Mars besti bílasölumánuður í Bretlandi í 10 ár Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2014 10:36 Bílar seljast vel í Bretlandi þessa dagana. Motoring Bílasala í Bretlandi var mjög góð í fyrra en hefur náð nýjum hæðum nú í ár. Í nýliðnum mars var bílasala þar 17,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur svo mikill vöxtur ekki sést lengi. Sala bíla í mars er reyndar sú næst mesta á mánuði frá upphafi. Heildaraukningin í bílasölu þar sem af er árinu í Bretlandi stendur nú í 13,7%. Sala rafmagns- og tvinnbíla jókst um 63,8% milli ára í mars og hefur aldrei verið meiri. Mikill efnahagslegur uppgangur er nú í Bretlandi, eftir langa lægð og mikil uppsöfnuð þörf skapast vegna kaupa á bílum. Spáð er áframhaldandi mikilli sölu á bílum í Bretlandi út árið. Vöxtur í bílasölu er óvíða meiri í Evrópu en í Bretlandi, en söluaukningin á Íslandi er þó sýnu meiri það sem af er ári. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent
Bílasala í Bretlandi var mjög góð í fyrra en hefur náð nýjum hæðum nú í ár. Í nýliðnum mars var bílasala þar 17,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur svo mikill vöxtur ekki sést lengi. Sala bíla í mars er reyndar sú næst mesta á mánuði frá upphafi. Heildaraukningin í bílasölu þar sem af er árinu í Bretlandi stendur nú í 13,7%. Sala rafmagns- og tvinnbíla jókst um 63,8% milli ára í mars og hefur aldrei verið meiri. Mikill efnahagslegur uppgangur er nú í Bretlandi, eftir langa lægð og mikil uppsöfnuð þörf skapast vegna kaupa á bílum. Spáð er áframhaldandi mikilli sölu á bílum í Bretlandi út árið. Vöxtur í bílasölu er óvíða meiri í Evrópu en í Bretlandi, en söluaukningin á Íslandi er þó sýnu meiri það sem af er ári.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent