Lífið

Fékk sjö hundruð þúsund í þjórfé

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tveir viðskiptavinir gengu inn á veitingastaðinn Cracker Barrel í Lincoln í Nebraska í Bandaríkjunum og báðu um að fá fúlustu gengilbeinuna á staðnum svo þeir gætu reynt að láta hana hlæja. Kom í ljós að engar fúlar gengilbeinur unnu á staðnum og í staðinn fengu þeir hressustu gengilbeinuna - hina átján ára Abigail Sailors.

Abigail spjallaði við viðskiptavinina og sagði þeim ævisögu sína. Móðir hennar lést í bílslysi þegar hún var ungabarn og hún og fjögur systkini hennar voru send í fóstur því faðir þeirra var talinn óhæfur til að hugsa um þau.

Á fósturheimilinu hélt harmsagan áfram. Fósturfaðir þeirra var dæmdur í fangelsi fyrir ofbeldisverk og systkinin voru aðskilin í níu ár. Abigail bætti einnig við að hún væri nýbúin að klára fyrstu önnina í Trinity College í North Dakota en að hún gæti ekki haldið áfram vegna fjárhagsörðugleika.

Viðskiptavinirnir vildu ólmir hjálpa gengilbeinunni og gáfu henni sex þúsund dollara, rúmlega sjö hundruð þúsund krónur, í þjórfé.

„Ég trúði þessu ekki. Ég reyndi að þakka þeim en þeir sögðu mér bara að þakka Guði,“ segir Abigail.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.