Opið bréf til borgarfulltrúa Reykjavíkur Andri Valgeirsson skrifar 4. apríl 2014 14:14 Ég hef ferðast með ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í um 20 ár og hef því töluverða reynslu af að ferðast með þeim. Fyrir örfáum dögum lenti ég í þeirri „skemmtilegu“ reynslu á leið heim úr vinnu að ferðaþjónustubíllinn sem ég var farþegi í bilaði á miðjum fjölförnum gatnamótum. Þetta er kannski ekki í frásögu færandi, þar sem bílar bila og getur það auðvitað gerst hvar og hvenær sem er. Alla mína tíð sem farþegi hjá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur þetta einungis gerst tvisvar sinnum og bæði skiptin á þessu ári, 2014. Persónulega finnst mér ástæðan fyrir þessu nokkuð augljós. Fyrir ári síðan hófust umræður hjá Reykjavíkurborg í samstarfi við Samtök Sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þess efnis að bjóða ætti ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu út til einkareksturs. Ástæður eru sagðar vera mögulegur sparnaður í rekstri og leið til að bæta þjónustu við notendur. Útboðið hefur dregist mjög á langinn og á meðan hefur enginn nýr bíll verið keyptur hjá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík. Þegar bílum í atvinnurekstri er einungis haldið við með lágmarksviðgerðum er engin furða að þeir bili á miðjum gatnamótum. Sérstaklega þegar við erum að tala um bíla sem eru 9-13 ára gamlir og keyrðir 400.000 - 800.000 kílómetra! Alveg frá byrjun hef ég furðað mig á þessum útboðshugmyndum þar sem ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík er að mínu mati nokkuð góð. Auðvitað má alltaf bæta allt en það væri örugglega hægt að spara með öðrum hætti en með útboði. Fólk verður að átta sig á því að þetta eru almenningssamgöngur sem eru nauðsynlegar fyrir fatlað fólk. Ég vil leyfa mér að draga í efa að mikill sparnaður verði í rekstri ferðaþjónustu fatlaðra með þessum aðgerðum, hvað þá bætt þjónusta fyrir farþega. Til þess að bæta þjónustu þessa er lang best að tala við og vera í fullu samráði við farþega og hagsmunafélög fatlaðs fólks. Í stað þess að láta nægja að upplýsa okkur um stöðu mála, væri ekki betra að vinna með okkur? Vil ég því hvetja borgarstjórn Reykjavíkur að hefja nú þegar fullt samráð við aðildarfélög fatlaðra í þessu ferli. Ekkert um okkur án okkar!Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ferðast með ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í um 20 ár og hef því töluverða reynslu af að ferðast með þeim. Fyrir örfáum dögum lenti ég í þeirri „skemmtilegu“ reynslu á leið heim úr vinnu að ferðaþjónustubíllinn sem ég var farþegi í bilaði á miðjum fjölförnum gatnamótum. Þetta er kannski ekki í frásögu færandi, þar sem bílar bila og getur það auðvitað gerst hvar og hvenær sem er. Alla mína tíð sem farþegi hjá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur þetta einungis gerst tvisvar sinnum og bæði skiptin á þessu ári, 2014. Persónulega finnst mér ástæðan fyrir þessu nokkuð augljós. Fyrir ári síðan hófust umræður hjá Reykjavíkurborg í samstarfi við Samtök Sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þess efnis að bjóða ætti ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu út til einkareksturs. Ástæður eru sagðar vera mögulegur sparnaður í rekstri og leið til að bæta þjónustu við notendur. Útboðið hefur dregist mjög á langinn og á meðan hefur enginn nýr bíll verið keyptur hjá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík. Þegar bílum í atvinnurekstri er einungis haldið við með lágmarksviðgerðum er engin furða að þeir bili á miðjum gatnamótum. Sérstaklega þegar við erum að tala um bíla sem eru 9-13 ára gamlir og keyrðir 400.000 - 800.000 kílómetra! Alveg frá byrjun hef ég furðað mig á þessum útboðshugmyndum þar sem ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík er að mínu mati nokkuð góð. Auðvitað má alltaf bæta allt en það væri örugglega hægt að spara með öðrum hætti en með útboði. Fólk verður að átta sig á því að þetta eru almenningssamgöngur sem eru nauðsynlegar fyrir fatlað fólk. Ég vil leyfa mér að draga í efa að mikill sparnaður verði í rekstri ferðaþjónustu fatlaðra með þessum aðgerðum, hvað þá bætt þjónusta fyrir farþega. Til þess að bæta þjónustu þessa er lang best að tala við og vera í fullu samráði við farþega og hagsmunafélög fatlaðs fólks. Í stað þess að láta nægja að upplýsa okkur um stöðu mála, væri ekki betra að vinna með okkur? Vil ég því hvetja borgarstjórn Reykjavíkur að hefja nú þegar fullt samráð við aðildarfélög fatlaðra í þessu ferli. Ekkert um okkur án okkar!Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar