Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir Sveinn Þorsteinsson og Sigrún Vigdís Viggósdóttir skrifar 20. desember 2014 07:00 Geðorðin 10 Grein 3 Greinin er þriðja greinin af tíu í greinaröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Lífið er skóli allt okkar líf. Hvers virði eru lífsgildin í lífi okkar ef við lærum aldrei neitt af okkar lífsins gönguför? Lífsgæði okkar og kostir hvers og eins eru ekki meðfæddir eða sjálfgefnir heldur lærðir og sjálfskapaðir með visku okkar að læra af lífi okkar sjálfra. Vöxtur og breytingar sem taka aldrei enda og eru sjálfsprottnar. Í þessum punkti viljum við leggja áherslu á að valdefling, sem er endurhæfing, er ekki áfangastaður heldur ferðalag og langtímanám. Enginn hefur náð einhverju endamarki þar sem ekki er þörf á frekari vexti og breytingum. Nám er menntun; menntun og fræðsla eru alltaf af hinu góða fyrir hvern og einn. Menntun sem gefur af sér visku og þekkingu eyðir fordómum, fordómar þrífast best hjá þeim sem ekki lærir. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir og hafðu ávallt hugfast að líf þitt er skóli þinn og kennir þér það sem mikilvægast er, að læra á sjálfan þig. Þetta styrkir þig í því að takast á við lífið og leysa þín dagsdaglegu verkefni, sem hverjum og einum er fólgið, hvern einasta dag. Okkur eru fengin misstór verkefni ásamt því að þau eru misþung verkefnin sem við tökumst á við og það kennir okkur einnig að forgangsraða verkefnunum í rétta röð sem skilar góðum árangri. Okkur ber ávallt að muna og hafa að leiðarljósi það sem við lærum fyrst, sem er að passa alltaf vel upp á okkur sjálf og það nauðsynlega heilbrigði sem er hin heilaga þrenning: góður samfelldur svefn, gott og hollt mataræði í hverri máltíð á hverjum degi og ástunda góða hreyfingu á hverjum degi. Mikilvægt er drekka mikið af vatni og sneiða eins og kostur er hjá sykri, kaffi og vímugjöfum. Að vera jákvæður með létta lund í núinu á líðandi stund gerir öllum gott ásamt því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, einnig er gott að temja sér að hafa aðgát í nærveru sálar. Ég, þú og við öll við lærum svo lengi sem við lifum, við lærum það að við stöndum aldrei ein og um leið og við berum okkur eftir hjálpinni er okkur rétt hjálparhönd, kæri vinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Geðorðin 10 Grein 3 Greinin er þriðja greinin af tíu í greinaröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Lífið er skóli allt okkar líf. Hvers virði eru lífsgildin í lífi okkar ef við lærum aldrei neitt af okkar lífsins gönguför? Lífsgæði okkar og kostir hvers og eins eru ekki meðfæddir eða sjálfgefnir heldur lærðir og sjálfskapaðir með visku okkar að læra af lífi okkar sjálfra. Vöxtur og breytingar sem taka aldrei enda og eru sjálfsprottnar. Í þessum punkti viljum við leggja áherslu á að valdefling, sem er endurhæfing, er ekki áfangastaður heldur ferðalag og langtímanám. Enginn hefur náð einhverju endamarki þar sem ekki er þörf á frekari vexti og breytingum. Nám er menntun; menntun og fræðsla eru alltaf af hinu góða fyrir hvern og einn. Menntun sem gefur af sér visku og þekkingu eyðir fordómum, fordómar þrífast best hjá þeim sem ekki lærir. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir og hafðu ávallt hugfast að líf þitt er skóli þinn og kennir þér það sem mikilvægast er, að læra á sjálfan þig. Þetta styrkir þig í því að takast á við lífið og leysa þín dagsdaglegu verkefni, sem hverjum og einum er fólgið, hvern einasta dag. Okkur eru fengin misstór verkefni ásamt því að þau eru misþung verkefnin sem við tökumst á við og það kennir okkur einnig að forgangsraða verkefnunum í rétta röð sem skilar góðum árangri. Okkur ber ávallt að muna og hafa að leiðarljósi það sem við lærum fyrst, sem er að passa alltaf vel upp á okkur sjálf og það nauðsynlega heilbrigði sem er hin heilaga þrenning: góður samfelldur svefn, gott og hollt mataræði í hverri máltíð á hverjum degi og ástunda góða hreyfingu á hverjum degi. Mikilvægt er drekka mikið af vatni og sneiða eins og kostur er hjá sykri, kaffi og vímugjöfum. Að vera jákvæður með létta lund í núinu á líðandi stund gerir öllum gott ásamt því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, einnig er gott að temja sér að hafa aðgát í nærveru sálar. Ég, þú og við öll við lærum svo lengi sem við lifum, við lærum það að við stöndum aldrei ein og um leið og við berum okkur eftir hjálpinni er okkur rétt hjálparhönd, kæri vinur.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun