Hættum þessu stríði Eva Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2014 06:00 Í ljósi umræðna síðustu daga langar mig að minna á nokkra þætti sem mér finnst stundum gleymast í þeirri stefnu sem nefnd hefur verið ýmsum nöfnum í gegn um tíðina og hefur að gera með jafnréttismál. Undanfarið hef ég fengið það sífellt sterkar á tilfinninguna að við séum komin of langt út í baráttu eða stríð þegar málefnið ber á góma. Það er dagljóst að umræðan er nauðsynleg og þörf á breytingum víða þó vissulega hafi hugsunin breyst og mikill árangur náðst í gegn um árin. En það þarf að stíga varlega til jarðar og gæta þess þegar ákvarðanir eru teknar í nafni jafnréttissjónarmiða að tilgangurinn sé skýr. Það er nefnilega svo að þegar gengið er of langt í þessum efnum snýst jafnréttisbaráttan upp í andhverfu sína. Þegar þetta gerist hrökkva karlar í kút og upplifa að konur séu að reyna að ná einhverju frá þeim – valta yfir þá eða yfirtaka þeirra réttindi. Sá er auðvitað ekki tilgangur jafnréttisbaráttu en fylgifiskur þessa er meðal annars sá að margar konur veigra sér við að leggja orð í belg jafnréttisumræðu af ótta við að verða úthrópaðar eða stimplaðar sem öfgafemínistar. Því er svo mikilvægt að anda rólega og gleyma ekki að við erum í þessu saman, strákar og stelpur, og eigum að hafa hag beggja í huga. Kynjakvóti er ein af þeim hugmyndum jafnréttisbaráttu sem snúist hefur upp í andhverfu sína. Allir ættu að vera metnir að eigin verðleikum og ég hreinlega kaupi það ekki að sú staða geti komið upp að tveir umsækjendur um starf séu svo nákvæmlega jafn hæfir til starfans að ekki sé hægt að taka annan fram yfir hinn á sanngjörnum forsendum. Og hver vill fá úthlutað stöðu á forsendum þess að vera af þessu kyni en ekki hinu? Vera tekinn fram fyrir vegna þess að tölfræðin sýndi að einstaklingar af viðkomandi kyni voru í minnihluta hjá fyrirtækinu? Staðreyndin er sú að fleiri konur sækja í ákveðin störf en karlar og fleiri karlar sækja í ákveðin störf en konur – og það er bæði sjálfsagt og eðlilegt á meðan það er þeirra val og möguleikarnir til að velja þeir sömu. Að því sögðu finnst mér líka eðlilegt að hvetja konur til að sækja um „karlastörf“ og karla um „kvennastörf“ því gamalgróin gildi gera það oft að verkum að fólk skoðar ekki alla möguleika og gæti hugsanlega uppgötvað ný áhugasvið með því að víkka sjóndeildarhringinn og hugsa út fyrir kassann. En þar sem konur kjósa í meirihluta ákveðin störf og karlar önnur á ekki að beita þvingunaraðgerðum til þess að „leiðrétta“ þann mun. Leiðréttingin á að felast í því að gæta þess að allir viti hvar möguleikar þeirra liggja og að allir sitji við sama borð þegar kemur að því að velja sér stað, starf, áhugamál eða annað. Gömul gildi eru rótgróin og að miklu leyti fylgjum við þeim ómeðvitað. Stereótýpískar ímyndir þar sem konur eru sýndar í ákveðnum athöfnum og karlar í öðrum birtast okkur á hverjum degi án þess að við tökum eftir því eða veltum því fyrir okkur af hverju þær eru settar þannig fram. Við þurfum að losa okkur úr þessum fyrirfram mótuðu rullum til þess að börnin okkar fái í alvöru að upplifa að þau hafi val en sé ekki stýrt í ákveðnar áttir. Strákar mega vera í bleiku, stelpur mega leika með bíla og mótorhjól, strákar mega prjóna og stelpur mega grafa skurði. Aðalatriðið er að þau viti að þau hafa val og að bæði kyn hafi sömu möguleika til að velja. Og það að kona velji að læra pípulagningar eða karl að starfa sem dagforeldri þýðir heldur ekki að viðkomandi þurfi að fórna kvenleika eða karlmannleika sínum. Þetta snýst nefnilega ekki um það að karlar og konur eigi að vera eins. Karlar og konur eru ólík og við eigum að virða það og njóta þess. En þau eiga að hafa jafna möguleika á því að velja sína leið í lífinu og um það á baráttan að snúast. Jafnréttismál eiga ekki að vera stríð. Við erum ekki stelpur á móti strákum eins og margir virðast halda. Karlar eru ekki vondir kúgarar með það að markmiði að knésetja konur og konur eru ekki að reyna að hafa af körlum réttindi þeirra eða ná yfirráðum. Enn hallar víða á karla og þeir þurfa líka að berjast gegn gömlum gildum, til dæmis þegar kemur að forsjá og búsetu barna eftir skilnað. Það hefur löngum þótt sjálfsagt og eðlilegt að börn fylgi móður sinni við skilnað og séu í umgengni við föður aðra hverja helgi. Og það er eftir því tekið ef þessu er öfugt farið. Sem betur fer hafa margir tekið upp fyrirkomulag sem felur í sér jöfn skipti ef svo má að orði komast, en það er alls ekki algilt og hin gömlu gildi eru enn áberandi og viðurkennd í samfélagi okkar þó mikið hafi unnist. Mál er að linni þegar kemur að þessari endalausu skiptingu í tvær fylkingar karla og kvenna og uppstillingu þeirra hvorrar gegn annarri. Það er allt of víða verið að stilla upp karla-þessu og kvenna-hinu í málefnum þar sem kyn skiptir engu máli. Við erum öll fólk með ólík áhugamál og ólíkar skoðanir og eigum að bera virðingu fyrir einstaklingunum og fagna fjölbreytileikanum. Mannlegar víddir eru svo margar að það er orðið hjákátlegt hversu mikið við einblínum á kyn fólks í öllum mögulegum aðstæðum. Hættum þessu stríði. Jafnréttismál eru ekki eitthvað sem lýkur þegar ákveðnu markmiði er náð. Þau eru ferli sem við munum ávallt þurfa að hafa í huga við nýjar aðstæður og ný verkefni. En gleymum því ekki að við erum í þessu saman – með allra hag í huga. Aðeins þannig náum við árangri – ekki með offorsi og látum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðna síðustu daga langar mig að minna á nokkra þætti sem mér finnst stundum gleymast í þeirri stefnu sem nefnd hefur verið ýmsum nöfnum í gegn um tíðina og hefur að gera með jafnréttismál. Undanfarið hef ég fengið það sífellt sterkar á tilfinninguna að við séum komin of langt út í baráttu eða stríð þegar málefnið ber á góma. Það er dagljóst að umræðan er nauðsynleg og þörf á breytingum víða þó vissulega hafi hugsunin breyst og mikill árangur náðst í gegn um árin. En það þarf að stíga varlega til jarðar og gæta þess þegar ákvarðanir eru teknar í nafni jafnréttissjónarmiða að tilgangurinn sé skýr. Það er nefnilega svo að þegar gengið er of langt í þessum efnum snýst jafnréttisbaráttan upp í andhverfu sína. Þegar þetta gerist hrökkva karlar í kút og upplifa að konur séu að reyna að ná einhverju frá þeim – valta yfir þá eða yfirtaka þeirra réttindi. Sá er auðvitað ekki tilgangur jafnréttisbaráttu en fylgifiskur þessa er meðal annars sá að margar konur veigra sér við að leggja orð í belg jafnréttisumræðu af ótta við að verða úthrópaðar eða stimplaðar sem öfgafemínistar. Því er svo mikilvægt að anda rólega og gleyma ekki að við erum í þessu saman, strákar og stelpur, og eigum að hafa hag beggja í huga. Kynjakvóti er ein af þeim hugmyndum jafnréttisbaráttu sem snúist hefur upp í andhverfu sína. Allir ættu að vera metnir að eigin verðleikum og ég hreinlega kaupi það ekki að sú staða geti komið upp að tveir umsækjendur um starf séu svo nákvæmlega jafn hæfir til starfans að ekki sé hægt að taka annan fram yfir hinn á sanngjörnum forsendum. Og hver vill fá úthlutað stöðu á forsendum þess að vera af þessu kyni en ekki hinu? Vera tekinn fram fyrir vegna þess að tölfræðin sýndi að einstaklingar af viðkomandi kyni voru í minnihluta hjá fyrirtækinu? Staðreyndin er sú að fleiri konur sækja í ákveðin störf en karlar og fleiri karlar sækja í ákveðin störf en konur – og það er bæði sjálfsagt og eðlilegt á meðan það er þeirra val og möguleikarnir til að velja þeir sömu. Að því sögðu finnst mér líka eðlilegt að hvetja konur til að sækja um „karlastörf“ og karla um „kvennastörf“ því gamalgróin gildi gera það oft að verkum að fólk skoðar ekki alla möguleika og gæti hugsanlega uppgötvað ný áhugasvið með því að víkka sjóndeildarhringinn og hugsa út fyrir kassann. En þar sem konur kjósa í meirihluta ákveðin störf og karlar önnur á ekki að beita þvingunaraðgerðum til þess að „leiðrétta“ þann mun. Leiðréttingin á að felast í því að gæta þess að allir viti hvar möguleikar þeirra liggja og að allir sitji við sama borð þegar kemur að því að velja sér stað, starf, áhugamál eða annað. Gömul gildi eru rótgróin og að miklu leyti fylgjum við þeim ómeðvitað. Stereótýpískar ímyndir þar sem konur eru sýndar í ákveðnum athöfnum og karlar í öðrum birtast okkur á hverjum degi án þess að við tökum eftir því eða veltum því fyrir okkur af hverju þær eru settar þannig fram. Við þurfum að losa okkur úr þessum fyrirfram mótuðu rullum til þess að börnin okkar fái í alvöru að upplifa að þau hafi val en sé ekki stýrt í ákveðnar áttir. Strákar mega vera í bleiku, stelpur mega leika með bíla og mótorhjól, strákar mega prjóna og stelpur mega grafa skurði. Aðalatriðið er að þau viti að þau hafa val og að bæði kyn hafi sömu möguleika til að velja. Og það að kona velji að læra pípulagningar eða karl að starfa sem dagforeldri þýðir heldur ekki að viðkomandi þurfi að fórna kvenleika eða karlmannleika sínum. Þetta snýst nefnilega ekki um það að karlar og konur eigi að vera eins. Karlar og konur eru ólík og við eigum að virða það og njóta þess. En þau eiga að hafa jafna möguleika á því að velja sína leið í lífinu og um það á baráttan að snúast. Jafnréttismál eiga ekki að vera stríð. Við erum ekki stelpur á móti strákum eins og margir virðast halda. Karlar eru ekki vondir kúgarar með það að markmiði að knésetja konur og konur eru ekki að reyna að hafa af körlum réttindi þeirra eða ná yfirráðum. Enn hallar víða á karla og þeir þurfa líka að berjast gegn gömlum gildum, til dæmis þegar kemur að forsjá og búsetu barna eftir skilnað. Það hefur löngum þótt sjálfsagt og eðlilegt að börn fylgi móður sinni við skilnað og séu í umgengni við föður aðra hverja helgi. Og það er eftir því tekið ef þessu er öfugt farið. Sem betur fer hafa margir tekið upp fyrirkomulag sem felur í sér jöfn skipti ef svo má að orði komast, en það er alls ekki algilt og hin gömlu gildi eru enn áberandi og viðurkennd í samfélagi okkar þó mikið hafi unnist. Mál er að linni þegar kemur að þessari endalausu skiptingu í tvær fylkingar karla og kvenna og uppstillingu þeirra hvorrar gegn annarri. Það er allt of víða verið að stilla upp karla-þessu og kvenna-hinu í málefnum þar sem kyn skiptir engu máli. Við erum öll fólk með ólík áhugamál og ólíkar skoðanir og eigum að bera virðingu fyrir einstaklingunum og fagna fjölbreytileikanum. Mannlegar víddir eru svo margar að það er orðið hjákátlegt hversu mikið við einblínum á kyn fólks í öllum mögulegum aðstæðum. Hættum þessu stríði. Jafnréttismál eru ekki eitthvað sem lýkur þegar ákveðnu markmiði er náð. Þau eru ferli sem við munum ávallt þurfa að hafa í huga við nýjar aðstæður og ný verkefni. En gleymum því ekki að við erum í þessu saman – með allra hag í huga. Aðeins þannig náum við árangri – ekki með offorsi og látum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar