Fyrsta platan eftir mannabreytingarnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. janúar 2014 12:30 Hljómsveitin Sign sendi fyrir skömmu frá sér plötuna Hermd. Platan er sú harðasta sem sveitin hefur sent frá sér. mynd/Óskar Hallgrímsson „Ég er mjög sáttur við plötuna og mér finnst hún vera skemmtilegasta platan okkar hingað til,“ segir Ragnar Sólberg Rafnsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Sign, sem sendi frá sér plötu fyrir skömmu sem kallast Hermd. Platan er jafnframt fimmta plata sveitarinnar. Platan er sú harðasta sem sveitin hefur sent frá sér en Sign hefur ekki sent frá sér plötu síðan plata hennar The Hope kom út árið 2007. „Við vorum í um þrjú ár að vinna að þessari plötu.“ Þetta er fyrsta platan eftir mannabreytingar í hljómsveitinni en ásamt Ragnari er gítarleikarinn Arnar Grétarsson eini maðurinn úr hinni upprunalegu liðsskipan. „Egill bróðir hætti í bandinu árið 2009. Á svipuðum tíma flutti ég til Svíþjóðar og fór svo þaðan til Þýskalands að vinna en þar kviknaði vinnan að nýju plötunni,“ útskýrir Ragnar. Hann segir að í upphafi hafi platan átt að vera sólóplata. „Ég prófaði allskonar hluti med sama pródúsera teyminu í Þýskalandi, þeir tóku mig svolítið undir arminn og buðu mér ad koma aftur og aftur í stúdíóid sitt. Þar sem að hluti af plötunni er tekinn upp. Þetta átti fyrst að vera sólóplata en svo fórum við alltaf að gera þetta harðara og harðara og þá ákvað ég að gera þetta að Sign-plötu.“ Ragnar sá að mestu einn um vinnsluna, hann tók plötuna upp, hljóðblandaði og masteraði. „Við Arnar stöndum saman eftir þessar mannabreytingar, hann kom út í sumar og vann með mér í viku í plötunni í sumar.“ Ragnar og Arnar eru æskuvinir.sáttur við svíana Ragnar Sólberg er búsettur í Noregi en kann þó betur við sig í Svíþjóð.fréttablaðið/stefánÁ nýju plötunni trommar franski trommarinn Leo Margarit sem er úr sænsku prog/metal hljómsveitinni Pain of Salvation en Ragnar hefur einnig meðlimur í þeirri sveit í tvö ár. „Hann setti sín spor á plötunni.“ Hann hefur tekið upp eina plötu með þeim sem er þó enn ekki komin út. Ragnar hefur verið búsettur í Noregi í eitt ár. „Ég kann ágætlega við mig hérna en samt eiginlega betur í Svíþjóð,“ segir Ragnar sem útilokar ekki að flytja aftur til Svíþjóðar. Stefnt er á að gefa plötuna út erlendis. „Það tekur auðvitað smá tíma að koma því í kring.“ Ragnar segist sakna Íslands oft en sem tónlistarmadur þá séu miklu fleiri möguleikar erlendis. „Það er allavega er voða lítið sem dregur mig til ad vilja flytja heim.“ Hljómsveitin Sign stefnir að því að halda útgáfutónleika hér á landi í febrúar. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Ég er mjög sáttur við plötuna og mér finnst hún vera skemmtilegasta platan okkar hingað til,“ segir Ragnar Sólberg Rafnsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Sign, sem sendi frá sér plötu fyrir skömmu sem kallast Hermd. Platan er jafnframt fimmta plata sveitarinnar. Platan er sú harðasta sem sveitin hefur sent frá sér en Sign hefur ekki sent frá sér plötu síðan plata hennar The Hope kom út árið 2007. „Við vorum í um þrjú ár að vinna að þessari plötu.“ Þetta er fyrsta platan eftir mannabreytingar í hljómsveitinni en ásamt Ragnari er gítarleikarinn Arnar Grétarsson eini maðurinn úr hinni upprunalegu liðsskipan. „Egill bróðir hætti í bandinu árið 2009. Á svipuðum tíma flutti ég til Svíþjóðar og fór svo þaðan til Þýskalands að vinna en þar kviknaði vinnan að nýju plötunni,“ útskýrir Ragnar. Hann segir að í upphafi hafi platan átt að vera sólóplata. „Ég prófaði allskonar hluti med sama pródúsera teyminu í Þýskalandi, þeir tóku mig svolítið undir arminn og buðu mér ad koma aftur og aftur í stúdíóid sitt. Þar sem að hluti af plötunni er tekinn upp. Þetta átti fyrst að vera sólóplata en svo fórum við alltaf að gera þetta harðara og harðara og þá ákvað ég að gera þetta að Sign-plötu.“ Ragnar sá að mestu einn um vinnsluna, hann tók plötuna upp, hljóðblandaði og masteraði. „Við Arnar stöndum saman eftir þessar mannabreytingar, hann kom út í sumar og vann með mér í viku í plötunni í sumar.“ Ragnar og Arnar eru æskuvinir.sáttur við svíana Ragnar Sólberg er búsettur í Noregi en kann þó betur við sig í Svíþjóð.fréttablaðið/stefánÁ nýju plötunni trommar franski trommarinn Leo Margarit sem er úr sænsku prog/metal hljómsveitinni Pain of Salvation en Ragnar hefur einnig meðlimur í þeirri sveit í tvö ár. „Hann setti sín spor á plötunni.“ Hann hefur tekið upp eina plötu með þeim sem er þó enn ekki komin út. Ragnar hefur verið búsettur í Noregi í eitt ár. „Ég kann ágætlega við mig hérna en samt eiginlega betur í Svíþjóð,“ segir Ragnar sem útilokar ekki að flytja aftur til Svíþjóðar. Stefnt er á að gefa plötuna út erlendis. „Það tekur auðvitað smá tíma að koma því í kring.“ Ragnar segist sakna Íslands oft en sem tónlistarmadur þá séu miklu fleiri möguleikar erlendis. „Það er allavega er voða lítið sem dregur mig til ad vilja flytja heim.“ Hljómsveitin Sign stefnir að því að halda útgáfutónleika hér á landi í febrúar.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira