Lífið

„Þú ert lík Kelly Rowland“

Ugla Egilsdóttir skrifar
Kelly Rowland, Beyoncé Knowles og Michelle Williams.
Kelly Rowland, Beyoncé Knowles og Michelle Williams.
Beyoncé og Kelly Rowland skutu nokkrum stelpum skelk í bringu þegar söngkonurnar kíktu í karókípartý til þeirra.

Beyoncé og Kelly fóru á karókíbar í Miami ásamt Jay Z, Michelle Williams og fleirum. Hópnum var umsvifalaust vísað á VIP-herbergi staðarins, en Beyoncé og Kelly fóru í skoðunarferð um hin karókíherbergin.

Í einu herbergi sem þær litu við í var einn af gestunum sofandi. Hinir voru að syngja lag með Beyoncé. Fyrst þegar einni stelpunni var litið á Kelly Rowland sagði hún: „Þú ert lík Kelly Rowland.“ 

Svo varð henni litið á Beyoncé og sagði „Guð minn góður!“ Stelpurnar í partýinu tóku myndir af sér með Beyoncé og Kelly, og söngkonurnar stilltu sér líka upp á mynd með sofandi gestinum. 

Beyoncé, Kelly Rowland og Michelle Williams voru saman í hljómsveitinni Destiny's Child. Hér að neðan er hlekkur á myndband af þeim að syngja lagið Survivor á tónleikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.