Lífið

Viljiði vera svo væn að hrósa stúlkunum ykkar

Ellý ármanns skrifar
Aldís Davíðsdóttir.
Aldís Davíðsdóttir. Mynd/Aldís Fjóla
Við fengum leyfi hjá Aldísi Davíðsdóttur leikkonu, 29 ára, sem starfar sem deildarstjóri á stúlknakjarna á barnaheimilinu Ós til að birta eftirfarandi hugleiðingu sem allir foreldrar ættu að gefa sér tíma til að lesa en Aldís sem er barnshafandi birti pistilinn, sem lesa má hér að neðan í heild sinni, á samskiptamiðlinum Facebook fyrr í kvöld. 

Mig langar að biðja foreldra stúlkna að taka pínu eftir. Viljiði vera svo væn að hrósa stúlkunum ykkar fyrir að vera hugrakkar, snöggar að hlaupa, duglegar að klifra, hvað þær séu hraustar og sterkar. Hvað þær séu góðar vinkonur og yndislegar sálir. Það er ósköp innihalds laust að hrósa fyrir hvað þessi kjóll sé fínn eða hárið flott eða hvað þær séu sætar eða þægar. Þá erum við bara að hjálpa þe
im að verða þöglar penar típur. Og í guðanna bænum gerið það fyrir mig að ræða ekki hvað gerir ykkur feit við börnin. 

Ég hef ekki hugmynd um hvar stelpan okkar fékk það en hún fékk mjög granna dúkku í jólagjöf sem henni fannst æði og ekkert mál. Þar til hún fór að tala um fjögurra ára, hvað dúkkan væri mjó og fín. Og hún væri þannig því hún væri svo dugleg að borða bara grænmeti og hollan mat.

Ég sagði strax að dúkkan væri mjó því hún væri leikfang. Ef þetta væri alvöru stúlka væri hún mjög veik ef hún væri svona grönn. 

Við erum allskonar í laginu og ef við borðum hollt verðum við hraust. Ekki mjó. Því það á ekki að skipta máli fyrir ung börn sem ekki eiga við fitu vandamál að stríða.

 

Þau sem eiga við slíkt að etja, þá virðist það oft vera andlegt og því læknast það mjög ólíklega með svona áróðri. 

Hjálpumst að við að búa til sterkar sálir og skilningsríkar kæru vinir.

Takk takk

Yfir og út







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.