotabrot af bættri afkomu ríkissjóðs sem nýta á í fjárlagafrumvarp næsta árs: fjórðungur úr prósenti. Nánar tiltekið eru 20 milljónir bara 0,24% af 8,5 milljörðum. Það hefur enda sýnt sig að fyrir þessa upphæð er hægt að flytja styttu. Það væri líka hægt að fjármagna tuttugu ný verkefni, gera ný verk og skrifa bækur um myndhöggvara. Starfshæfni Myndlistarsjóðs byggir á fjármagni, að lágmarki 45 milljónir íslenskra króna.Til varnar myndlistinni Við myndlistarmenn viljum mikið en biðjum ekki um mikið: að myndlistin sé metin að verðleikum, að fagsjóður okkar sé jafnsettur öðrum fagsjóðum og að hann geti sinnt hlutverki sínu. Hálfur Myndlistarsjóður mun ekki geta sinnt hlutverki sínu, öllum til ama. Þess vegna verður Alþingi að tryggja Myndlistarsjóði fjármagn til jafns við aðra samkeppnissjóði. Með því verður með sanni hægt að rækta mannlega hlið samfélagsins og sjá til þess að hér verði búið til eitthvað umhugsunarvert, flókið, fallegt og eftirminnilegt. Þannig sýnum við hver við erum og úr hverju við erum gerð. Alþingi ber skylda til að tryggja Myndlistarsjóði fjármagn til jafns við vægi annarra lista. Þannig ræktum við mannlega hlið samfélagsins, þannig sköpum við fegurð, viðhöldum minni og menningu og framhaldi. Við myndlistarmenn viljum fjórðung úr prósenti til varnar myndlistinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Myndlistarsjóður var stofnaður fyrir tveimur árum þegar nokkrir samkeppnissjóðir myndlistarmanna og listfræðinga voru sameinaðir í einn sjóð. Á þessum tveimur árum hefur sjóðurinn verið skorinn niður úr 45 milljónum króna í 25 milljónir króna, sem ekki er ásættanlegt. Þessum niðurskurði höfum við myndlistarmenn mótmælt með eftirminnilegri samstöðu á fjölmennum fundi í Iðnó í október sl. og skýrri ályktun á nýafstöðnu myndlistarþingi. Enda felur niðurskurður Myndlistarsjóðs í sér hættu fyrir lífæðar myndlistarinnar: grasrótina, sjálfstætt sýningarhald, ný verkefni og umfjöllun um myndlist. Opinberir samkeppnissjóðir á sviði menningarmála eru fjölmargir og ná m.a. til bókmennta, tónlistar, leiklistar og kvikmynda. Þeir eru uppbyggðir með sama hætti, fjöldi manns sækir um takmarkaða fjármuni og nokkrir sjá hugmyndir sínar verða að veruleika. Niðurskurður Myndlistarsjóðs er hlutfallslega meiri en hjá sambærilegum sjóðum. Enn stendur sjóðurinn langt að baki sjóðum annarra listgreina, svo sem bókmennta og tónlistar. Það eitt og sér er óréttlátt, enda á ekki að taka eina starfsstétt út fyrir sviga og láta hana líða fyrir misskiptingu. Myndlistarmenn hvetja því stjórnvöld til að leiðrétta skerðinguna til sjóðsins og hækka framlög til jafns við sambærilega sjóði.Að geta séð samhengi Þetta mál snýst ekki um forgangsröðun, það sjá allir. 44% niðurskurður á Myndlistarsjóði mun ekki rétta af fjárlagahalla. Til þess þyrfti verulega stefnubreytingu í opinberri fjármögnun menningarverkefna. Þetta mál snýst um að geta séð samhengi. Tuttugu milljónir króna munu ekki framkalla annað hrun eða sigla þjóðarskútunni í strand. Þessir fjármunir eru brotabrot af bættri afkomu ríkissjóðs sem nýta á í fjárlagafrumvarp næsta árs: fjórðungur úr prósenti. Nánar tiltekið eru 20 milljónir bara 0,24% af 8,5 milljörðum. Það hefur enda sýnt sig að fyrir þessa upphæð er hægt að flytja styttu. Það væri líka hægt að fjármagna tuttugu ný verkefni, gera ný verk og skrifa bækur um myndhöggvara. Starfshæfni Myndlistarsjóðs byggir á fjármagni, að lágmarki 45 milljónir íslenskra króna.Til varnar myndlistinni Við myndlistarmenn viljum mikið en biðjum ekki um mikið: að myndlistin sé metin að verðleikum, að fagsjóður okkar sé jafnsettur öðrum fagsjóðum og að hann geti sinnt hlutverki sínu. Hálfur Myndlistarsjóður mun ekki geta sinnt hlutverki sínu, öllum til ama. Þess vegna verður Alþingi að tryggja Myndlistarsjóði fjármagn til jafns við aðra samkeppnissjóði. Með því verður með sanni hægt að rækta mannlega hlið samfélagsins og sjá til þess að hér verði búið til eitthvað umhugsunarvert, flókið, fallegt og eftirminnilegt. Þannig sýnum við hver við erum og úr hverju við erum gerð. Alþingi ber skylda til að tryggja Myndlistarsjóði fjármagn til jafns við vægi annarra lista. Þannig ræktum við mannlega hlið samfélagsins, þannig sköpum við fegurð, viðhöldum minni og menningu og framhaldi. Við myndlistarmenn viljum fjórðung úr prósenti til varnar myndlistinni.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar