Eru launþegar innan ASÍ einir bundnir af nýundirrituðum kjarasamningum? Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar 9. janúar 2014 14:30 Eins og flestum er kunnugt voru kjarasamningar undirritaðir þann 21.desember sl. Kjarasamningurinn er svokallaður aðfarasamningur sem þýðir auk launabreytinga gefur samningurinn aðilum 12 mánuði til að vinna að gerð langtímasamnings. Markmiðið er að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi og aukinn kaupmátt til framtíðar. Launahækkun er 2,8% að lágmarki kr. 8.000. Ekki skrifuðu allir undir kjarasamninginn sem segir að ekki hafi allir verið á eitt sáttir. Undirrituð skrifaði ekki undir fyrir hönd Bárunnar, stéttarfélags á Selfossi. Ýmsar ástæður eru fyrir því.Niðurstaða kjarasamninga var langt frá markmiðum Bárunnar, stéttarfélags og Starfsgreinasambandi Íslands.Framganga Samtaka atvinnulífsins í aðdraganda kjarasamninga, skilningur og samningsvilji til hækkunar lægstu launa, ekki til staðar.Aðalmarkmið okkar fólks og væntingar til samninganna voru veruleg hækkun lægstu launa. Því miður ríður lægst launaða fólkið ekki feitum hesti frá þessum samningum.Lítið hald er í loforðum um að koma í veg fyrir hækkun vöruverðs og þjónustugjalda eins og þegar er komið á daginn.Samningurinn gildir ekki frá 1. desember. Á Norðurlöndunum taka nýjir samningar gildi um leið og hinir falla úr gildi. SA eru ófeimnir að vitna í hið norræna módel þegar það hentar en kannski ekki sannir í því að fylgja því eftir nema þegar kemur að hækkun í prósentum. Nýjasta dæmið um hækkanir eru komugjöld á heilsugæslustöðvar hækkuðu um 15-20% þann 1. janúar sl. Hækkanir birgja til verslunarinnar eru 3-7% samkvæmt viðtali við Gunnar Inga Sigurðsson framkvæmdastjóra Hagkaupa. Blekið á samkomlaginu var ekki orðið þurrt svo við tölum ekki um fögur fyrirheit um stöðugt verðlag. Ráðherrar í ríkissjórn vísa hver á annann. (Kristján J. – Bjarni Ben.) Kjarasamningurinn felur í sér ákveðið samkomulag um að „mótuð hefur verið sameiginleg og samræmd launastefna gagnvart þeim samningum sem enn eru ógerðir á samningssviði aðila. Samningsaðilar skuldbinda sig til þess að framfylgja framangreindri launastefnu á árinu 2014“. Nú eru þegar hafnar viðræður annarra sambanda við ríki og sveitarfélög. Þar á bæ hafa menn líst því yfir að kjarasamningar milli aðildarfélaga ASÍ og SA séu ekki mönnum bjóðandi og sú prósenta komi ekki til greina. Hvar stöndum við sem semjum fyrir þá sem eru á lægstu laununum? Hvernig getum við náð samkomulagi um hækkun lægstu launa þannig að sómi verði að? Verður að gera þjóðarsátt um lægstu launin? Það hlýtur að vera skylda okkar allra að taka höndum saman og berjast fyrir því að allir geti lifað. Í kjarasamningum sem undirritaðir voru þann 5. maí sl. voru hækkanir á lægstu taxta eftirfarandi1. júní 2011 12.000 og 4,25%1. febrúar 2012 11.000 og 3,5%1. febrúar 2013 11.000 og 3,25 Í meðfylgjandi töflu er niðurstaða nýgerðra kjarasamninga ASÍ. Hækkun taxta hjá þeim lægst launuðu með skattabreytingum. Þeir sem hærri eru fá töluvert fleiri krónur. Lægst launaða fólkið fær töluvert færri krónur en árið 2011 í nýundirrituðum kjarasamningum. Samt hefur verðlag jafnvel tvöfaldast ogekkert lát á því samkvæmt nýjustu fréttum þó að atkvæðagreiðsla vegna samninganna sé varla hafin.Félagsmenn á lægstu launum innan SGS eru í ca 40% tilfella á töxtum sem verða samkvæmt nýundirrituðum kjarasamningum á bilinu kr. 207.814 – 227.812. Yfirlýsingar annara sambanda eru á þá leið að ekki verði horft til þessa kjarasamnings þeir séu einfaldlega of rýrir. Skilaboð annarra sambanda eru skýr þau ætla ekki að ganga að þessu samkomulagi , eiga félagsmenn ASÍ einir að axla ábyrgð á stöðugleika ? Er það eitthvað réttlæti? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Eins og flestum er kunnugt voru kjarasamningar undirritaðir þann 21.desember sl. Kjarasamningurinn er svokallaður aðfarasamningur sem þýðir auk launabreytinga gefur samningurinn aðilum 12 mánuði til að vinna að gerð langtímasamnings. Markmiðið er að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi og aukinn kaupmátt til framtíðar. Launahækkun er 2,8% að lágmarki kr. 8.000. Ekki skrifuðu allir undir kjarasamninginn sem segir að ekki hafi allir verið á eitt sáttir. Undirrituð skrifaði ekki undir fyrir hönd Bárunnar, stéttarfélags á Selfossi. Ýmsar ástæður eru fyrir því.Niðurstaða kjarasamninga var langt frá markmiðum Bárunnar, stéttarfélags og Starfsgreinasambandi Íslands.Framganga Samtaka atvinnulífsins í aðdraganda kjarasamninga, skilningur og samningsvilji til hækkunar lægstu launa, ekki til staðar.Aðalmarkmið okkar fólks og væntingar til samninganna voru veruleg hækkun lægstu launa. Því miður ríður lægst launaða fólkið ekki feitum hesti frá þessum samningum.Lítið hald er í loforðum um að koma í veg fyrir hækkun vöruverðs og þjónustugjalda eins og þegar er komið á daginn.Samningurinn gildir ekki frá 1. desember. Á Norðurlöndunum taka nýjir samningar gildi um leið og hinir falla úr gildi. SA eru ófeimnir að vitna í hið norræna módel þegar það hentar en kannski ekki sannir í því að fylgja því eftir nema þegar kemur að hækkun í prósentum. Nýjasta dæmið um hækkanir eru komugjöld á heilsugæslustöðvar hækkuðu um 15-20% þann 1. janúar sl. Hækkanir birgja til verslunarinnar eru 3-7% samkvæmt viðtali við Gunnar Inga Sigurðsson framkvæmdastjóra Hagkaupa. Blekið á samkomlaginu var ekki orðið þurrt svo við tölum ekki um fögur fyrirheit um stöðugt verðlag. Ráðherrar í ríkissjórn vísa hver á annann. (Kristján J. – Bjarni Ben.) Kjarasamningurinn felur í sér ákveðið samkomulag um að „mótuð hefur verið sameiginleg og samræmd launastefna gagnvart þeim samningum sem enn eru ógerðir á samningssviði aðila. Samningsaðilar skuldbinda sig til þess að framfylgja framangreindri launastefnu á árinu 2014“. Nú eru þegar hafnar viðræður annarra sambanda við ríki og sveitarfélög. Þar á bæ hafa menn líst því yfir að kjarasamningar milli aðildarfélaga ASÍ og SA séu ekki mönnum bjóðandi og sú prósenta komi ekki til greina. Hvar stöndum við sem semjum fyrir þá sem eru á lægstu laununum? Hvernig getum við náð samkomulagi um hækkun lægstu launa þannig að sómi verði að? Verður að gera þjóðarsátt um lægstu launin? Það hlýtur að vera skylda okkar allra að taka höndum saman og berjast fyrir því að allir geti lifað. Í kjarasamningum sem undirritaðir voru þann 5. maí sl. voru hækkanir á lægstu taxta eftirfarandi1. júní 2011 12.000 og 4,25%1. febrúar 2012 11.000 og 3,5%1. febrúar 2013 11.000 og 3,25 Í meðfylgjandi töflu er niðurstaða nýgerðra kjarasamninga ASÍ. Hækkun taxta hjá þeim lægst launuðu með skattabreytingum. Þeir sem hærri eru fá töluvert fleiri krónur. Lægst launaða fólkið fær töluvert færri krónur en árið 2011 í nýundirrituðum kjarasamningum. Samt hefur verðlag jafnvel tvöfaldast ogekkert lát á því samkvæmt nýjustu fréttum þó að atkvæðagreiðsla vegna samninganna sé varla hafin.Félagsmenn á lægstu launum innan SGS eru í ca 40% tilfella á töxtum sem verða samkvæmt nýundirrituðum kjarasamningum á bilinu kr. 207.814 – 227.812. Yfirlýsingar annara sambanda eru á þá leið að ekki verði horft til þessa kjarasamnings þeir séu einfaldlega of rýrir. Skilaboð annarra sambanda eru skýr þau ætla ekki að ganga að þessu samkomulagi , eiga félagsmenn ASÍ einir að axla ábyrgð á stöðugleika ? Er það eitthvað réttlæti?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar